Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 09. september 2018 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ramos: Fólk er búið að gleyma morðhótununum
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos er af mörgum talinn einn helsti fantur knattspyrnuheimsins, sérstaklega eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þegar hann tók Mohamed Salah úr axlarlið með furðulegri tæklingu.

Ramos, sem er fyrirliði Real Madrid, bar að sjálfsögðu fyrirliðaband Spánverja gegn Englandi í Þjóðadeildinni í gær og átti góðan leik.

Það var baulað mikið á Ramos allan leikinn gegn Englandi sem endaði með 2-1 sigri Spánverja á Wembley.

„Auðvitað hefði ég viljað öðruvísi móttökur. Allir virðast muna eftir einu broti í úrslitaleiknum en ekki eftir morðhótununum sem ég og fjölskylda mín fengum í kjölfarið," sagði Ramos eftir sigurinn.

„Ég reyni að taka ekki mark á neikvæðninni en ég get ekki sagt að þetta hafi nokkur áhrif á leik minn."

Knattspyrnusérfræðingurinn góðkunni Gary Neville sýndi Ramos stuðning að leikslokum.

„Þrátt fyrir allt þetta baul þá er ekki einn áhorfandi á vellinum sem myndi ekki vilja fá Ramos í sitt lið," sagði Neville á Sky Sports.

„Hann er sá besti... persónuleikinn, karakterinn. Það er oft talað um að það vanti leiðtoga í vörnina, hann er einn mesti leiðtogi samtímans.

„Því meira sem er baulað á hann, því betur held ég að hann spili. Ég held að hann njóti þess."

Athugasemdir
banner
banner