Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Grindavík
1
2
ÍR
0-1 Bergvin Fannar Helgason '24
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '52 1-1
1-2 Guðjón Máni Magnússon '55
Thiago Dylan Ceijas '74
24.05.2022  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Mjólkurbikar karla
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Bergvin Fannar Helgason
Byrjunarlið:
Marinó Axel Helgason ('59)
Maciej Majewski
Vladimir Dimitrovski
7. Thiago Dylan Ceijas
8. Hilmar Andrew McShane
9. Josip Zeba
11. Símon Logi Thasaphong
12. Örvar Logi Örvarsson ('68)
14. Kristófer Páll Viðarsson ('82)
15. Freyr Jónsson ('59)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson
2. Ævar Andri Á Öfjörð
5. Nemanja Latinovic
6. Viktor Guðberg Hauksson ('59)
10. Kairo Edwards-John ('68)
26. Sigurjón Rúnarsson ('82)
29. Kenan Turudija ('59)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Milan Stefán Jankovic
Alexander Birgir Björnsson
Vladimir Vuckovic
Óttar Guðlaugsson
Leifur Guðjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Thiago Dylan Ceijas ('74)
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Annað bikarævintýri framundan í Breiðholti?
Hvað réði úrslitum?
Færanýting er einfalt svar. Dauðafæri sem fóru forgörðum í fyrri hálfleik munu eflaust sækja á einhverja Grindvikinga í nótt en ef þú nýtir ekki færin þín þá vinnur þú ekki fótboltaleiki. Það má alltaf rífast um sanngirni úrslita og hvort þetta eða hitt hafi verið sanngjarnt en þegar öllu er á botninn hvolft vinnur það lið sem nýtir fleiri færi hvort þau koma úr 2 skotum eða 100.
Bestu leikmenn
1. Bergvin Fannar Helgason
Vinnusemi upp á 10 og lét varnarlínu Grindavíkur aldrei í friði þann tíma sem hann spilaði. Skoraði gott mark og hefði að ósekju líklega átt að gera allavega eitt í viðbót.
2. Már Viðarsson
Það er að reynast mér erfitt að velja leikmann í þennan reit úr liði ÍR þar sem leikmenn liðsins sýndu allir jafna og góða frammistöðu í leiknum. Það sem Már hefur framyfir aðra þegar kemur að þessu vali er bandið um handlegginn sem fyrirliði og ábyrgðin sem því fylgir.
Atvikið
Fyrir mér er það atburðarrásin eftir rauða spjaldið á Thiago. Hann sparkaði vatnsbrúsum við bekk Grindavíkur í burtu Alfreð þjálfara til lítillar gleði. Alfreð rauk upp og reif hann til sín og lét hann heyra það fyrir þessa hegðun og var alls ekki sáttur. Knattspyrna er leikur tilfinninga og það sást svo sannarlega þarna.
Hvað þýða úrslitin?
Bikarkeppnin er alls ekkert flókin. ÍR er i 16 liða úrslitum og getur hlakkað til þess. Grindavík getur einbeitt sér alfarið að Lengjudeildinni.
Vondur dagur
Kristófer Páll Viðarsson fékk tvö úrvalsfæri í fyrri hálfleik sem hann átti að skora úr. Að sama skapi verður Thiago Dylan Ceijas að vera hér líka fyrir það að fá rautt spjald annann leikinn í röð.
Dómarinn - 8
Mér fannst leikurinn vel dæmdur heilt yfir hjá Arnari, Rauða spjaldið var borðleggjandi frá mér séð og réttur dómur. Við getum alveg tínt til einhverja dóma sem hefðu kannski getað fallið í aðra átt eftir 50-50 einvígi en heilt yfir flottur leikur hjá tríóinu.
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
2. Alex Bergmann Arnarsson
2. Óliver Elís Hlynsson
4. Már Viðarsson (f)
7. Guðjón Máni Magnússon ('68)
9. Bergvin Fannar Helgason ('68)
9. Pétur Hrafn Friðriksson ('85)
10. Francisco Manuel Greco ('79)
14. Jorgen Pettersen
23. Ágúst Unnar Kristinsson
80. Helgi Snær Agnarsson

Varamenn:
13. Aron Óskar Þorleifsson (m)
5. Hrafn Hallgrímsson
7. Jón Gísli Ström ('68)
8. Alexander Kostic
18. Trausti Freyr Birgisson
21. Valdimar Ingi Jónsson ('85)
22. Axel Kári Vignisson ('79)
29. Stefán Þór Pálsson ('68)

Liðsstjórn:
Arnar Hallsson (Þ)
Arnar Steinn Einarsson (Þ)
Eyjólfur Héðinsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:
Helgi Snær Agnarsson ('35)

Rauð spjöld: