Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. maí 2007 23:58
Tómas Þór Þórðarson
Umfjöllun: Keflavíkurgrýlan lifir enn í Frostaskjóli
KR 1 - 2 Keflavík
Simun Eiler Samuelsen skorar síðara mark Keflvíkinga framhjá Kristjáni Finnbogsyni eftir klukkutíma leik.
Simun Eiler Samuelsen skorar síðara mark Keflvíkinga framhjá Kristjáni Finnbogsyni eftir klukkutíma leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarnólfur Lárusson miðvallarleikmaður KR niðurlútur eftir mark Simun.  Kristján liggur eftir en í baksýn má sjá Keflvíkinga fagna.
Bjarnólfur Lárusson miðvallarleikmaður KR niðurlútur eftir mark Simun. Kristján liggur eftir en í baksýn má sjá Keflvíkinga fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn KR voru frábærir í kvöld og sungu allan leikinn þrátt fyrir að lið þeirra hafi verið undir frá 40. mínútu.
Stuðningsmenn KR voru frábærir í kvöld og sungu allan leikinn þrátt fyrir að lið þeirra hafi verið undir frá 40. mínútu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marco Kotilainen átti frábæran leik í liði Keflavíkur í kvöld og hlýtur því nafnbótina maður leiksins.
Marco Kotilainen átti frábæran leik í liði Keflavíkur í kvöld og hlýtur því nafnbótina maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
0-1 Guðmundur Steinarsson (víti 40)
0-2 Símun Eiler Samuelsen (61)
1-2 Björgólfur Takefusa (82)

Keflvíkingar héldu áfram ótrúlegri framgöngu sinni í Frostaskjóli í kvöld þegar þeir lögðu heimamenn með tveimur mörkum gegn einu. Keflvíkingar þurftu að stokka upp vörninni vegna meiðsla lykilmanna og þá var Þórarinn Kristjánsson hvergi sjáanlegur í hóp Keflavíkur liðsins.

Hjá KR voru Jóhann Þórhallsson og Sigþór Júlíusson meiddir og fengu því Skúli Jón Friðgeirsson og Kristinn Magnússon sæti í byrjunarliði KR.

KR yfirspiluðu Keflavík í fyrri hálfleik og fengu strax dauðfæri á 9. mínútu þegar Grétar Ólafur Hjartarson sem er kominn í það hlutverk að spila fremst á miðjunni sendi Sigmund Kristjánsson einan í gegn. Sigmundur gerði vel í öllu nema skotinu því nett vippa hans yfir Ómar Jóhannsson í markinu strauk stöngina fjær.

Á 23. mínútu fengu KR aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Keflvíkinga. Boltanum var stillt upp fyrir Grétar Ólaf sem hamraði á markið en Ómar varði boltann beint út í teig þar sem enginn var nema næsti Keflvíkingur til að hreinsa frá marki.

Sóknaratlotum KR-inga linnti ekki og fékk Kristinn Magnússon dauðafæri á 38. mínútu þegar hann komst einn gegn en hann hitti ekki boltann nægilega vel og rúllaði knötturinn í hendur Ómars í markinu.

Þvert gegn gangi leiksins voru það Keflvíkingar sem komust yfir þegar Pétur Hafliði Marteinsson krækti í löpp Magnúsar Sverris Þorsteinssonar inn í teig og Egill Már Markússon dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Á punktinn fór Guðmundur Steinarsson og skoraði fram hjá Kristjáni Finnbogasyni sem fór þó í rétt horn.

Keflvíkingar komu sér betur inn í leikinn í seinni hálfleik þó það virtist alltaf sem svo að heimamenn hefðu undirtökin. Það skiptir víst engu hvernig Keflavík spila gegn KR því á 61. mínútu áttu Keflvíkingar fallega sókn upp hægri vænginn sem endaði með fyrirgjöf besta manns leiksins Marco Kotilainen á fjærstöng þar sem Símun Eiler Samuelsen var einn og óvaldaður og skoraði laglega með fyrstu snertingu.

KR-ingar settu meira púður í sóknarleikinn þegar um 15. mínútur voru til leiksloka. Óskar Örn Hauksson kom þá inn á í sínum fyrsta deildarleik með KR ásamt Henning Eyþóri Jónassyni.

Þeir náðu svo að minnka muninn þegar Pétur Marteinsson skallaði langa aukaspyrnu Atla Jóhannssonar fyrir markið þar sem mætti Björgólfur Takefusa og skallaði knöttinn í netið.

Heimamenn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna en allt kom fyrir ekki og Keflavíkurgrýlan lifir enn í Frostaskjóli.




KR (4-3-3): Kristján Finnbogason (M), Skúli Jón Friðgeirsson, Gunnlaugur Jónsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Ágúst Gylfason, Bjarnólfur Lárusson (Óskar Örn Hauksson 76), Grétar Ólafur Hjartason, Kristinn Jóhannes Magnússon (Guðmundur Reynir Gunnarsson 46), Sigmundur Kristjánsson ( Henning Eyþór Jónasson 76), Atli Jóhannesson, Björgólfur Takefusa.
Ónotaðir varamenn: Stefán Logi Magnússon (M), Tryggvi Sveinn Bjarnason, Vigfús Arnar Jósepsson, Ingimundur Níels Óskarsson.

Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson (M), Guðjón Árni Antoníusson, Hallgrímur Jónasson, Nicolai Jörgensen, Branislav MIlisevic, Jónas Guðni Sævarsson, Baldur Sigurðsson, Marco Kotilainen, Símun Eiler Samuelsen (Ingvi Rafn Guðmundsson 87), Magnús Sverrir Þorsteinsson (Einar Örn Einarsson 46), Guðmundur Steinarsson.
Ónotaðir varamenn: Bjarni Freyr Guðmundsson (M), Einar Orri Einarsson, Þorsteinn Atli Georgsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Stefán Örn Arnarsson.

Tölfræði:
Skot: KR 12 (5 á markið), Keflavík 9 (3 á markið)
Horn: KR 7, Keflavík 5
Rangstaða: KR 5, Keflavík 2
Brot: KR 15, Keflavík 14

Gul Spjöld: Gunnlaugur Jónsson, KR (66). Atli Jóhannsson, KR (75)

Maður leiksins: Marco Kotilainen
Dómari: Egill Már Markússon. Ágætur.
Aðstæður: Völlurinn í fínu standi og veðrið eins og best var á kosið miða við árstíma.
Áhorfendur: 1891


Athugasemdir
banner
banner