Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Þróttur R.
2
2
Fram
Róbert Hauksson '4 1-0
1-1 Alexander Már Þorláksson '24
1-2 Þórir Guðjónsson '56
Sam Hewson '90 2-2
24.08.2021  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Næstum því upp á tíu!
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Franko Lalic (Þróttur R.)
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
3. Teitur Magnússon
5. Atli Geir Gunnarsson
6. Sam Hewson (f)
11. Kairo Edwards-John ('69)
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('63)
20. Andi Hoti
21. Róbert Hauksson
23. Guðmundur Friðriksson ('63)
26. Viktor Elmar Gautason ('69)

Varamenn:
3. Stefán Þórður Stefánsson
9. Sam Ford ('63)
9. Hinrik Harðarson ('69)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('63)
14. Lárus Björnsson ('69)
22. Kári Kristjánsson

Liðsstjórn:
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Jens Elvar Sævarsson
Baldvin Már Baldvinsson
Sveinn Óli Guðnason
Jamie Paul Brassington
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Henry Albert Szmydt

Gul spjöld:
Sam Hewson ('57)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Ekki fengið á sig mark á útivelli í allt sumar, þar til í kvöld
Hvað réði úrslitum?
Þróttarar börðust til enda. Leikurinn virtist vera að enda með 2-1 sigri Fram en þá kom Sam Hewson til bjargar með aukaspyrnusnilli. Frábær spyrna hjá honum sem réði úrslitum í þessum leik. Þróttarar skoruðu tvö mörk á Fram í kvöld, lið sem hafði ekki fengið á sig mark á útivelli í deildinni í allt sumar. Þetta er fyrsti leikurinn sem Fram vinnur ekki á útivelli þetta tímabilið.
Bestu leikmenn
1. Franko Lalic (Þróttur R.)
Besti maður vallarins í kvöld. Hann hefði líklega fengið þessa útnefningu, jafnvel þó svo að Fram hefði unnið. Varði nokkrum sinnum stórkostlega og á risastóran þátt í þessu stigi.
2. Róbert Hauksson (Þróttur R.)
Barðist og djöflaðist í fremstu víglínu hjá Þrótti. Skoraði gott mark. Þetta er leikmaður sem getur náð langt ef hann heldur rétt á spilunum.
Atvikið
Aukaspyrnan undir lokin. Fram hefði svo sannarlega getað gengið frá leiknum miðað við öll þau færi sem þeir fengu. Þróttarar börðust alveg til enda og fengu aukaspyrnu undir lokin sem Hewson skoraði úr. Það er auðvitað atvik leiksins. Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var ekki viss um að um aukaspyrnu hefði verið að ræða en undirritaður sá ekki atvikið nægilega vel og getur því ekki tjáð sig um það.
Hvað þýða úrslitin?
Fram er með gott forskot á toppnum og munu líklega enda sem meistarar að lokum. Ná þeir að fara taplausir í gegnum tímabilið? Það held ég. Þróttur er sjö stigum frá öruggu sæti. Það verður erfitt fyrir þá að halda sér uppi, mjög erfitt. Sam Hewson sagði í viðtali eftir leik að hann hefur enn trú á verkefninu. Hann vill að liðið hætti að gefa ódýr mörk og þá sé allt hægt. Þróttur verður að fara að vinna fótboltaleiki ef þeir ætla sér að vera í Lengjudeildinni að ári. Það er aðalmálið.
Vondur dagur
Þetta var aðallega vondur dagur fyrir Þróttara á öðrum velli. Því á Selfossi unnu heimamenn 3-0 sigur á Aftureldingu. Ef Afturelding hefði unnið, þá væri Þróttur fjórum stigum frá öruggu sæti en ekki sjö. Kairo Edwards-John átti þá ekki sinn besta dag í liði Þróttar og færanýting Fram hefur oft verið betri.
Dómarinn - 7,5
Ekki erfiður dagur á skrifstofunni hjá Vilhjálmi en hann og hans teymi komu sér vel frá verkefninu.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Matthías Kroknes Jóhannsson
3. Kyle McLagan ('66)
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Danny Guthrie ('66)
8. Aron Þórður Albertsson
8. Albert Hafsteinsson ('84)
9. Þórir Guðjónsson ('90)
10. Fred Saraiva ('84)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
33. Alexander Már Þorláksson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Gunnar Gunnarsson ('66)
7. Guðmundur Magnússon ('90)
21. Indriði Áki Þorláksson ('66)
22. Óskar Jónsson ('84)
23. Már Ægisson ('84)
71. Alex Freyr Elísson

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Marteinn Örn Halldórsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Fred Saraiva ('69)

Rauð spjöld: