banner
   þri 25. júní 2019 11:11
Elvar Geir Magnússon
Chelsea hefur hafið viðræður við Lampard - Grænt ljós frá Derby
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Derby County hefur gefið Chelsea leyfi til að hefja viðræður við Frank Lampard. Það bendir allt til þess að Lampard verði næsti stjóri Chelsea.

„Undirbúningstímabilið nálgast hratt hjá báðum liðum og því vonumst við til þess að viðræðurnar hjálpi Chelsea að taka ákvörðun sem fyrst. Félagið mun ekki tjá sig meira um málið í bili," segir í yfirlýsingu Derby.

Chelsea er án stjóra eftir að Maurizio Sarri hélt heim til Ítalíu og tók við Juventus.

Lampard er við stjórnvölinn hjá Derby County en á sínu fyrsta tímabili sem stjóri kom hann liðinu í úrslitaleik í umspili Championship, þar tapaði liðið gegn Aston Villa.

Lampard átti blómlegan þrettán ára feril sem leikmaður hjá Chelsea en nokkrir úr starfsliði hans hjá Derby munu væntanlega fylgja honum á Stamford Bridge, þar á meðal aðstoðarstjórinn Jody Morris sem er einnig fyrrum leikmaður Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner