Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Keflavík
1
1
Fram
0-1 Alex Freyr Elísson '59 , víti
1-1 Hlynur Atli Magnússon '86 , sjálfsmark
Gunnar Gunnarsson '91
17.09.2020  -  16:30
Nettóvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Stífur vestan vindur og skúrir, hiti um 8 gráður
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Davíð Snær Jóhannsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m) ('63)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('62)
10. Kian Williams
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
40. Kasonga Jonathan Ngandu ('62)

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m) ('63)
3. Andri Fannar Freysson ('62) ('94)
5. Magnús Þór Magnússon (f)
9. Adam Árni Róbertsson ('62)
10. Kristófer Páll Viðarsson ('94)
11. Helgi Þór Jónsson
15. Tristan Freyr Ingólfsson
28. Ingimundur Aron Guðnason

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason

Gul spjöld:
Rúnar Þór Sigurgeirsson ('42)
Kian Williams ('79)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('83)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Sjálfsmark tryggði Keflavík stig
Hvað réði úrslitum?
Stórt er spurt. Toppliðin að mætast innbyrðis og toppsætið í boði býður upp á taugaspennu. Bæði lið hafa átt betri leiki í sumar og geta betur en aðstæður voru svo sem ekki þess eðlis að frábær fótbolti hafi verið raunhæfur. Liðin gerðu þó það besta í stöðunni og tókust á af krafti. Þjálfurum beggja liða tókst líka vel til að núlla út helstu ógnir andstæðinganna.
Bestu leikmenn
1. Davíð Snær Jóhannsson
Fær þetta frá mér í dag fyrir vinnuframlagið. Leikurinn og aðstðæður buðu ekki upp á langa kafla af fallegum fótbolta en Davíð var kraftmikill og reyndi. Verð þó að viðurkenna að heilt yfir var engin framúrskarandi í leiknum.
2. Ólafur Íshólm Ólafsson
Varði nokkrum sinnum vel og átti teiginn. Fínn leikur hjá Ólafi.
Atvikið
Það er ekkert eitt atvik sem stendur uppúr eftir leik dagins svo ég ætla að nýta þennan reit til þess að hrósa áhorfendum beggja liða sem studdu vel við sín lið í dag. Og það er vert að minnast sérstaklega á síðustu 20 mínútur leiksins þar sem aðdáendur Keflavíkur settu í alvöru gír og studdu lið sitt af innlifun og ástríðu. Gaf leiknum rosalega mikin lit og var virkilega skemmtilegt eftir hálf dauft sumar í stúkunni.
Hvað þýða úrslitin?
Þau þýða það að staða toppliðanna er óbreytt. Fram trónir á toppnum en Keflavík sæti á eftir en á leik inni sem gæti skilað þeim toppsætinu.
Vondur dagur
Það er alltaf leiðinlegt að sjá menn meiðast. Sindri Kristinn Ólafsson og Andri Fannar Freysson þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og var Andri borinn af velli eftir að hafa meiðst á hné. Vonum að meiðsli þeirra beggja séu ekki alvarleg og þeir snúi fljótt aftur á völlinn. Sömuleiðis mun Hlynur Atli Magnússon ekki eiga auðvelt með að sofna í kvöld eftir að hafa sett boltann í eigið net undir lok leiks og fært Keflavík stigið.
Dómarinn - 5
Klikkar ekki í stóra atriðinu sem var vítaspyrnan en mér fannst línan of smámunasöm. Leikurinn var rosalega oft stopp framan af leik og komust liðin aldrei í almennilegt flæði. Eflaust ætlað sér að taka völdin snemma í mikilvægum leik en valið ranga línu til þess.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
3. Kyle McLagan
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Gunnar Gunnarsson
8. Aron Þórður Albertsson
8. Albert Hafsteinsson ('95)
9. Þórir Guðjónsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
17. Alex Freyr Elísson ('59)
33. Alexander Már Þorláksson ('95)

Varamenn:
10. Orri Gunnarsson
11. Magnús Þórðarson ('59)
19. Magnús Snær Dagbjartsson
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson ('95)
32. Aron Snær Ingason ('95)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Daði Guðmundsson
Marteinn Örn Halldórsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Matthías Kroknes Jóhannsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('19)
Alex Freyr Elísson ('54)
Gunnar Gunnarsson ('83)

Rauð spjöld:
Gunnar Gunnarsson ('91)