Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Grindavík
3
1
ÍBV
Sigurður Bjartur Hallsson '7 1-0
Sigurjón Rúnarsson '27 2-0
Viktor Guðberg Hauksson '56 3-0
3-1 Sito '76
07.05.2021  -  18:00
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Blástur úr noðri,hálfskýjað og hiti um 7 gráður.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 200
Maður leiksins: Sigurður Bjartur Hallsson
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson
2. Ólafur Guðmundsson ('71)
6. Viktor Guðberg Hauksson ('63)
7. Sindri Björnsson
8. Tiago Fernandes ('91)
9. Josip Zeba
10. Dion Acoff ('71)
11. Walid Abelali
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Varamenn:
5. Nemanja Latinovic ('63)
11. Símon Logi Thasaphong ('71)
15. Freyr Jónsson
16. Þröstur Mikael Jónasson ('91)
19. Mirza Hasecic ('71)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Jósef Kristinn Jósefsson
Benóný Þórhallsson
Maciej Majewski
Guðmundur Valur Sigurðsson
Haukur Guðberg Einarsson
Vladimir Vuckovic
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson

Gul spjöld:
Viktor Guðberg Hauksson ('32)
Sigurður Bjartur Hallsson ('44)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Föstu leikatriðin urðu ÍBV að falli.
Hvað réði úrslitum?
Tökum ekkert af Grindvíkingum að þeir gerðu sitt fagmannlega og vel en varnarleikur ÍBV í föstum leikatriðum var ekki til útflutnings. Hverju sem um er að kenna er það eitthvað sem Eyjamenn þurfa að laga ef þeir ætla sér upp í haust. Grindvíkingar geta vel við unað, voru grimmir í boxinu og gáfu gestunum engin grið og refsuðu þeim fyrir mistök þeirra.
Bestu leikmenn
1. Sigurður Bjartur Hallsson
Opnaði markareikning kvöldsins með snyrtilegri bakfallsspyrnu og gerði varnarlínu gestanna lífið leitt með krafti sínum og hraða. Gæti orðið illviðráðanlegur í sumar ef hann fer vel af stað og öðlast meira sjálfstraust.
2. Walid Abelali
Lúsiðin á miðju Grindavíkur og skilaði boltanum vel frá sér. Er að komast meira og meira inn í leikstíl Grindavíkur og gæti orðið þeim mikilvægur í sumar.
Atvikið
Annað mark heimamanna er atvik kvöldsins og er lýsandi fyrir andleysi gestanna á móti föstum leikatriðum Grindvíkinga. Aukaspyrna frá hægri sem Aron Jóhannsson skilar í svæðið milli varnarlínunar sem stóð hátt og marksins. Sigurjón Rúnarsson fær að hlaupa óáreittur inn að markteig og það er enginn nálægt honum þegar hann skilar boltanum af öryggi í netið.
Hvað þýða úrslitin?
Grindavík byrjar mótið vel og taka sín 3 stig sáttir. Eyjamenn fara stigalausir heim og þurfa að girða sig en þeir mæta Fram í næstu umferð.
Vondur dagur
Eiður Aron Sigurbjörnsson sem fyrirliði og leiðtogi ÍBV hefur átt betri daga. Veit ekki hverju er hægt að kenna um mörkin þrjú en samskiptaleysi í vörninni er sökudólgur sem er auðvelt að benda á. Eiður sem fyrirliði á þar stóran þátt. Hann er samt þannig karakter að ég efast ekki um að hann viti það sjálfur og mæti tvíelfdur til leiks í næsta leik og verði bestur á vellinum þá.
Dómarinn - 6
Nokkur atriði sem voru ekki í takti við leikinn, soft spjöld og aukaspyrnudómar sem draga hann niður en átti þó það að hann reyndi að leyfa leiknum að fljóta eins og hægt var. Heilt yfir bara ágætisleikur.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
6. Jón Jökull Hjaltason ('59)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
9. Sito ('87)
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('59)
16. Tómas Bent Magnússon
19. Gonzalo Zamorano ('83)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('59)
5. Jón Ingason
12. Eyþór Orri Ómarsson ('59)
18. Eyþór Daði Kjartansson ('83)
19. Breki Ómarsson ('87)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('33)
Felix Örn Friðriksson ('55)
Telmo Castanheira ('66)

Rauð spjöld: