Boginn
mánudagur 15. apríl 2019  kl. 18:15
Lengjubikar kvenna A-deild - Úrslit
Dómari: Bjarni Hrannar Héðinsson
Maður leiksins: Karen María Sigurgeirsdóttir
Þór/KA 6 - 7 Breiðablik
1-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('45)
1-1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('47)
2-1 Karen María Sigurgeirsdóttir ('54)
2-2 Agla María Albertsdóttir ('79)
3-2 Lára Kristín Pedersen ('90)
3-3 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('90, sjálfsmark)
3-3 Sandra Mayor ('90, misnotað víti)
3-4 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('90, víti)
4-4 Lára Einarsdóttir ('90, víti)
4-5 Agla María Albertsdóttir ('90, víti)
5-5 Saga Líf Sigurðardóttir ('90, víti)
5-6 Hildur Antonsdóttir ('90, víti)
5-6 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('90, misnotað víti)
5-6 Kristín Dís Árnadóttir ('90, misnotað víti)
6-6 Karen María Sigurgeirsdóttir ('90, víti)
6-7 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('90, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
0. Rut Matthíasdóttir ('79)
6. Karen María Sigurgeirsdóttir
7. Margrét Árnadóttir
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor
10. Lára Kristín Pedersen
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('72)
16. Saga Líf Sigurðardóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
12. Harpa Jóhannsdóttir (m)
4. Bianca Elissa
13. Jakobína Hjörvarsdóttir ('79)
14. Tanía Sól Hjartardóttir
17. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('72)
21. Alma Sól Valdimarsdóttir

Liðstjórn:
Johanna Henriksson
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Anna Catharina Gros
Ágústa Kristinsdóttir
Christopher Thomas Harrington
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@danielmagg77 Daníel Smári Magnússon
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Vítaspyrnukeppnin. Þar voru Blikar með allt sitt á hreinu, en Sandra Mayor byrjaði hana á því að senda á Sonný í marki Breiðabliks. Hún þakkaði pent fyrir sig og þurfti varla að skutla sér til að verja.
Bestu leikmenn
1. Karen María Sigurgeirsdóttir
Karen var frábær nær allan leikinn. Markið hennar var glæsilegt og hún var mikið í boltanum. Það verður gaman að fylgjast með henni í sumar, afar leikin og áræðin.
2. Fjolla Shala
Fjolla var öflug á miðjunni í dag. Át marga seinni bolta og var örugg á boltanum.
Atvikið
Sjálfsmarkið í uppbótartíma. Það var síðasta atvik leiksins og það var flautað af áður en Þór/KA gátu tekið miðju. Ótrúleg atburðarrás!
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik spilar til úrslita gegn Val. Ef að sá leikur kemst í hálfkvisti við þennan, þá hafa stuðningsmenn liðanna til mikils að hlakka! Þór/KA eiga næst leik við títtnefnt Breiðabliksliðið í Meistarakeppni KSÍ og eiga þar harma að hefna, en liðið spilaði lengst af vel í kvöld.
Vondur dagur
Af markatölunni að dæma væri hægt að segja að markmenn liðanna myndu ekki labba sáttastar af velli. En þær gátu þó ekki mikið gert í mörkunum. Leikurinn var góður og enginn sem átti áberandi slæman dag. Arna Sif skoraði fyrir bæði lið og brenndi af vítaspyrnu, en hún spilaði ekki illa.
Dómarinn - 7,5
Bjarni var ekki að flauta af óþörfu, leyfði leiknum bara að fljóta og stóð sig vel. Leikurinn var hraður og alls ekki grófur, svo að Bjarni hafði enga ástæðu til þess að vera með flaututónleika.
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir ('65)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
11. Fjolla Shala
13. Ásta Eir Árnadóttir ('78)
15. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('76)
16. Alexandra Jóhannsdóttir ('38)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir

Varamenn:
12. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir ('65)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
14. Berglind Baldursdóttir ('76)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('38)
30. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('78)

Liðstjórn:
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Atli Örn Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: