Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Haukar
1
2
Selfoss
Guðmundur Tyrfingsson '23
Tómas Leó Ásgeirsson '49 1-0
1-1 Ingvi Rafn Óskarsson '53
1-2 Hrvoje Tokic '73
07.07.2020  -  19:15
Ásvellir
2. deild karla
Aðstæður: Fínt veður, ca 10 stiga hiti og smá gola
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Kenan Turudija
Byrjunarlið:
30. Jón Freyr Eyþórsson (m)
2. Kristinn Pétursson ('76)
3. Máni Mar Steinbjörnsson
5. Sigurjón Már Markússon
6. Þórður Jón Jóhannesson
7. Aron Freyr Róbertsson
9. Tómas Leó Ásgeirsson
10. Kristófer Dan Þórðarson
16. Oliver Helgi Gíslason ('84)
17. Kristófer Jónsson ('76)
18. Nikola Dejan Djuric

Varamenn:
12. Óskar Sigþórsson (m)
4. Fannar Óli Friðleifsson
11. Gísli Þröstur Kristjánsson ('84)
13. Arnór Pálmi Kristjánsson ('76)
13. Bjarki Björn Gunnarsson
18. Valur Reykjalín Þrastarson
24. Viktor Máni Róbertsson ('76)

Liðsstjórn:
Igor Bjarni Kostic (Þ)
Ásgeir Þór Ingólfsson
Árni Ásbjarnarson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Aron Freyr Róbertsson ('14)
Nikola Dejan Djuric ('24)
Sigurjón Már Markússon ('61)
Þórður Jón Jóhannesson ('71)

Rauð spjöld:
@siggimarteins Sigurður Marteinsson
Skýrslan: Iðnaðarsigur hjá Selfossi gegn Haukum
Hvað réði úrslitum?
Þetta var hörkuleikur í dag. Tvö lið sem verða væntanlega að berjast um það að fara upp um deild í sumar. Þetta var algjör iðnaðarsigur hjá Selfossi, þeir voru mjög grimmir í alla bolta, héldu skipulagi vel og þá sérstaklega eftir að hafa misst mann útaf með rautt spjald. Þeir fá líka hrós fyrir það að reyna að spila fótbolta einum manni færri. Mörg lið hefðu bara lagt rútunni og neglt boltanum fram. Haukar fengu fullt af færum í dag og naga sig væntanlega í handarbökin að hafa ekki nýtt eitthvað af þeim. Þeir pressuðu Selfyssinga mjög hátt á vellinum til að byrja með en síðan leystu gestirnir það. Oliver Helgi og Tómas Leó voru mjög sprækir og voru að komast í flottar stöður trekk í trekk en verða að nýta það betur.
Bestu leikmenn
1. Kenan Turudija
Erfitt að velja einhvern einn úr liði Selfoss þar sem þetta var algjör liðssigur. Kenan var mjög flottur á miðjunni, stjórnaði umferð þar og var mjög traustur.
2. Tómas Leó Ásgeirsson
Skoraði mark heimamanna og var sennilega þeirra hættulegastur í dag.
Atvikið
Markið hjá Hrvoje Tokic. Sýndi hversu mikil gæði hann hefur. Lék á varnarmann og markmann og kláraði vel.
Hvað þýða úrslitin?
Selfyssingar eru með 9 stig eftir 4 leiki og mæta Fjarðabyggð í næstu umferð. Fyrsta tap Hauka í deildinni. Eru því enn með 9 stig og eiga Kórdrengi á heimavelli í næstu umferð.
Vondur dagur
Oliver Helgi Gíslason átti ekkert sérstakan dag. Fékk fullt af færum sem honum tókst ekki að nýta, þar á meðal sennilegu tvö bestu færi leiksins.
Dómarinn - 7
Hafði sæmileg tök á leiknum. Hefði sennilega átt að dæma víti þegar Guðmundur tók Nikola Dejan niður en þeir voru á miklum hraða og erfitt að sjá nákvæmlega nema á myndbandsupptöku.
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('45)
3. Gylfi Dagur Leifsson
6. Danijel Majkic
8. Ingvi Rafn Óskarsson ('84)
9. Hrvoje Tokic ('88)
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Guðmundur Tyrfingsson (f)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
22. Þorsteinn Aron Antonsson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
3. Þormar Elvarsson ('45)
4. Jökull Hermannsson
17. Valdimar Jóhannsson ('88)
21. Aron Einarsson
23. Þór Llorens Þórðarson ('84)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Einar Ottó Antonsson
Arnar Helgi Magnússon
Óskar Valberg Arilíusson
Antoine van Kasteren
Jason Van Achteren
Þorgils Gunnarsson

Gul spjöld:
Arnar Logi Sveinsson ('75)
Stefán Þór Ágústsson ('92)
Þorsteinn Aron Antonsson ('92)

Rauð spjöld:
Guðmundur Tyrfingsson ('23)