Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. nóvember 2018 10:51
Elvar Geir Magnússon
Eupen
Ísland leikur á velli belgísks félags sem Katarar eiga
Icelandair
Frá Kehrwegstadion.
Frá Kehrwegstadion.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er engin tilviljun að vináttulandsleikur Íslands gegn Katar annað kvöld fer fram í Eupen í Belgíu.

Í þessum rólega og vinalega bæ er félag sem er í eigu Katara, KAS Eupen. Liðið leikur í efstu deild í Belgíu og verður leikið á heimavelli þess, Kehrwegstadion.

Leikvangurinn tekur rúmlega 8 þúsund manns en reikna má með því að hann verði ansi tómlegur annað kvöld.

Aspire akademían í Katar, sem sett var á laggirnar af ríkisstjórn Katar, keypti KAS Eupen árið 2012.

Fyrst um sinn voru miklar efasemdir í bænum um nýju eigendurna frá Mið-Austurlöndum en liðið er nú komið í efstu deild í Belgíu.

Hugmyndin með kaupum á félaginu var að gefa leikmönnum úr Aspire akademíunni tækifæri til að komast inn á evrópskan markað. Leikmenn frá Katar hafa leikið með aðal- og unglingaliðum Eupen en í dag er þó enginn Katari í aðalliðshópnum. Þar eru þó afrískir leikmenn sem hafa komið frá Aspire akademíunni

Eupen er sem stendur í 11. sæti af sextán liðum belgísku úrvalsdeildarinnar en þess má geta að þjálfari liðsins er enginn annar en Claude Makelele, miðjumaðurinn magnaði sem tvívegis varð Englandsmeistari með Chelsea og tvívegis Spánarmeistari með Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner