Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Fylkir
1
1
Þróttur R.
0-1 Hildur Egilsdóttir '24
Þórhildur Þórhallsdóttir '39 , misnotað víti 0-1
Helena Ósk Hálfdánardóttir '51 1-1
Íris Una Þórðardóttir '90
30.08.2021  -  19:15
Würth völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Rigningarlegt og smá gola
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Áhorfendur: 198
Maður leiksins: Helena Ósk Hálfdánardóttir (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
3. Íris Una Þórðardóttir
5. Katla María Þórðardóttir
5. Þórhildur Þórhallsdóttir ('73)
7. María Eva Eyjólfsdóttir
9. Shannon Simon
11. Fjolla Shala ('90)
13. Ísafold Þórhallsdóttir ('80)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)
28. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
12. Birna Dís Eymundsdóttir (m)
6. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('73)
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('80)
22. Katrín Vala Zinovieva ('90)
27. Helga Valtýsdóttir Thors

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir (Þ)
Jón Steindór Þorsteinsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Íris Una Þórðardóttir ('50)
Fjolla Shala ('57)
Þórdís Elva Ágústsdóttir ('59)

Rauð spjöld:
Íris Una Þórðardóttir ('90)
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Skýrslan: Fylkir færist fjær liðunum fyrir ofan
Hvað réði úrslitum?
Gestirnir byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum. Þær komast yfir á 24. mínútu leiksins og korteri seinna fékk Fylkir vítaspyrnu sem þeim tókst ekki að nýta. Það var mun öflugra Fylkislið sem kom til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu þær leikinn á 51. mínútu. Eftir það var þetta stál í stál og liðin skiptust á að sækja og hefði sigurinn getað dottið hvoru megin sem er.
Bestu leikmenn
1. Helena Ósk Hálfdánardóttir (Fylkir)
Lang líflegust í sóknarleik Fylkis í kvöld og bjó til fullt af sóknum fyrir sitt lið. Hún sótti vítaspyrnu og skoraði gullfallegt mark sem tryggði Fylki mikilvægt stig.
2. Dani Rhodes (Þróttur R.)
Var allt í öllu í sókn Þróttar og skapaði oft á tíðum mikla hættu fyrir framan mark Fylkis. Lagði upp mark Þróttar og átti fleiri góðar fyrirgjafir sem hefði mátt nýta betur. Hún klikkaði þó á dauðafæri undir lok leiksins. Katie Cousins var líka góð hjá Þrótti í kvöld og María Eva sömuleiðis í Fylkisliðinu.
Atvikið
Vítaspyrnan sem Fylkir náði ekki að nýta. Þórhildur Þórhalls tók spyrnuna og var hún afskaplega slöpp. Dýrkeypt fyrir Fylkisliðið sem þurfti á þrem stigum að halda í kvöld.
Hvað þýða úrslitin?
Fylkir situr áfram í fallsæti og er með 13 stig, 3 stigum frá öruggu sæti en Keflavík er með 16 stig eftir úrslit kvöldsins. Tindastóll eru neðstar með 11 stig. Þróttur heldur 3. sætinu en er með jafn mörg stig og Selfoss sem er í 4. sæti. Tvær umferðir eru eftir í mótinu, Fylkir á eftir að spila við Þór/KA og ÍBV en Þróttur á eftir ÍBV og Breiðablik.
Vondur dagur
Íris Una Þórðardóttir fyrir að láta reka sig útaf í uppbótartíma fyrir að sparka boltanum í burtu á gulu spjaldi. Algjör óþarfi hjá henni og þetta þýðir að hún verður ekki með liðinu í næsta leik.
Dómarinn - 8
Vel dæmdur leikur hjá Ásmundi og félögum.
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Sóley María Steinarsdóttir
Kate Cousins
4. Hildur Egilsdóttir ('46)
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('69)
21. Lorena Yvonne Baumann
21. Dani Rhodes
44. Shea Moyer

Varamenn:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
3. Mist Funadóttir
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('46)
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('69)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Henry Albert Szmydt
Ásdís Atladóttir
Bergljót Pétursdóttir

Gul spjöld:
Jelena Tinna Kujundzic ('38)
Lorena Yvonne Baumann ('76)

Rauð spjöld: