ÍA
0
3
KA
0-1 Daníel Hafsteinsson '11
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson '53
Gísli Laxdal Unnarsson '58 , misnotað víti 0-2
0-3 Jakob Snær Árnason '81
15.05.2022  -  17:00
Norðurálsvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Mjög góðar þrátt fyrir smá golu.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson (KA)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('86)
2. Oliver Stefánsson ('45)
4. Hlynur Sævar Jónsson
7. Christian Köhler
8. Hallur Flosason
10. Steinar Þorsteinsson ('86)
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('86)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Eyþór Aron Wöhler ('80)
44. Alex Davey

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
14. Breki Þór Hermannsson ('86)
16. Brynjar Snær Pálsson ('86)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('86)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('80)
22. Benedikt V. Warén ('45)
27. Árni Salvar Heimisson

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@antonfreeyr Anton Freyr Jónsson
Skýrslan: KA menn unnu á Skaganum og eru komnir á toppinn
Hvað réði úrslitum?
KA menn voru heilt yfir sterkari á vellinum í kvöld. Eftir mikið jafnræði með liðunum til að byrja með þá kemur Daníel Hafsteinsson KA yfir með stórkostlegu marki á 11.mínútu leiksins og eftir það gerðist lítið sem ekkert. Síðari hálfleikurinn var meiri skemmtun og KA menn nýttu sín færi sem Skagamenn buðu upp á með slæmum varnarleik. ÍA fékk tækifæri til að koma sér inn í leikinn á 58 mínútu þegar ÍA fékk víti en Gísli Laxdal klúðraði og KA menn silgdu sigrinum heim eftir það.
Bestu leikmenn
1. Daníel Hafsteinsson (KA)
Var besti maður vallarins. Skoraði stórkostlegt mark með alvöru hamri á 11. mínútu leiksins og lagði einnig upp þriðja mark KA á Jakob Snæ Árnason. Daníel stýrði miðju KA allan leikinn og var frábær.
2. Steinþór Már Auðunsson (KA)
Steinþór Már gerði það sem hann þurfti að gera og var öruggur allan leikinn. Stubbur varði einnig víti Gísla Laxdals á vendipunkti leiksins í stöðunni 2-0 fyrir KA.
Atvikið
Þegar Steinþór Már varði víti Gísla Laxdal í stöðunni 0-2 - Algjör vendipuktur leiksins en Skagamenn hefðu geta komið sér inn í leikinn en Steinþór Már gerði vel og varði vítið.
Hvað þýða úrslitin?
Skagamenn sitja áfram í áttunda sæti deildarinnar með fimm stig en KA menn eru komnir á toppinn tímabundið en liðið er komið með 16.stig, stigi á undan Breiðablik sem getur endurheimt toppsætið á morgun.
Vondur dagur
Varnarleikur ÍA - Voru að bjóða KA mönnum upp á dans í dag og liðið hefur fengið á sig 12 mörk í síðustu þremur leikjum og er varnarleikurinn eitthvað sem Skagamenn þurfa að laga.
Dómarinn - 8
Mér fannst Vilhjálmur leyfa leiknum að fljóta vel í dag og vítaspyrnudómurinn var hárréttur.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo ('85)
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson ('85)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('63)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('73)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
26. Bryan Van Den Bogaert
27. Þorri Mar Þórisson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('73)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
8. Sebastiaan Brebels ('63)
14. Andri Fannar Stefánsson ('85)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('85)
29. Jakob Snær Árnason ('73)
32. Kári Gautason
77. Bjarni Aðalsteinsson ('73)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Petar Ivancic
Jens Ingvarsson
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Dusan Brkovic ('61)

Rauð spjöld: