Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. mars 2019 14:57
Arnar Daði Arnarsson
Viðar sagður á leið til Djurgarden
Viðar Örn er á leið í sænsku úrvalsdeildina.
Viðar Örn er á leið í sænsku úrvalsdeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson leikmaður Rostov er sagður vera á leið til Djurgården í sænsku úrvalsdeildina á láni. Sænski fjölmiðilinn Expressen greinir frá.

Fyrr í dag greindum við frá því að Viðar Örn væri á förum frá Rostov en tækifæri Viðars hafa verið á skornum skammti í Rússlandi eftir að hann gekk til liðs við Rostov frá Maccabi Tel Aviv í fyrrasumar.

Viðar Örn þekkir vel til í Svíþjóð en hann gerði garðinn frægan með Malmö tímabilið 2016 þegar hann skoraði 14 mörk í 20 leikjum áður en hann var seldur til Maccabi í Ísrael.

Djurgarden endaði í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Sænska deildin hefst á ný í lok mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner