Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 03. desember 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Tommadagurinn á sunnudaginn
Mynd: .
Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015.

Á sunnudag ætla vinir og ættingjar Tomma að halda Tommadag fyrir hann í Egilshöll.

Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg.

Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri.

Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans.

Frá 9:45-10:45 geta ungir iðkenndur á aldrinum 6-12 ára mætt í knattþrautir hjá Eyjólfi Sverris, Rúnari Kristins og Arnari Grétars. 1000 krónur á barn við innganginn.

Klukkan 11:00 mætast síðan draumalið Rúnars Kristins og Eyjólfs Sverris í úrslitaleik Tommamótsins. Leikurinn er ýndur beint á Sport TV - Gummi Ben lýsir. Kristinn Jakobsson dæmir leikinn. Frjáls framlög við innganginn. Allir leikmenn munu greiða fyrir að spila fótbolta þennan dag.

Allir geta lagt Tomma lið með því að leggja inn á 528-14-300 kt: 0706694129

Viðburðurinn á Facebook
Athugasemdir
banner
banner