fim 08. nóvember 2018 17:15
Magnús Már Einarsson
Aron: Miklar tilfinningar í spilinu gegn Leicester
Aron í leik gegn Liverpool á dögunum.
Aron í leik gegn Liverpool á dögunum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Þetta var erfitt. Það voru miklar tilfinningar í spilinu og leikmenn Leicester stóðu vel saman sem lið," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í leikinn gegn Leicester um síðustu helgi.

Leicester vann leikinn 1-0 en beint að leik loknum fóru leikmenn liðsins til Tælands til að vera viðstaddir jarðarför hjá Vichai Srivaddhanaprabha eiganda félagsins. Vichai lést á sviplegan hátt í þyrluslysi á dögunum en hans hefur verið minnst undanfarna daga.

„Það var flott að sjá hvernig fótboltinn hefur áhrif á alla í kring. Maður tók mikið eftir því hér í Englandi að það stóðu allir með Leicester," sagði Aron.

„Það var erfitt að gíra sig inn í hlutina en þegar dómarinn flautar leikinn á þá er allt gert til þess að ná í þrjú stig. Þeir voru því miður betri en við í leiknum."

Eru að læra inn á deildina
Aron er kominn á fulla ferð með Cardiff eftir meiðsli en liðið er með fimm stig í næstneðsta sæti deildarinnar.

„Það tók okkur smá tíma að læra inn á deildina en svo kom sigurleikur á móti Fulham sem gaf okkur mikið sjálfstraust upp á framhaldið. Við vissum að Liverpool leikurinn yrði erfiður og leikurinn eftir það gegn Leicester var skrýtinn leikur þar sem var mikið af tilfinningum. Það er mikilvægur leikur gegn Brighton á laugardaginn þar sem við þurfum á þremur stigum að halda til að gíra okkur í gang aftur," sagði Aron við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Aron Einar: Eins og að vera hjá sálfræðingi
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner