Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Þróttur R.
3
2
ÍBV
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir '18 1-0
Andrea Rut Bjarnadóttir '45 2-0
2-1 Selma Björt Sigursveinsdóttir '65
2-2 Clara Sigurðardóttir '68
Andrea Rut Bjarnadóttir '87 3-2
04.09.2021  -  14:00
Eimskipsvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Ekkert sól og sumar en samt ágætt
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Kate Cousins
2. Sóley María Steinarsdóttir
3. Mist Funadóttir ('70)
4. Hildur Egilsdóttir ('59)
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
21. Dani Rhodes
44. Shea Moyer ('79)

Varamenn:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir ('70)
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('59)
21. Lorena Yvonne Baumann
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('79)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Henry Albert Szmydt
Ásdís Atladóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Einn sigurvegari en bæði lið nokkuð sátt á koddann
Hvað réði úrslitum?
Gæði Andreu Rutar gerðu mikið fyrir lið Þróttar. Þetta er mjög efnilegur leikmaður sem var að skora sín fyrstu mörk í deildinni í sumar. Hún verður að byggja ofan á þetta og skora fleiri mörk. Það er kannski saga tímabilsins fyrir þessi lið að þetta detti ekki fyrir ÍBV, þrátt fyrir mikla og góða baráttu.
Bestu leikmenn
1. Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Tvö mörk og stoðsending. Geggjaður leikur hjá henni og verður gaman að sjá hvernig hún mun enda þetta tímabil og byrja það næsta. Er á leið í verkefni með U19 landsliðinu.
2. Liana Hinds (ÍBV)
Var mjög mikilvæg í endurkomu ÍBV og stóð sig heilt yfir vel í hægri vængbakverðinum, sérstalega sóknarlega.
Atvikið
Sigurmarkið, auðvitað! Eftir frábæra endurkomu ÍBV, þá gerði Þróttur mjög vel að klára leikinn; frábær sending hjá Ólöfu og vel klárað af hálfu Andreu.
Hvað þýða úrslitin?
Þróttur fer langt með að tryggja sér þriðja sæti deildarinnar. Þær eru líka á leið í bikarúrslit og tímabilið er í raun bara eins og draumur í dós fyrir Þróttara, jafnvel þó að þær vinni ekki bikarúrslitin. ÍBV verður áfram í Pepsi Max-deildinni á næstu leiktíð, eftir úrslit í öðrum leikjum.
Vondur dagur
Olga Sevcova nagar sig örugglega í handabökin að hafa ekki skorað alla vega eitt mark. Annars er mjög erfitt að taka einhvern út fyrir sviga eftir þennan leik, sérstaklega seinni hálfleikinn þar sem bæði lið gerðu nokkuð vel. Bæði lið fara örugglega nokkuð sátt frá þessum leik; Þróttur er nánast öruggt með þriðja sæti og ÍBV heldur sæti sínu eftir úrslit í öðrum leikjum.
Dómarinn - 7
Nokkar tæpar rangstöður en heilt yfir bara vel dæmdur leikur hjá Helga og hans teymi.
Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir ('90)
5. Antoinette Jewel Williams
7. Þóra Björg Stefánsdóttir ('29)
10. Clara Sigurðardóttir
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova
20. Liana Hinds
23. Hanna Kallmaier
24. Helena Jónsdóttir ('90)

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
Selma Björt Sigursveinsdóttir ('29)
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('90)
8. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz
19. Ingunn Þóra Kristjánsd. Sigurz ('90)
26. Eliza Spruntule
27. Sunna Einarsdóttir
29. Lana Osinina

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Bjartey Helgadóttir
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Birkir Hlynsson
Þorsteinn Magnússon
Inga Dan Ingadóttir

Gul spjöld:
Hanna Kallmaier ('46)

Rauð spjöld: