Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
KA
2
0
HK
Ásgeir Sigurgeirsson '29 1-0
Daníel Hafsteinsson '50 2-0
18.07.2021  -  16:00
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 22° hiti, sólskin og örlítil gola. Mallorca veður!
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 985
Maður leiksins: Dusan Brkovic (KA)
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Hallgrímur Mar Steingrímsson
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Daníel Hafsteinsson ('87)
8. Sebastiaan Brebels ('46)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('64)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('74)
14. Andri Fannar Stefánsson
20. Mikkel Qvist
27. Þorri Mar Þórisson

Varamenn:
33. Vladan Dogatovic (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
3. Kári Gautason
5. Ívar Örn Árnason
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('64)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('74)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('46)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('87)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@danielmagg77 Daníel Smári Magnússon
Skýrslan: KA sigur á Greifavellinum
Hvað réði úrslitum?
KA menn skoruðu. HK ekki. Mikið jafnræði var með liðunum og lítið um opin marktækifæri. Heimamenn skoruðu fyrra markið þegar að gestirnir höfðu aðeins verið að sækja í sig veðrið og má segja að svipað hafi verið uppá teningnum þegar að Daníel Hafsteinsson skoraði síðara mark KA. Eftir það var ekki mikil trú á verkefninu og KA menn sigldu sigrinum örugglega heim.
Bestu leikmenn
1. Dusan Brkovic (KA)
Miðvörðurinn öflugi lagði upp mark Ásgeirs Sigurgeirssonar með sniðugri aukaspyrnu, en var þar fyrir utan frábær í hjarta varnarinnar. Braut upp margar sóknir og var öflugur í loftinu. Óheppinn að skora ekki snemma í leiknum.
2. Mikkel Qvist (KA)
Félagi Dusan í miðverðinum átti einnig flottan leik í dag. Sópaði upp það sem datt aftur fyrir vörnina og var yfirvegaður í sínum aðgerðum. Virkilega gott fyrir KA að fá hann inn eftir að Brynjar Ingi hélt til Ítalíu.
Atvikið
Negla Daníels Hafsteinssonar. Það kláraði leikinn og markið var í hæsta gæðaflokki.
Hvað þýða úrslitin?
KA er áfram í 5. sætinu en fara í 20 stig, þremur stigum frá Víkingum sem að verma 2. sætið. Þeir mæta Leikni R. í Breiðholtinu í næstu umferð. HK sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. En FH, sem eru sæti ofar, eiga tvo leiki til góða á HK. Brynjar Björn og hans menn fá Valsara í Kórinn í næsta leik.
Vondur dagur
Sóknarleikur beggja liða var ekki beint flæðandi í dag. Bæði var völlurinn erfiður og ákaflega heitt úti. Í restina voru ansi margir leikmenn orðnir örþreyttir í löppunum. Það virtist sem að HK ætti hreinlega ekkert eftir á tankinum til að koma til baka í leiknum.
Dómarinn - 8
Ekkert út á Egil að setja. Líklega ekki erfiðasti leikur sem hann hefur þurft að dæma.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Ásgeir Marteinsson ('57)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('57)
17. Valgeir Valgeirsson
17. Jón Arnar Barðdal ('75)
18. Atli Arnarson
28. Martin Rauschenberg

Varamenn:
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
7. Birnir Snær Ingason ('57)
7. Örvar Eggertsson ('75)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
21. Ívar Örn Jónsson
30. Stefan Ljubicic ('57)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Bjarni Gunnarsson
Gunnþór Hermannsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ólafur Örn Ásgeirsson

Gul spjöld:
Atli Arnarson ('28)
Arnþór Ari Atlason ('69)

Rauð spjöld: