Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. desember 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Leik PSG frestað að ósk lögreglu
Frá Frakklandi.
Frá Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Leik Paris St-Germain og Montpellier sem átti að vara í frönsku höfuðborginni á laugardag hefur verið frestað að ósk lögreglunnar.

Mikil mótmæli hafa staðið yfir í stærstu borgum Frakklands vegna hækkunar skatta á eldsneyti.

Fleiri mótmæli eru áætluð í París um komandi helgi.

Næstu tveir leikir PSG verða á útivöllum, gegn Strasbourg í deildinni á miðvikudag og svo í Belgrad gegn Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni þann 11. desember.

PSG er með 14 stiga forystu í frönsku deildinni og í góðri stöðu til að komast áfram í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner