Ísland U21
1
0
Írland U21
Sveinn Aron Guðjohnsen '30 , víti 1-0
Lee O'Connor '88
15.10.2019  -  15:00
Víkingsvöllur - Heimavöllur hamingjunnar
Undankeppni EM U21
Aðstæður: 10 gráðu hiti og gola. Dropar aðeins úr lofti.
Dómari: Dumitri Muntean (Moldavía)
Maður leiksins: Alex Þór Hauksson
Byrjunarlið:
13. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
5. Ísak Óli Ólafsson ('79)
6. Alex Þór Hauksson
9. Stefán Teitur Þórðarson ('76)
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('91)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('76)
18. Willum Þór Willumsson
20. Kolbeinn Birgir Finnsson
23. Ari Leifsson (f)

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
7. Jónatan Ingi Jónsson
7. Finnur Tómas Pálmason ('79)
8. Daníel Hafsteinsson ('76)
8. Kolbeinn Þórðarson
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('91)
15. Valdimar Þór Ingimundarson ('76)
19. Guðmundur Andri Tryggvason
21. Þórir Jóhann Helgason

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)

Gul spjöld:
Jón Dagur Þorsteinsson ('26)
Ísak Óli Ólafsson ('34)
Sveinn Aron Guðjohnsen ('42)
Patrik Sigurður Gunnarsson ('94)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skýrslan: Hið fullkomna svar frá U21 landsliðinu
Hvað réði úrslitum?
Vinnuframlag Íslands var til fyrirmyndar og Írunum gekk erfiðlega að skapa sér færi, það fór vel í taugarnar á gestunum. Íslenska liðið lék ákaflega vel sem ein heild og leikurinn var vel upplagður af þjálfurunum.
Bestu leikmenn
1. Alex Þór Hauksson
Stjörnumaðurinn með stjörnuframmistöðu á miðjunni. Var hrikalega drjúgur og vinnusamur. Nýtti sitt tækifæri frábærlega.
2. Jón Dagur Þorsteinsson
Fyrirliðinn reyndist Írum mjög erfiður og þeir áttu oft í miklum vandræðum með hann.
Atvikið
Vítaspyrnudómurinn eftir tæpan hálftíma. Dæmd var hendi á Lee O'Connor og Sveinn Aron Guðjohnsen fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi, sigurmarkið í leiknum.
Hvað þýða úrslitin?
Svona á að svara! Ísland fékk skell gegn Svíþjóð á laugardaginn en strákarnir okkur voru staðráðnir í að sýna að það var slys. Írarnir voru ósigraðir á toppi riðilsins með 10 stig fyrir leikinn en Ísland er nú komið með 9 stig.
Vondur dagur
Stephen Kenny, þjálfari írska liðsins, var algjörlega ráðalaus. Írarnir voru hugmyndasnauðir í sóknarleiknum og maðurinn í brúnni vissi ekki hvernig ætti að bregðast við. Þær breytingar sem hann gerði skiluðu litlu gegn vel skipulögðu íslensku liði.
Dómarinn - 7
Á heildina lítið hægt að setja út á frammistöðu Íslandsvinarins Dumitri Muntean en hann kom hingað til lands fyrr á árinu og dæmdi leik Stjörnunnar og Espanyol.
Byrjunarlið:
1. Caoimhin Kelleher
2. Lee O'Connor
3. Kameron Ledwidge
4. Conor Masterson
5. Dara O'Shea
6. Conor Coventry
7. Zachary Elbouzedi
8. Jayson Molumby
9. Adam Idah
14. Daniel Mandroiu
20. Michael Obafemi ('74)

Varamenn:
23. Gavin Bazunu (m)
10. Connor Ronan
12. Jason Knight
15. Nathan Collins
16. Jack Taylor
17. Gavin Kilkenny ('74)
18. Simon Power
19. Aaron Drinan
21. Liam Scales

Liðsstjórn:
Stephen Kenny (Þ)

Gul spjöld:
Lee O'Connor ('30)

Rauð spjöld:
Lee O'Connor ('88)