Grindavíkurvöllur
mánudagur 14. ágúst 2017  kl. 18:00
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 644
Maður leiksins: Juanma Ortiz
Grindavík 3 - 2 ÍA
0-1 Þórður Þorsteinn Þórðarson ('51)
1-1 Andri Rúnar Bjarnason ('64, víti)
1-2 Garðar Gunnlaugsson ('68)
2-2 Andri Rúnar Bjarnason ('80, víti)
3-2 Juanma Ortiz ('84)
Juanma Ortiz, Grindavík ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
6. Sam Hewson
7. Will Daniels ('81)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Alexander Veigar Þórarinsson
16. Milos Zeravica ('89)
22. René Joensen
24. Björn Berg Bryde
25. Aron Freyr Róbertsson ('69)
99. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
1. Maciej Majewski (m)
3. Edu Cruz ('89)
5. Gylfi Örn Á Öfjörð
11. Juanma Ortiz ('69)
17. Magnús Björgvinsson
19. Simon Smidt ('81)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Eiríkur Leifsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Sam Hewson ('56)
Milos Zeravica ('82)

Rauð spjöld:
Juanma Ortiz ('90)

@BjarniThorarinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Í ótrúlega skemmtilegum leik, þá voru Grindvíkingar einfaldlega hættulegri á síðasta þriðjungi vallarins og fengu fleiri færi til þess að skora mörk. Þrátt fyrir að lenda undir, ekki einu sinni, heldur tvisvar, þá hætti liðið aldrei og var endurkomusigurinn sérstaklega sætur.
Bestu leikmenn
1. Juanma Ortiz
Þvílík innkoma hjá hinum spænska! Kom inn á á 69. mínútu og var strax farinn að narta í varnarmenn ÍA. Fiskaði víti, sem jafnaði leikinn öðru sinni og skoraði svo sjálfur sigurmarkið. Fékk að vísu rautt spjald undir lok leiksins sem var klaufalegt, en innkoma hans skipti sköpum.
2. Alexander Veigar Þórarinsson
Undirritaður hefur gagnrýnt Alexander nokkrum sinnum í sumar. Í kvöld var hann hins vegar afbragðsgóður og sýndi hvers megnugur hann er. Fiskaði fyrra vítið og var hættulegur út á kantinum. Tækni hans er ótrúleg og lék hann sér stundum að varnarmönnum ÍA.
Atvikið
Á 68. mínútu skoraði Garðar Gunnlaugsson frábært mark, beint úr aukaspyrnu. Óli Stefán var ekki lengi að kalla Juanma til sögunnar og kom hann inn á áður en miðjan var tekin. Á rúmum 20 mínútum, fiskaði hann víti, skoraði sigurmarkið og fékk tvö gul spjöld og þar með rautt.
Hvað þýða úrslitin?
Eftir fjóra tapleiki í röð náðu Grindvíkingar loks að sigra. Voru öflugir í leiknum og komust með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar. Nýliðarinar eru bara í bullandi Evrópubaráttu.
Vondur dagur
Gunnlaugur Jónsson gagnrýndi agaleysi varnarinnar hjá ÍA í kvöld. Sú gagnrýni á rétt á sér. Ef ÍA ætlar að halda sér í deild þeirra bestu, þarf varnarlína liðsins að fara að stíga upp og halda hreinu. Tvö mörk á að duga til sigurs en enn einu sinni dugar það ekki fyrir ÍA. Það er lítið eftir af mótinu er tíminn að verða naumur
Dómarinn - 8
Það verða líklega skiptar skoðanir um dómgæslu Þórodds í kvöld. Að mínu mati fannst mér hann hins vegar dæma leikinn afar vel. Vítaspyrnunar voru réttar að mínu mati, sérstaklega frá sjónarhorninu úr blaðamannastúkunni og var hann ekkert að hleypa leiknum upp í neina vitleysu, sem hefði án efa getað gerst með annan dómara við völdin. Þá fannst mér rauða spjaldið á Juanma einnig vera rétt. Hann höndlaði atvikið með Garðar Gunnlaugsson og Jajalo mjög vel og gaf Garðari gult en ekki rautt líkt og einhverjir vildu. Hefði mátt spjalda oftar, því sum brotin í leiknum verðskulduðu spjald.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Hallur Flosason ('48)
4. Arnór Snær Guðmundsson
7. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('74)
9. Garðar Gunnlaugsson
11. Arnar Már Guðjónsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('89)
18. Rashid Yussuff
22. Steinar Þorsteinsson
24. Viktor Örn Margeirsson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
6. Albert Hafsteinsson ('74)
15. Hafþór Pétursson ('48)
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Patryk Stefanski ('89)
20. Gylfi Veigar Gylfason

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Garðar Gunnlaugsson ('29)

Rauð spjöld: