Víkingur Ó.
2
2
Grindavík
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson '31 , víti
Harley Willard '56 , misnotað víti 0-1
Emmanuel Eli Keke '80 1-1
Kareem Isiaka '87 2-1
2-2 Sigurjón Rúnarsson '90
09.07.2021  -  19:15
Ólafsvíkurvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Kareem Isiaka
Byrjunarlið:
1. Marvin Darri Steinarsson
2. Cerezo Cevanho Zico Hilgen
5. Emmanuel Eli Keke
6. James Dale (f)
6. Anel Crnac
8. Guðfinnur Þór Leósson ('18)
11. Harley Willard
14. Kareem Isiaka
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('70)
18. Simon Dominguez Colina
19. Marteinn Theodórsson ('85)

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
7. Mikael Hrafn Helgason ('85)
10. Bjarni Þór Hafstein ('18)
17. Brynjar Vilhjálmsson ('70)

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Guðjón Þórðarson (Þ)
Kristján Björn Ríkharðsson
Harpa Finnsdóttir

Gul spjöld:
Guðjón Þórðarson ('31)
James Dale ('60)
Bjarni Þór Hafstein ('90)

Rauð spjöld:
@ Einar Knudsen
Skýrslan: Víkingur Ó að vakna til lífs síns?
Hvað réði úrslitum?
Einbeitingarleysi á síðustu mínutum Víkinga.
Bestu leikmenn
1. Kareem Isiaka
Drengurinn átti sinn besta leik fyrir Víkinga í kvöld. Hann hætti ekki að hlapa og pressa, hann hélt boltanum vel, hann var alltaf hættulegur þegar hann fékk smá pláss og svo skoraði hann með gullfallegri "chippu". Greinilegt að koma Guðjóns gerði honum gott.
2. Aron Dagur Birnuson
Þessi ungi markmaður hélt Grindavík inní þessum leik, varði 3 dauðafæri, eitt var á línu og svo varði hann víti! Hann á skilið gott klapp á bakið eftir sína vinnu í dag.
Atvikið
Það voru 2 umdeild atvik í leiknum: Fyrsta var þega r dómarinn dæmir víti á Víkinga, þar sem virtist vera 50/50 tækling inni teig og varnarmaðurinn tæklar boltann í sóknarmann Grindarvíkur og útaf. Seinna atvikið var, eftir að Víkingur skoraði, fóru Grindavík upp völlinn, og það virtist vera brotið á varnarmanni Víkinga ofarlega á vellinum, ekkert dæmt, svo fer varnarmaður Víkinga í tæklingu og setur boltann í leikmann Grindavíkur og útaf, og það er dæmt horn. Útur horninu jafna Grindavík.
Hvað þýða úrslitin?
Fyrsta stig Víkinga í allt of langan tíma, en þeir geta byggt á þessu stigi, það var líka ALLT annar bragur á liðinu, það var trú á verkefninu, þeir nenntu þessu. Guðjón virðist vita eitthvað um fótbolta greinilega. Þetta var ekki besti leikur Grindavíkur, miða við leikmennina og hópinn þá áttu þeir að gera betur. Þeir voru flottir í fyrri hálfleik, en sá seinni þá voru þeir bara slakir satt að segja. Miða við hvað Dion Acoff var hættulegur í fyrri hálfleik, þá sást hann varla í þeim seinni. Maðurinn getur hlaupið hvaða varnarmann af sér, en það var eins og hann nennti því ekki. En já þeir verða klára leikina betur en í dag.
Vondur dagur
Enginn leikmaður í hvoru liði átti "vondan" dag, en ætli ég hendi þessu ekki bara yfir á dómarann. Hann tók margar rangar ákvarðanir.
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson
2. Ólafur Guðmundsson
4. Walid Abdelali
7. Sindri Björnsson ('87)
8. Tiago Fernandes ('87)
9. Josip Zeba
10. Dion Acoff
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson
36. Laurens Symons ('63)

Varamenn:
6. Viktor Guðberg Hauksson ('87)
11. Símon Logi Thasaphong
15. Freyr Jónsson
19. Mirza Hasecic

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
Haukur Guðberg Einarsson
Vladimir Vuckovic
Oddur Ingi Bjarnason
Óliver Berg Sigurðsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Jón Júlíus Karlsson

Gul spjöld:
Ólafur Guðmundsson ('55)
Sigurjón Rúnarsson ('76)

Rauð spjöld: