KR
0
0
Molde
18.07.2019  -  19:00
Meistaravellir
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Aðstæður: Bongó!
Dómari: Ian McNabb (Norður-Írland)
Áhorfendur: 355
Maður leiksins: Björgvin Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('71)
3. Ástbjörn Þórðarson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('46)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('78)
9. Björgvin Stefánsson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
16. Pablo Punyed

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
7. Tobias Thomsen
18. Aron Bjarki Jósepsson ('46)
19. Kristinn Jónsson ('78)
22. Óskar Örn Hauksson
23. Atli Sigurjónsson ('71)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)

Gul spjöld:
Ástbjörn Þórðarson ('81)

Rauð spjöld:
@EgillSi Egill Sigfússon
Skýrslan: KR liðið þétt í markalausu jafntefli gegn Molde
Hvað réði úrslitum?
Bæði liðin voru þétt varnarlega og lítið um opin færi í leiknum, alvöru 0-0 leikur frá a-ö.
Bestu leikmenn
1. Björgvin Stefánsson
Bjöggi átti mjög góðan leik, ógnaði mikið með krafti sínum, átti skot í stöng, frábæran sprett frá miðju í gegn og fékk svo dauðafæri í lokin sem var mjög vel varið. Ætlar sér greinilega að sýna að hann er klár í seinni hluta deildarinnar eftir langt bann.
2. Kennie Chopart
Kennie var öflugur varnarlega í þessum leik og náði að skapa usla nokkrum sinnum upp vænginn. Er að finna sig vel í bakverðinum.
Atvikið
Glórulausa tæklingin hjá Ástþóri. Ástþór tók tveggja fóta sólartæklingu á Haugen á miðjum vellinum þegar ekkert var að gerast. Slapp með gult spjald en hefði getað stórslasað Haugen sem hefði sett svartan blett á leikinn. Guð sé lof var í lagi með Haugen eftir tæklinguna og ekkert illt varð úr þessu.
Hvað þýða úrslitin?
KR er dottið úr Evrópu og Molde er komið áfram í næstu umferð.
Vondur dagur
Enginn fær þetta í dag, KR steig upp eftir afhroðið í Noregi og mér finnst enginn leikmaður hafa átt vondan dag í þessum bragðdaufa leik.
Dómarinn - 7
Dæmdi leikinn vel að öllu leyti nema þegar hann sleppti augljósu rauðu spjaldi á Ástþór, þetta er eins rautt spjald og það gerist.
Byrjunarlið:
12. Alexandro Craninx (m)
4. Ruben Gabrielsen (f)
5. Vegard Forren
9. Mattias Moström
11. Martin Ellingsen
14. Erling Knudtzon ('82)
16. Etzaz Hussain
17. Fredrik Aursnes ('71)
18. Kristoffer Haraldseid
28. Kristoffer Haugen
99. Ohi Omoijuanfo ('62)

Varamenn:
52. Oliver Petersen (m)
2. Martin Björnbak
3. Christopher Telo
7. Magnus Wolff Eikrem
10. Leke James ('82)
19. Eirik Hestad ('71)
30. Mathis Bolly ('62)

Liðsstjórn:
Erling Moe (Þ)

Gul spjöld:
Eirik Hestad ('92)

Rauð spjöld: