Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
FH
1
2
Víkingur R.
0-1 Nikolaj Hansen '18
0-2 Erlingur Agnarsson '53
Björn Daníel Sverrisson '87 1-2
29.08.2021  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 552
Maður leiksins: Ingvar Jónsson, Víkingur
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson ('92)
4. Ólafur Guðmundsson ('75)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson
14. Morten Beck Guldsmed
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('59)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
10. Björn Daníel Sverrisson ('75)
21. Guðmann Þórisson
22. Oliver Heiðarsson ('59)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
35. Óskar Atli Magnússon
36. Dagur Óli Grétarsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Jóhann Ægir Arnarsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('71)

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Skýrslan: Meistaraheppni Víkinga í Kaplakrika?
Hvað réði úrslitum?
,,Við vorum bara heppnir að vinna í dag en vonandi er þetta meistaraheppni," sagði Arnar Gunnlaugsson við mig þegar ég spjallaði við hann eftir leik og það er spurning hvort sagan muni dæma úrslit leiksins þannig þegar talið verður upp úr kössunum í haust? FH var miklu betra liðið á vellinum og Víkingar lágu í skotgröfunum löngum stundum. Þeirra leikmenn kunna hinsvegar að skora mörk og það réði úrslitum í dag.
Bestu leikmenn
1. Ingvar Jónsson, Víkingur
Gamli góði Ingvar er mættur aftur, eins og við munum eftir honum með Stjörnunni þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2014. Alveg frábær markvörður og það er honum að þakka að eina leið FH í dag til að skora hafi verið með hjólhestaspyrnumarki.
2. Eggert Gunnþór Jónsson, FH
Mjög góður á miðjunni í dag hjá FH.
Atvikið
Þó svo það hafi ekki skipt neinu máli upp á úrslit leiksins þá var geggjað mark Björns Daníels Sverrissonar á 87. mínútu það sem allir eru að tala um eftir þennan leik. Kári Árnason keyrði Eggert Gunnþór Jónsson niður þegar hann var að skalla boltann og Vilhjálmur Alvar dómari hefur örugglega verið að fara að setja flautuna upp í sig til að dæma víti en boltinn barst til Björns sem tók hjólhestaspyrnu af miklu afli í markið. Geggjað mark.
Hvað þýða úrslitin?
Heimamenn í FH hafi ekki að neinu að keppa nema heiðurinn. Það eru ekki miklar líkur á að liðið hafi sætaskipti í síðustu leikjum mótsins, bara fastir í 6. sætinu. Fyrir Víkinga var þetta risasigur í komandi baráttu við Breiðablik og Val um Íslandsmeistaratitilinn. Það eru þrjár umferðir eftir og það að Víkingur sé enn í góðum séns á titli sýnir okkur hvað þetta er magnað lið.
Vondur dagur
Það er kannski erfitt að fara að setja hér leikmann sem enginn gerir væntingar til lengur. En Morten Beck er atvinnumaður, á háum launasamning á Íslandi. Það er í raun ofsalega dapurt að sjá frammistöðu hans inni á vellinum og gæðaleysið. Hvað varð um gæðin sem hann sýndi þegar hann skoraði 8 mörk í 8 leikjum með FH fyrir tveimur árum? Síðan þá hefur hann skorað 2 deildarmörk í 27 leikjum. Vinnan hans er að skora mörk.
Dómarinn - 7
Ekkert út á frammistöðu Vilhjálms Alvars að setja í dag og ég held að það hafi enginn verið að kvarta neitt undan honum.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen ('80)
Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('69)
10. Pablo Punyed (f)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
23. Nikolaj Hansen
77. Kwame Quee ('69)
80. Kristall Máni Ingason ('75)

Varamenn:
3. Logi Tómasson
9. Helgi Guðjónsson ('69)
11. Adam Ægir Pálsson ('75)
20. Júlíus Magnússon ('69)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('80)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson

Gul spjöld:
Sölvi Ottesen ('75)
Kári Árnason ('86)

Rauð spjöld: