Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. júlí 2019 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ef ÍBV fellur í Inkasso ætlar Gary Martin með þeim þangað
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og staðan er núna þá er útlit fyrir það að ÍBV leiki í Inkasso-deildinni á næsta tímabili.

ÍBV tapaði gegn Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld og er með fimm stig á botni Pepsi Max-deildarinnar, hvorki meira né minna en 11 stigum frá öruggu sæti.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, birtir myndir á Twitter í kvöld af Hásteinsvelli, heimavelli ÍBV, og merki Inkasso. Gary Martin, framherji ÍBV, gerði ummæli við tístið.

„Ef það er þannig, þá verð ég þar með þeim," skrifaði enski framherjinn sem gekk í raðir ÍBV fyrr í mánuðinum.

Gary Martin er frábær sóknarmaður í Pepsi Max-deildinni og það er ekki flókið stærðfræðidæmi að hann myndi hjálpa liðinu í Inkasso-deildinni ef svo verður að liðið fellur þangað.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner