Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Þór
0
1
Vestri
0-1 Nacho Gil '45
Vladimir Tufegdzic '50
08.07.2020  -  18:00
Þórsvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: 18°C sól og smá gola. Toppaðstæður!
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Nacho Gil (Vestri)
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('71)
Orri Sigurjónsson ('45)
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ólafur Aron Pétursson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f) ('71)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
18. Izaro Abella Sanchez ('46)
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('45)
6. Páll Veigar Ingvason
14. Jakob Snær Árnason ('46)
15. Guðni Sigþórsson ('71)
16. Jakob Franz Pálsson
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson
Elín Rós Jónasdóttir
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:
Jóhann Helgi Hannesson ('45)
Aron Birkir Stefánsson ('50)
Jakob Snær Árnason ('57)
Sveinn Elías Jónsson ('60)
Páll Viðar Gíslason ('78)
Jónas Björgvin Sigurbergsson ('84)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: Ljótur fótboltaleikur og tapsárir Þórsarar
Hvað réði úrslitum?
Sigurmarkið réði úrslitum í kvöld. Svo það sé tekið fram einhvers staðar þá var leiðinlegt að horfa á þennan leik í kvöld. Það vill oft verða þannig þegar Þórsarar lenda undir, allavega á heimavelli, að þeir upplifi allt á móti sér og leikurinn snýst ekki um boltann lengur. Að því sögðu þá gera Þórsarar klárt tilkall til tveggja vítaspyrna í leiknum. Tuðið, leikmenn og stuðningsmenn, var samt ekki bara út í vítadóma heldur fullt af litlum atriðum sem skipta engu máli. Kannski er upplifun Þórsara það sterk að allt sé á móti þeim að þeir ná ekki að spila sinn leik en þeir áttu, miðað við spilamennsku, að hámarki stig skilið í kvöld.
Bestu leikmenn
1. Nacho Gil (Vestri)
Helsta sóknarvopn Vestra ásamt Modou Fall en meiri gæði í því sem Nacho bauð upp á.
2. Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri)
Flottur í miðverðinum.
Atvikið
Markið hjá Nacho, rauða spjaldið á Túfa þegar hann fer í Svenna, markið sem er dæmt af [Jakob Snær skoraði] eftir langt samtal AD1 og dómara, rangstöðumarkið eða vítið sem ekki var dæmt undir lokin. Erfitt að velja á milli. Í markinu sem dæmt var af vegna brots þá reynir Jóhann Helgi við boltann og fer í varnarmann Vestra. Boltinn berst á Jakob Snæ sem skorar.
Hvað þýða úrslitin?
Vestri er með fjögur stig en Þórsarar eru með níu stig. Fyrsti sigur Vestra í deildinni og fyrstu töpuðu stig Þórsara.
Vondur dagur
Þórsliðið í heild, enginn sem á skilið að vera tekinn sérstaklega fyrir. Vondur dagur fyrir tuðara.
Dómarinn - 3
Rautt spjald réttur dómur að ég held. Rétt að dæma markið af Jakobi vegna leikbrots. Rangstöðuna er ómögulegt að sjá en verðum að treysta AD1. Appelsínugult var það svo þegar Ivo braut á Alvaro, alltof seinn en mín fyrstu viðbrögð voru bara gult spjald. Stóru atvikin að mínu viti rétt (tökum rangstöðuna frá) til þessa. Á 83. mínútu stöðvar dómarinn leikinn þegar Blakala liggur eftir en áður en leikurinn var stöðvaður var Guðni, að mér sýndist, felldur. Það virkaði eins og vítaspyrna og mjög erfitt að skilja hvað Egill dæmir á. Ekki var boltanum skilað til baka eftir þetta atvik. Á 91. mínútu á Jónas svo skot að marki sem fer í hönd leikmanns Vestra sem steig til hliðar til að fara fyrir skotið. Egill virtist ætla að dæma víti en ætlar að sjá hvort Þórsarar skora úr næsta skoti en ákvað svo að dæma ekkert. Fyrir utan stóru atriðin: Flæði leiksins og hvernig það er tæklað er ekki boðlegt. Mín tillaga: Spjaldaðu Þórsara fyrir tuð og aðvaraðu gestina einu sinni almennilega og taktu svo hart á því þegar viljandi er verið að drepa leikinn.
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
Daniel Osafo-Badu
4. Rafael Navarro
5. Ivo Öjhage
7. Vladimir Tufegdzic
10. Nacho Gil
20. Sigurður Grétar Benónýsson
21. Viktor Júlíusson ('90)
22. Elmar Atli Garðarsson (f) ('45)
26. Friðrik Þórir Hjaltason
77. Sergine Fall

Varamenn:
2. Milos Ivankovic ('45)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('90)
19. Viðar Þór Sigurðsson

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Heiðar Birnir Torleifsson (Þ)
Daníel Agnar Ásgeirsson
Brenton Muhammad
Sigurgeir Sveinn Gíslason
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Nacho Gil ('22)
Daniel Osafo-Badu ('51)
Robert Blakala ('58)
Ivo Öjhage ('77)

Rauð spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('50)