Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Þór
2
1
Grindavík
Fannar Daði Malmquist Gíslason '6 1-0
1-1 Aron Jóhannsson '13
Alvaro Montejo '89 2-1
19.06.2020  -  18:00
Þórsvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: 12° hiti og örlítil norðangola. Gott veður til knattspyrnuiðkunar!
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Alvaro Montejo
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Orri Sigurjónsson
2. Elmar Þór Jónsson
6. Ólafur Aron Pétursson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
14. Jakob Snær Árnason ('62)
16. Jakob Franz Pálsson
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('62)
18. Izaro Abella Sanchez ('83)
24. Alvaro Montejo ('93)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
4. Hermann Helgi Rúnarsson
5. Loftur Páll Eiríksson ('93)
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('62)
8. Nikola Kristinn Stojanovic
15. Guðni Sigþórsson ('83)

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Hannes Bjarni Hannesson
Kristján Sigurólason
Óðinn Svan Óðinsson
Sölvi Sverrisson
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@danielmagg77 Daníel Smári Magnússon
Skýrslan: Alvaro til bjargar á Þórsvelli
Hvað réði úrslitum?
Leikmenn Þórs virtust eiga aðeins meira á tankinum en Grindvíkingar, sem náðu sér ekki á strik í síðari hálfleik og virtust sáttir með jafntefli, eftir því sem nær dró að lokaflauti Sigurðar. Þórsarar voru hungraðari í sigurmarkið og uppskáru það örskömmu fyrir leikslok.
Bestu leikmenn
1. Alvaro Montejo
Hann er alltaf hættulegur. Spilar á öxl aftasta varnarmanns og lætur andstæðinginn ekki í friði. Skoraði sigurmarkið með góðu skoti.
2. Orri Sigurjónsson
Það fer ekki alltaf mikið fyrir honum, en hann var öruggur á boltanum og ákaflega áreiðanlegur.
Atvikið
Sigurmark Alvaro Montejo. Stuðningsmenn Þórs ærðust af fögnuði og lái þeim hver sem vill. Frábært augnablik til þess að koma fótboltasumrinu af stað í Þorpinu
Hvað þýða úrslitin?
Þetta var fyrsti kafli af 22 í Lengjudeildinni og Þórsarar eru komnir á blað. Þeir hafa þá nælt í 3 stig en Grindvíkingar eru enn á byrjunarreit og eru með núll.
Vondur dagur
Guðmundur Magnússon hafði úr litlu að moða og virkaði önugur. Hann komst ekki í mikinn takt við leikinn og Þórsvörnin hafði góð tök á honum.
Dómarinn - 7
Sigurbjörn Hreiðarsson var ekki sáttur með Sigurð Hjört í aðdraganda sigurmarks Þórs, undirritaður er ekki dómbær á það enda sá ég ekki atvikið almennilega. En annars hafði hann heilt yfir ágæt tök á leiknum.
Byrjunarlið:
Maciej Majewski
Oddur Ingi Bjarnason ('71)
5. Nemanja Latinovic
7. Sindri Björnsson
8. Gunnar Þorsteinsson (f) ('90)
9. Josip Zeba
9. Guðmundur Magnússon
11. Elias Tamburini
23. Aron Jóhannsson (f) ('71)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Varamenn:
Baldur Olsen (m)
2. Ævar Andri Á Öfjörð ('90)
3. Adam Frank Grétarsson
6. Viktor Guðberg Hauksson
8. Hilmar Andrew McShane ('71)
19. Hermann Ágúst Björnsson ('71)

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Guðmundur Valur Sigurðsson
Óliver Berg Sigurðsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('30)
Josip Zeba ('76)
Sigurjón Rúnarsson ('92)

Rauð spjöld: