Ísland og Svíþjóð gerðu 2-2 jafntefli í vináttuleik í Katar í dag. Óttar Magnús Karlsson kom íslenska liðinu yfir en Svíar komust í 2-1 í síðari hálfleik. Varamaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði síðan í viðbótartíma.
Hér eru einkunnir frá Katar.
Hér eru einkunnir frá Katar.
Frederik Schram 6
Nokkuð öruggur í sínum aðgerðum. Fékk boltann í gegnum klofið í fyrra markinu en skotið kom af stuttu færi.
Birkir Már Sævarsson 7
Stóð sína vakt vel að vanda.
Hjörtur Hermannsson 7
Fínasta frammistaða í hjarta varnarinnar.
Eiður Aron Sigurbjörnsson 7
Var grimmur í sínum fyrsta landsleik.
Böðvar Böðvarsson 6
Hefði mögulega getað lokað á fyrirgjöfina í fyrra markinu og boltinn fór af honum á Thern í síðara markinu.
Óttar Magnús Karlsson 8
Skoraði glæsilegt mark snemma leiks og var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik.
Samúel Kári Friðjónsson 6
Duglegur á miðjunni.
Eggert Gunnþór Jónsson 6 ('67)
Baráttuglaður og lét finna vel fyrir sér á miðsvæðinu.
Guðmundur Þórarinsson 8 ('78) - Maður leiksisn
Mjög hættulegur á vinstri kantinum og óheppinn að skora ekki í fyrri hálfleik. Týndist meira á hægri kantinum í síðari hálfleik.
Arnór Smárason 7 ('67)
Var líflegur í þær 67 mínútur sem hann spilaði. Lagði boltann á Óttar í markinu.
Andri Rúnar Bjarnason 6 ('57)
Duglegur en náði ekki að ógna markinu eins mikið og og oft áður.
Varamenn:
Jón Dagur Þorsteinsson 7 ('67)
Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og jafnaði í viðbótaratíma. Kláraði færið vel.
Hilmar Árni Halldórsson 7 ('67)
Kom inn á í fremstu víglínu, gerði sig líklegan og lagði upp jöfnunarmarkið.
Aron Elís Þrándarson 6 ('67)
Spilaði á miðjunni siðustu 23 mínúturnar og gerði vel.
Axel Óskar Andrésson ('70)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Kolbeinn Birgir Finnsson ('78)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir