Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fylkir
2
1
Grindavík
0-1 Daníel Leó Grétarsson '17
Ingimundur Níels Óskarsson '52 1-1
Ingimundur Níels Óskarsson '85 , víti 2-1
16.07.2012  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Brakandi blíða
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Ingimundur Níels Óskarsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
4. Finnur Ólafsson
4. Andri Þór Jónsson ('44)
7. Ingimundur Níels Óskarsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Oddur Ingi Guðmundsson

Gul spjöld:
David Elebert ('37)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Glórulaust brot færði Fylki sigur á silfurfati
Fylkir vann 2-1 sigur á Grindavík í kvöld eftir að hafa lent undir. Botnliðið gaf þeim stigin þrjú á silfurfati í lok leiksins.

Daníel Leó Grétarsson braut þá á Tómasi Joð Þorsteinssyni við vítateigsendann þegar Tómas var á leið út úr teignum og lítil hætta á ferðum. Glórulaust brot hjá þessum efnilega leikmanni.

Daníel hafði átt mjög góðan leik fram að þessu en hann var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild. Hann átti ekki að byrja leikinn en Mikael Eklund meiddist í upphitun og gat ekki tekið þátt svo Daníel kom inn.

Daníel skoraði fyrsta mark leiksins en Grindavík byrjaði leikinn vel og fékk nokkur færi til viðbótar til að bæta við. Vörn Fylkis opnaðist oft upp á gátt og spilamennskan var ekki markviss.

Ræðan sem Ásmundur Arnarsson hélt í hálfleiknum skilaði tilætluðum árangri.

Ingimundur Níels Óskarsson jafnaði á 52. mínútu. Hann fékk pláss og tíma til að athafna sig og staðan orðin 1-1.

Fátt var um færi í seinni hálfleik en sigurmarkið kom á 85. mínútu. Jákvætt fyrir Fylki að ná að klára þennan leik þrátt fyrir að liðið hafi verið langt frá sínu besta og margir lykilmenn að leika langt undir getu.

Gæði fótboltans voru ekki mikil og ansi mikið um langar spyrnur fram völlinn.

Grindvíkingar eru með mjög þunnskipaðan hóp um þessar mundir og Guðjón Þórðarson á ekki marga kosti á bekknum. Liðið er í mjög erfiðri stöðu á botninum og mjög líklegt að Grindvíkingar opni veskið og styrki sig í glugganum. Styrkleiki þeirra manna sem þá koma inn mun ráða miklu varðandi framhaldið.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Óli Baldur Bjarnason
3. Daníel Leó Grétarsson
3. Marko Valdimar Stefánsson ('29)
7. Alex Freyr Hilmarsson
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
17. Magnús Björgvinsson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Hilmarsson ('93)
Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('50)

Rauð spjöld: