Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍA
2
1
Valur
1-0 Sebastian Hedlund '49 , sjálfsmark
2-0 Johannes Vall '65 , sjálfsmark
2-1 Kaj Leo í Bartalsstovu '73
17.07.2021  -  16:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Ellefu gráðu hiti, sólin kíkir inn á milli og það er smá gola á Akranesi.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
7. Sindri Snær Magnússon ('77)
8. Hallur Flosason ('26)
9. Viktor Jónsson ('77)
10. Steinar Þorsteinsson
18. Elias Tamburini
19. Ísak Snær Þorvaldsson
44. Alex Davey
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('66)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
4. Aron Kristófer Lárusson ('66)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('26)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
16. Brynjar Snær Pálsson ('77)
19. Eyþór Aron Wöhler ('77)
20. Guðmundur Tyrfingsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Alex Davey ('53)
Jón Gísli Eyland Gíslason ('56)
Aron Kristófer Lárusson ('72)
Árni Marinó Einarsson ('82)
Brynjar Snær Pálsson ('94)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: Valsarar skoruðu öll mörkin í öðrum sigri ÍA í sumar
Hvað réði úrslitum?
Baráttugleði Skagamanna skilaði öðrum sigrinum í sumar. Þeir hefðu getað unnið 3-1 en þeir hefðu líka vel getað misst leikinn niður í restina. Valsmenn áttu þrjár tilraunir í tréverkið en það var fátt um góða spilkafla. Skagamenn breyttu um upplegg og spiluðu meiri maður á mann vörn en þeir eru vanir. Það gekk vel í dag og tókst þeim að nýta tvö föst leikatriði með aðstoð gestanna.
Bestu leikmenn
1. Sindri Snær Magnússon (ÍA)
Virkilega góður á miðjunni og fann sig vel í þeirri baráttu. Á stóran þátt í seinna markinu, öruggur á boltann og sýndi sína bestu frammistöðu í sumar.
2. Alex Davey (ÍA)
Kannski er það tilviljun en umtalið um Davey hefur ekki verið gott. Ég hef mætt tvisvar upp á Skaga og í bæði skiptin hefur hann verið mjög góður. Langt innkast skapaði mark í dag.
Atvikið
Stangarskot Pedersen í uppbótartíma. Maður lifandi hvað það endurspeglaði einhvern veginn þennan leik Vals í dag. Boltinn endaði hjá Patrick en skotið í stöngina og út.
Hvað þýða úrslitin?
Toppliðið er áfram á toppnum en Breiðablik á nú tvo leiki til góða og er einungis fjórum stigum á eftir. ÍA er nú stigi frá næsta liði og tveimur stigum frá öruggu sæti. Annar deildarsigurinn í sumar!
Vondur dagur
Spilamennska Vals var ekki að heilla neitt. Fyrir utan Kaj Leo var fátt um fína drætti og Christian Köhler var sennilega manna verstur. Valsarar söknuði Birkis Heimissonar á miðjunni.
Dómarinn - 7
Heilt yfir ágætlega dæmdur leikur að mínu mati. Ég er enginn sérfræðingur á því hvenær skal stöðva leik vegna meiðsla en Valsarar létu heyra í sér á köflum og höfðu kannski eitthvað til síns máls.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
4. Christian Köhler
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('86)
11. Sigurður Egill Lárusson ('60)
17. Andri Adolphsson ('60)
20. Orri Sigurður Ómarsson
33. Almarr Ormarsson ('60)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
8. Arnór Smárason
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('60)
15. Sverrir Páll Hjaltested ('86)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('60)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Halldór Eyþórsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Guðmundur Andri Tryggvason ('64)

Rauð spjöld: