Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 11. ágúst 2018 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ummæli Pogba eftir leik að trufla stuðningsmenn
Pogba var fyrirliði Manchester United í gær. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona.
Pogba var fyrirliði Manchester United í gær. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona.
Mynd: Getty Images
Eftir sigur Manchester United á Leicester í gær birti Paul Pogba athyglisverð skilaboð á samfélagsmiðlum.

Pogba var fyrirliði United í leiknum og skoraði hann strax eftir þrjár mínútur úr vítaspyrnu. Leikurinn endaði 2-1, Luke Shaw kom Man Utd í 2-1 áður en Jamie Vardy minnkaði muninn.

Jose Mourinho, stjóri Man Utd, hrósaði Pogba í hástert eftir leik.

En eftir leik skrifaði Pogba á samfélagsmiðla: „Ég mun alltaf gera mitt besta fyrir stuðningsmennina og liðsfélaganna, sama hvað er í gangi."

Pogba viðurkenndi í sumar að vandamál hefðu verið á milli sín og Mourinho en þau væru þá ekki lengur til staðar. Þessi ummæli Pogba vekja samt áhyggjur af því að samband hans og Mourinho sé ekki gott þessa daganna.

Pogba minntist ekki á Mourinho eftir leik, en í viðtali sagði hann:

„Ég er ánægður að vera með fyrirliðabandið hjá stóru félagi eins og Manchester United. En eins og ég segi, þá geri ég mitt besta fyrir stuðningsmennina, fyrir liðsfélagana og fyrir fólkið sem treystir mér,"

Er einhver sem treystir Pogba ekki?

Eru vandamál á milli Pogba og Mourinho eða eru þessi ummæli miðjumannsins blásin upp?

Pogba hefur verið sterklega orðaður við Barcelona síðustu daga, en Manchester United vill ekki selja franska miðjumanninn.

Samt hafa stuðningsmenn áhyggjur að hann gæti verið á förum. Hér að neðan má sjá nokkur svör við því sem Pogba setti á samfélagsmiðla.











Athugasemdir
banner
banner
banner
banner