þri 30. október 2018 12:16
Elvar Geir Magnússon
Skýrist eftir nóvemberverkefnið hvort Eyjólfur verði áfram
Eyjólfur Sverrisson.
Eyjólfur Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21-landsliðið fer á æfingamót í Kína í komandi mánuði. Eftir það mót verða þjálfaramálin rædd hjá KSÍ.

Samningur Eyjólfs Sverrissonar er að renna út en hann stýrir liðinu í þessari ferð til Kína.

„Við erum búin að spjalla við Eyjólf og málin verða skoðuð eftir þetta verkefni í nóvember," segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

Eyjólfur hefur sjálfur áhuga á því að stýra U21 landsliðinu áfram en hann sagði það við Fótbolta.net eftir að undankeppni EM lauk um miðjan október.

Hann hefur stýrt U21 landsliðinu frá 2009 en hápunkturinn var þegar liðið komst í lokakeppni EM 2011.
Athugasemdir
banner
banner
banner