Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
KA
4
2
Stjarnan
Hallgrímur Mar Steingrímsson '6 , misnotað víti 0-0
Hallgrímur Mar Steingrímsson '6 1-0
Hallgrímur Mar Steingrímsson '14 2-0
2-1 Þorsteinn Már Ragnarsson '18
Daníel Laxdal '44
Torfi Tímoteus Gunnarsson '50 3-1
3-2 Þorsteinn Már Ragnarsson '64
Elfar Árni Aðalsteinsson '68 4-2
11.08.2019  -  16:00
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 5° hiti, norðanvindur og rigning. Þetta er ekki sambastemning.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 244
Maður leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Callum George Williams
5. Ívar Örn Árnason
7. Almarr Ormarsson (f)
8. Iosu Villar
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('46)
14. Andri Fannar Stefánsson ('85)
21. David Cuerva ('60)
25. Torfi Tímoteus Gunnarsson

Varamenn:
1. Yankuba Colley (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
16. Brynjar Ingi Bjarnason ('85)
17. Ýmir Már Geirsson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('46)
28. Sæþór Olgeirsson
29. Alexander Groven
77. Bjarni Aðalsteinsson ('60)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Halldór Jón Sigurðsson

Gul spjöld:
Ásgeir Sigurgeirsson ('35)

Rauð spjöld:
@danielmagg77 Daníel Smári Magnússon
Skýrslan: Frábær skemmtun á Greifavelli
Hvað réði úrslitum?
KA-menn virkuðu tilbúnari í bardagann. Aðstæður á Greifavellinum voru ekkert til þess að hrópa húrra fyrir og áferðarfallegur fótbolti var ekki líklegur. Heimamenn unnu fleiri tæklingar og fleiri seinni bolta og það taldi stórt í dag. Auk þess var Hallgrímur Mar Steingrímsson í banastuði og lagði upp hvert færið af fætur öðru. Þá hjálpaði það Stjörnunni ekki að Daníel Laxdal skyldi fá rautt spjald á 44. mínútu.
Bestu leikmenn
1. Hallgrímur Mar Steingrímsson
Hann gæti spilað á regnvotu þriðjudagskvöldi í Stoke. Það er alveg klárt. Hann var skapandi allan leikinn og þá sérstaklega í síðari hálfleik þegar að leikurinn opnaðist og það teygðist á Stjörnumönnum, þegar þeir freistuðu þess að jafna. Tvö mörk og stoðsending er býsna gott dagsverk!
2. Elfar Árni Aðalsteinsson
Fyrir utan það að vera góður knattspyrnumaður, að þá er Elfar Árni klafskóngur og á ákaflega auðvelt með að aðlaga sig að svona erfiðum aðstæðum eins og voru í dag. Hann lét varnarmenn Stjörnunnar ekki í friði og skoraði glæsilegt mark.
Atvikið
Fyrsta mark leiksins. Daníel Laxdal átti hræðilega sendingu aftur á Harald, sem að Elfar Árni komst inní og Daníel tók Elfar niður inní vítateig. Vítaspyrna dæmd og KA komnir yfir. Haraldur náði reyndar að verja víti Hallgríms, en KA-maðurinn var fyrstur á boltann og skoraði.
Hvað þýða úrslitin?
KA lyftir sér allavega tímabundið upp fyrir Grindavík og sitja í 10. sæti deildarinnar með 19 stig. KA eiga útileik gegn Eyjamönnum næst, sem að verður að teljast dauðafæri fyrir KA-menn til þess að ná í önnur þrjú stig. Garðbæingar eru í 4. sæti með 24 stig. Stjarnan á heimaleik gegn Skagamönnum sem eru ekki á góðri siglingu um þessar mundir.
Vondur dagur
Daníel Laxdal verður að fá þessa viðurkenningu í dag. Hann vill sennilega gleyma þessum leik sem fyrst. Hann gefur víti og fær rautt spjald, sem skildi Stjörnuna eftir í vondum málum. Vallaraðstæður hjálpuðu honum þó ekki.
Dómarinn - 8
Ekki auðveldur leikur að dæma, en Ívar Orri komst mjög vel frá sínu verkefni.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson ('38)
2. Heiðar Ægisson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal ('20)
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
19. Martin Rauschenberg
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('60)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m) ('38)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Guðjón Baldvinsson ('60)
14. Nimo Gribenco
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
21. Elís Rafn Björnsson ('20)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Daníel Laxdal ('5)
Eyjólfur Héðinsson ('65)

Rauð spjöld:
Daníel Laxdal ('44)