Origo völlurinn
fimmtudagur 23. júlí 2020  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Í hæsta klassa
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 1028
Maður leiksins: Sebastian Hedlund (Valur
Valur 3 - 0 Fylkir
1-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('13)
2-0 Sebastian Hedlund ('38)
3-0 Sigurður Egill Lárusson ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f) ('60)
9. Patrick Pedersen ('75)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('82)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen (f)
14. Aron Bjarnason
19. Lasse Petry
24. Valgeir Lunddal Friðriksson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('60)
5. Birkir Heimisson ('75)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Magnus Egilsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson ('82)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Liðstjórn:
Örn Erlingsson
Silja Rós Theodórsdóttir
Haraldur Árni Hróðmarsson
Heimir Guðjónsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Halldór Eyþórsson

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('50)
Birkir Heimisson ('78)
Sigurður Egill Lárusson ('80)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Valsmenn nýttu færin sín vel og voru sterkari heilt yfir. Fylkismenn voru að komast í góðar stöður en náðu ekki að reyna neitt á Hannes í markinu. Atli Sveinn Þórarinsson, fyrrum fyrirliði Vals sem núna er annar þjálfara Fylkis, ætlaði að taka þrjú stig en hans menn komust of sjaldan nálægt því að skora, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Sanngjarn sigur Vals niðurstaðan.
Bestu leikmenn
1. Sebastian Hedlund (Valur
Virkilega traustur í vörninni og hélt Valdimar í skefjum. Skoraði svo eitt flott mark og það skemmir svo alls ekki fyrir.
2. Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Skoraði og lagði upp. Settur út á vænginn og stóð sig með mikilli prýði. Tók flottar hornspyrnur. Kristinn Freyr og Aron Bjarnason voru einnig stórhættulegir í sínum aðgerðum og gerðu tilkall að því að vera næstbesti maður vallarins.
Atvikið
Það var þegar Arnór Gauti Ragnarsson átti skot í vítateignum eftir hornspyrnu. Boltinn fór í slána og niður. Undirritaður persónulega hélt að boltinn hefði mögulega farið inn, en fáir í fréttamannastúkunni voru sammála. Ekki löngu síðar kom annað mark Vals og brekkan var brött fyrir gestina eftir það.
Hvað þýða úrslitin?
Valsmenn fara á toppinn en það er bara augnabliksmynd. KR á nefnilega leik til góða. Það er samt jákvætt fyrir Val að taka fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar og það er eitthvað til að byggja á. Fylkir, fyrrum toppliðið, hefur tapað tveimur í röð og næsti leikur er gegn HK, sem var að vinna Breiðablik rétt í þessu.
Vondur dagur
Valdimar Þór Ingimundarson. Besti maður Fylkis var spilaður sem fremsti maður og komst engan veginn í takt við leikinn. Því miður fyrir Fylkismenn. Patrick Pedersen átti heldur ekki góðan dag fyrir framan markið. Hann klúraði einu mesta dauðafæri sem ég hef séð.
Dómarinn - 7
Einar Ingi hafði góða stjórn á leiknum og stóð sig á heildina litið vel, þó að Fylkismenn hafi verið pirraðir yfir ýmsu. Flottur leikur hjá honum. Mér fannst spurning vera við rangstöðu í aðdraganda marks númer tvö hjá Val en ég get ekki dæmt um það 100 prósent. Eins með sláarskotið hjá Fylki. Ég get ómögulega dæmt um hvort það hafi verið mark eða ekki, en dómararnir voru vissir í sinni sök.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Sam Hewson ('72)
7. Daði Ólafsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
13. Arnór Gauti Ragnarsson ('60)
20. Arnar Sveinn Geirsson ('72)
23. Arnór Borg Guðjohnsen
24. Djair Parfitt-Williams

Varamenn:
32. Arnar Darri Pétursson (m)
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('72)
9. Hákon Ingi Jónsson ('60)
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Þórður Gunnar Hafþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('72)
22. Birkir Eyþórsson

Liðstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Halldór Steinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Pétur Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Daði Ólafsson ('53)
Arnór Gauti Jónsson ('54)

Rauð spjöld: