Nettóvöllurinn
mánudagur 24. júní 2019  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Reykjanesgola, sólarglefsur og fallegur völlur
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 160
Maður leiksins: Natasha Moraa Anasi
Keflavík 5 - 0 Stjarnan
1-0 Sophie Mc Mahon Groff ('2)
2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('15)
3-0 Natasha Moraa Anasi ('47)
4-0 Dröfn Einarsdóttir ('64)
5-0 Sophie Mc Mahon Groff ('68)
Byrjunarlið:
1. Aytac Sharifova (m)
3. Natasha Moraa Anasi (f)
5. Sophie Mc Mahon Groff
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('74)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir
17. Katla María Þórðardóttir ('70)
21. Íris Una Þórðardóttir ('79)
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
4. Eva Lind Daníelsdóttir
7. Maired Clare Fulton
18. Una Margrét Einarsdóttir ('70)
19. Arnhildur Unnur Kristjándóttir
23. Herdís Birta Sölvadóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted ('79)
28. Kara Petra Aradóttir ('74)

Liðstjórn:
Marín Rún Guðmundsdóttir
Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Þorgerður Jóhannsdóttir

Gul spjöld:
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('55)
Katla María Þórðardóttir ('59)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Kraftur, áræðni og liðsheild heimakvenna var til fyrirmyndar í kvöld. Þær voru á undan í alla bolta, töpuðu varla návígi og gáfu Stjörnunni aldrei færi á að komast í takt við leikinn. Frábær liðssigur og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið.
Bestu leikmenn
1. Natasha Moraa Anasi
Hún átti völlinn í kvöld hvert og eitt einasta strá, hljóp úr sér lungun, valtaði yfir miðjumenn Stjörnunar, vann boltann í gríð og erg og skoraði gott mark auk þess að taka þátt í að skapa tvö önnur. Frábær leikur hjá frábærum leikmanni.
2. Sveindís Jane Jónsdóttir
Síógnandi og hefði líklega átt að skora meira en bara eitt mark. Var mikið að skapa fyrir liðsfélaga sína og þessi löngu innköst...... bara vá. Hver og einn einasti leikmaður Keflavíkur á þó á sinn hátt skilið að vera á þessum lista þær áttu frábæran leik allar sem ein.
Atvikið
Upphaf beggja hálfleikja. Að mæta með slíkum krafti og slá andstæðinginn niður strax í upphafi var sterkt hjá Keflavík.
Hvað þýða úrslitin?
Keflavík fer í 6 stig og lyftir sér upp úr fallsæti og skilur KR eftir á botninum. Stjarnan situr enn í 5.sæti með sín 9 stig en þarf að laga ansi margt.
Vondur dagur
Þetta var skuggalega slæmur dagur fyrir Kristján Guðmundsson að þurfa að horfa upp á slíkt andleysi hjá liði sínu og þær sýndu í dag. Mikið sem þarf að laga ef Stjarnan ætlar að vera með í þessari deild.
Dómarinn - 6
Ekki slæmur en ekki góður heldur. Spar á spjöldin og flautaði oft ekki á augljós brot. Hafði þó núll áhrif á úrslit leiksins.
Byrjunarlið:
2. Sóley Guðmundsdóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
11. Diljá Ýr Zomers ('71)
12. Birta Guðlaugsdóttir
13. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('45)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('45)
17. María Sól Jakobsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. Edda María Birgisdóttir ('45)
14. Snædís María Jörundsdóttir
27. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('45)
29. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
39. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('71)

Liðstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Guðný Guðnadóttir
Sigurður Már Ólafsson
Róbert Þór Henn

Gul spjöld:

Rauð spjöld: