Kaplakrikavöllur
þriðjudagur 13. ágúst 2019  kl. 19:15
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: 8 m/s eða svo úr norðri en 11°C og sól. Lægði þegar á leið.
Dómari: Sigurður Schram
Maður leiksins: Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
FH 3 - 0 Grindavík
1-0 Birta Georgsdóttir ('41)
2-0 Valgerður Ósk Valsdóttir ('79)
3-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('90)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir (f) ('75)
8. Nótt Jónsdóttir ('65)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
15. Birta Stefánsdóttir ('62)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('72)
20. Eva Núra Abrahamsdóttir ('75)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('75)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('75)
13. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir
14. Valgerður Ósk Valsdóttir ('62)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('65)

Liðstjórn:
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Elín Rós Jónasdóttir
Árni Freyr Guðnason
Björk Björnsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Heppni FH í rauninni að fá ekki á sig jöfnunarmark um miðbik seinni hálfleiks. Grindavík gerði þá einnig tilkall til vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Það má þó segja það að FH stýrði leiknum og sýndi meiri gæði en á öðrum degi hefði þeim verið refsað og það oftar en einu sinni.
Bestu leikmenn
1. Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Flott inn á miðjunni hjá FH og sýndi oft gæði þegar hún vann boltann og hóf sóknir FH. FH skoraði tvö markanna eftir að hún fór af velli en hún stýrði leiknum að mér fannst á meðan hún var inn á.
2. Birta Georgsdóttir (FH)
Skoraði fyrsta mark FH og braut ísinn. Var auk þess mjög hættuleg með boltann og alltaf líf í kringum hana. Helga Guðrún hjá Grindavík og Selma hjá FH voru einnig sprækar.
Atvikið
Annað mark FH. Varamaðurinn Valgerður Ósk Valsdóttir átti þokkalegt skot fyrir utan teig sem mér fannst Veronica eiga að verja. Veronica var fram að því búin að vera mjög góð. Atvik leiksins þar sem Grindavík var fram að þessu töluvert líklegra til þess skora næsta mark og þá jafna leikinn.
Hvað þýða úrslitin?
Afturelding tapaði og því er FH komið með 10 stiga forskot á þriðja sætið. FH er á sama tíma aðeins stigi á eftir Þrótti í toppbaráttunni. Grindavík þarf á stigum að halda því liðið er einungis tveimur stigum frá því að falla niður í 2. deild.
Vondur dagur
Nótt Jónsdóttir(FH). Þetta var ekki alveg dagurinn hennar en mögulega grimmt að henda þessum titli á hana. Hún ógnaði en vantaði svolítið herslumuninn og mun hún eflaust svara með góðum leik í næsta leik. Góður leikmaður og sýndi það á köflum í kvöld.
Dómarinn - Sex
Sigurður var með þokkalega stjórn á leiknum í dag og einkunnin ræðst í rauninni á því hvort að ekki dómurinn í fyrri hálfleik hafi verið réttur. Ef það var ekki víti þá hækkar hann upp í góða 7.5 en annars niður í 4.5.
Byrjunarlið:
1. Veronica Blair Smeltzer (m)
2. Ástrós Lind Þórðardóttir
4. Shannon Simon
5. Sigurbjörg Eiríksdóttir
8. Guðný Eva Birgisdóttir (f)
10. Una Rós Unnarsdóttir
13. Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir
15. Tinna Hrönn Einarsdóttir ('66)
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
26. Unnur Stefánsdóttir ('83)
29. Írena Björk Gestsdóttir ('69)

Varamenn:
12. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir (m)
6. Katrín Lilja Ármannsdóttir
7. Borghildur Arnarsdóttir ('69)
19. Unnur Guðrún Þórarinsdóttir ('83)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
24. Birgitta Hallgrímsdóttir ('66)

Liðstjórn:
Nihad Hasecic (Þ)
Vilborg Rós Vilhjálmsdóttir
Inga Rún Svansdóttir
Alexander Birgir Björnsson
Bjartey Helgadóttir
Signý Ósk Ólafsdóttir
Petra Rós Ólafsdóttir
Ray Anthony Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Ástrós Lind Þórðardóttir ('24)

Rauð spjöld: