Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 10. ágúst 2019 08:00
Fótbolti.net
Myndband: Knattspyrnuskóli KB heppnaðist frábærlega
65 drengir voru í skólanum í ár.
65 drengir voru í skólanum í ár.
Mynd: Kristján Bernburg
Mynd: Kristján Bernburg
Knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg í Belgíu lauk á sunnudag en 65 íslenskir piltar á aldrinum 14-15 ára voru í skólanum í ár. Það er VITA sport sem selur ferðir í skólann sem fer fram árlega.

Fimm fastir þjálfarar eru við skólann auk gestaþjálfara þannig að æft var í litlum hópum þar sem hámark átta til tíu leikmenn voru á þjálfara.

Í ferðunum var leikið á móti SK Beveren þar sem íslensku piltanir töpuðu 2 leikjum og unnu tvo.

Urbain Haesaert yfirnjósnari frá AJAX í Belgíu og Ervin DE Coster frá FC Antwerpen og fleiri t.d Club Brugge fylgdust með og voru samála um að piltanir gætu náð langt með réttri þjálfun. Frábær efniviður og auðséð að viljinn að ná lengra er til staðar sagði Haesaert.

Farastjórar í ferðunum voru Unnar Sigurðsson og Guðjón Örn Jóhannsson. Stóðu þeir sig frábærlega og héldu vel um hópinn allan tímann ásamt Kristjáni Bernburg. Hópurinn fór í skemmtigarð Walibi og go-kart auk þess var boðið upp á fræðslu í stafrænni þjálfun, knattspyrnu eróbik og jóga.

Að sögn Kristjáns skólastjóra þótti skólinn takast mjög vel í alla staði og sagði Kristján að á heitasta tímanum í fyrri skólanum byrjuðu æfingar kl 7.00 og kl 20.00.

Næsta ár 2020 verða tvö námskeið 21 til 28 júlí og 28 til 4 ágúst.

Það er ferðaskrifstofan Vita sport sem sér um að selja ferðirnar.

Hér að ofan má sjá myndband úr skólanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner