Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Keflavík
2
0
Stjarnan
Frans Elvarsson '22 , víti 1-0
Kian Williams '53 2-0
09.05.2021  -  19:15
HS-Orkuvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Norðan gola sólin skín og hiti um 8 gráður.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 200 og uppselt
Maður leiksins: Ástbjörn Þórðarson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ísak Óli Ólafsson ('70)
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('77)
10. Kian Williams
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
21. Helgi Bergmann Hermannsson (m)
5. Magnús Þór Magnússon (f) ('70)
9. Adam Árni Róbertsson ('77)
10. Dagur Ingi Valsson
11. Helgi Þór Jónsson
20. Christian Volesky
28. Ingimundur Aron Guðnason
98. Oliver Kelaart

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason

Gul spjöld:
Nacho Heras ('25)
Ísak Óli Ólafsson ('57)
Kian Williams ('72)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Keflavík skaut Stjörnuna niður
Hvað réði úrslitum?
Ákveðni Keflvíkinga sem kæfðu allar tilraunir Stjörnunar í fæðingu. Stjörnumenn sem byrjuðu þokkalega koðnuðu fljótlega niður og voru aldrei líklegir til neinna afreka í leik kvöldsins. Flest það sem frá þeim kom var óhnitmiðað og alls ekki líklegt til árángurs. Á sama tíma börðust heimamenn eins og ljón og uppskáru eftir því.
Bestu leikmenn
1. Ástbjörn Þórðarson
Ekkert minna en frábær í kvöld. Lagði upp mark og var út um allan völl að atast í Stjörnumönnum. Skemmti áhorfendum vel með baráttu sinni og leikgleði og átti hreint út sagt glimrandi leik.
2. Kian Williams
Fiskað víti og mark og barðist eins og ljón. Tek það samt fram að hér væri hægt að setja hvern og einn einasta Keflvíking en liðið var allt mjög jafnt hvað frammistöðu varðar.
Atvikið
Vítadómurinn. Haraldur fer í úthlaup og sparkar boltanum í innkast. Keflvíkingar fljótir að hugsa og taka innkastið snöggt yfir Halla sem er í einskinsmannslandi. Kian fær boltann í teignum og fær snertingu frá Brynjari Gauta í bakið. Hvort sem Kian fer auðveldlega niður eða ekki er þetta klaufalegt hjá gestunum og geta þeir sjálfum sér um kennt.
Hvað þýða úrslitin?
Keflavík fer í 3 stig og vinnur sinn fyrsta sigur í efstu deild síðan 2015 en liðið vann ekki leik 2018. Stjarnan er á botni deildarinnar ásamt Blikum með 1 stig eftir tvær umferðir.
Vondur dagur
Fyrstan ber að nefna Hilmar Árna sem oft hefur átt betri daga. Fékk takmarkaðan tíma á boltanum og þegar hann fékk hann varð útkoman ekki sú sem Stjörnumenn eiga að venjast frá honum. Einnig verð ég að minnast á Halla í markinu sem virkaði á köflum afar óöruggur í vindinum i Keflavík og átti stundum í basli með einfalda bolta. Koma eflaust báðir sterkari til baka.
Dómarinn - 7
Vilhjálmur átti góðan leik frá mér séð. Vítadómurinn er vafasamur að sögn sumra en ég var ekki í aðstöðu til að dæma þar um.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Tristan Freyr Ingólfsson ('78)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('78)
20. Eyjólfur Héðinsson ('89)
21. Elís Rafn Björnsson ('89)
22. Emil Atlason
77. Kristófer Konráðsson ('56)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson ('56)
5. Kári Pétursson ('78)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
11. Adolf Daði Birgisson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('78)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('89)
24. Björn Berg Bryde ('89)

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft

Gul spjöld:
Eyjólfur Héðinsson ('32)
Emil Atlason ('44)
Brynjar Gauti Guðjónsson ('76)
Haraldur Björnsson ('89)

Rauð spjöld: