Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. janúar 2009 20:35
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Heimasíða ÍBV | Gazet van Antwerpen 
Þórarinn Ingi æfir með Mechelen
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Hinn 18 ára gamli Þórarinn Ingi Valdimarsson, varnarmaður ÍBV, er nú staddur á keppnisferðalagi í Tyrklandi með belgíska úrvalsdeildarliðinu Mechelen. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV.

Forráðamenn Mechelen hrifust mjög af Þórarni þegar hann var til reynslu hjá félaginu á síðasta keppnistímabili og vildu ólmir fá hann aftur til æfinga.

Samkvæmt heimasíðu ÍBV liggur ekki ljóst fyrir hversu lengi Þórarinn mun dvelja við æfingar hjá Mechelen en Peter Maes, þjálfari liðsins, sagði hins vegar í samtali við belgíska fjölmiðla að leikmaðurinn muni vera hjá félaginu í rúman mánuð.

,,Þórarinn Ingi mun dvelja í rúman mánuð við æfingar hjá okkur. Hann er ekki í góðu leikformi sem stendur en honum mun gefast tími til þess að byggja það upp á næstu vikum,” sagði Maes í samtali við Gazet van Antwerpen.

Ljóst er að forráðamenn Mechelen hafa mikinn áhuga á Þórarni og ekki er loku fyrir það skotið að félagið bjóði honum samning standi hann sig vel.

Mechelen beið lægri hlut fyrir tyrkneska liðinu Sivasspor 0-2 í æfingaleik í gær en Þórarinn Ingi tók ekki þátt í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner