Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. júlí 2019 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Helena Ólafs: Mál Tori Ornela fyllti mælinn
Helena og Aníta Lísa eru hættar með ÍA.
Helena og Aníta Lísa eru hættar með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tori Ornela.
Tori Ornela.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gærkvöldi var það tilkynnt á heimasíðu ÍA að þær Helena Ólafsdóttir og Aníta Lísa Svansdóttir hafi ákveðið að hætta sem þjálfarar kvennaliðs ÍA í Inkasso-deildinni.

Ýmislegt gengið á
„Ég taldi þetta vera nauðsynlegt að gera breytingar. Kornið sem fyllti mælinn var málið með Tori," sagði Helena Ólafsdóttir í samtali við ÍA og á þá við mál Tori Ornela markvörð liðsins sem hætti hjá félaginu í síðustu viku.

„Mér fannst það ekki gott mál. Ég ætla ekki að fara rekja þá sögu. Mér finnst þetta mál vera klúður og ég er ekki sátt hvernig það mál var sett upp. Ég vil ekki tjá mig neitt frekar um það. Það hefur ýmislegt gengið á og mér fannst þetta fylla mælinn," sagði Helena sem vildi ekki tjá sig meira um það mál. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gleymdist að sækja um atvinnumannaleyfi fyrir leikmanninn áfram og því gat hún ekki leikið lengur með félaginu.

„Þetta kemur á þeim tímapunkti að tíminn er naumur og maður var ekkert búin að gera ráð fyrir þessu. Maður var orðin pirraður og þá á maður ekki að vera þarna."

„Það var búið að búa til ákveðið hryggstykki í liðinu og það fer ansi mikið með henni. Við Aníta, töldum að nú vantaði meiri kraft í liðið því þetta var mikið áfall og okkur fannst rétt að einhver annar kæmi inn núna. Þetta er allt í vinsemd við félagið og við ætlum að búa hér áfram og vinnum að einhverju leyti í kringum félagið áfram," sagði Helena sem hefur verið þáttastjórnandi Pepsi Max markanna á Stöð 2 Sport undanfarin sumur. Hún segist ætla taka sér frí frá þjálfun í sumar en stefnir þó að halda áfram í þjálfun.

„Ég hef verið mjög þakklát fyrir þann tíma sem ég hef átt hjá ÍA og við höfum verið þar lengi. Við stefnum báðar að því að þjálfa áfram, okkur þykir þetta gaman en nú ætla ég að taka mér smá frí frá því að þjálfa en ég hef gaman af Pepsi Max mörkunum og verð á kafi í því það sem eftir er af sumrinu."

Vonandi fær Olla hlutverk hjá Val
Markaskorun hjá ÍA hefur verið hausverkur en liðið hefur aðeins skorað sjö mörk í átta leikjum í Inkasso-deildinni. Markahæsti leikmaður liðsins Ólöf Sigríður Kristinsdóttir var á láni hjá félaginu frá Val. Valur hefur hinsvegar kallað hana til baka. ÍA hefur ekki skorað mark í síðustu fjórum leikjum en liðið hefur verið án Ollu í síðustu tveimur leikjum.

„Það var högg að missa Ollu en það var staða sem við vissum að gæti komið upp. Það er þannig þegar maður er með leikmann á láni en það var mikið högg og mikið svekkelsi. Hún var að spila allar mínútur með okkur og vonandi fær hún gott hlutverk hjá Val. Þetta er ungur og efnilegur leikmaður sem þarf reynslu. Við vorum farnar að skoða þá möguleika hvort við gætum fengið aukin kraft í sóknarleikinn. Skagaliðið er ungt og það er allt í lagi að spila á ungum og efnilegum en það er ekki bara hægt að stilla upp ungu liði," sagði Helena sem segir að það hafi alveg verið skýrt að liðið hafi ekki stefnt á að fara upp um deild.

„Við vorum alveg klár með þau markmið og það var engin pressa sett á okkur með það. Það átti að byggja upp á ungum heimastelpum með smá liðsstyrk. Pressan var aldrei sett á að fara upp. Árangurinn í fyrra var flottur og við vorum ánægðar með það. Síðan kemur áfall ofan í áfall þegar við fórum að missa leikmenn og stærsta áfallið er að missa markmanninn og það var mikið áfall fyrir allt liðið," sagði Helena að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner