Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 05. október 2018 14:54
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Gamlir draugar eru ekki að ráðast á okkur
Icelandair
Gylfi bar fyrirliðabandið gegn Sviss og Belgíu í síðasta glugga.
Gylfi bar fyrirliðabandið gegn Sviss og Belgíu í síðasta glugga.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Við höfum að sjálfsögðu rætt þetta," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag þegar hann var spurður út í það að fyrirliðar karla- og kvennalandsliðsins hafi ekki mætt í viðtöl eftir síðustu leiki.

Sara Björk Gunnarsdóttir kom ekki í viðtöl eftir að kvennalandsliðinu mistókst að komast áfram úr riðli sínum í undankeppni HM og Gylfi Þór Sigurðsson, sem var fyrirliði í síðustu landsleikjum karlaliðsins, mætti ekki í viðtöl eftir tap gegn Belgíu.

„Ég ætla að leyfa mér að verja Söru. Hún hefur alltaf verið til í að veita viðtöl hvar og hvenær sem er. Hún brenndi af víti á 94. mínútu í leik um að komast áfram. Ég ætla að leyfa henni að fá að gráta í klefanum eða hvar sem hún var," segir Freyr.

„Við verðum stundum að lesa í aðstæður. Ég leyfi mér að segja að þetta hafi verið rétt hjá fjölmiðladeildinni en ég lofa ykkur því að ef þið hringið í dag þá svarar hún."

„Varðandi það að menn hafi ekki mætt í viðtöl eftir leikinn gegn Belgíu þá held ég að við þurfum að stíga varlega til jarðar í því að grípa í það að allt sé ómögulegt og gamlir draugar séu að ráðast á okkur aftur. Það er ekki þannig. Þetta er ekki eitthvað sem við erum ánægðir með. Við munum tala saman sem lið um það hvernig við viljum hafa þessa þætti," segir Freyr.

„Við viljum eiga í góðum samskiptum við stuðningsmenn og fjölmiðlamenn og þannig verður það áfram."

Í dag var opinberaður landsliðshópur Íslands fyrir komandi leiki gegn Frakklandi og Sviss og má sjá hann með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner