Keflavík
1
0
Stjarnan
Elín Helena Karlsdóttir '47 1-0
14.06.2022  -  19:15
HS Orku völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Skýjað, smá blástur og hiti um 12 gráður. Völlurinn ágætur
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Maður leiksins: Samantha Leshnak Murphy
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
Amelía Rún Fjeldsted
4. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('79)
7. Silvia Leonessi
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Ana Paula Santos Silva
17. Elín Helena Karlsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
34. Tina Marolt

Varamenn:
13. Sigrún Björk Sigurðardóttir (m)
3. Gyða Dröfn Davíðsdóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Blöndal
20. Saga Rún Ingólfsdóttir ('79)
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir
28. Gunnhildur Hjörleifsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ljiridona Osmani
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Tanía Björk Gísladóttir
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir

Gul spjöld:
Kristrún Ýr Holm ('88)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Vinnusigur Keflavíkur á Stjörnunni
Hvað réði úrslitum?
Vörn og markvarsla réði úrslitum í bland við færanýtingu Stjörnunar. Þær fengu alveg færin en inn vildi boltinn ekki hvort sem það var varnarmaður eða Samantha í marki Keflavíkur sem stóð í vegi fyrir þeim.
Bestu leikmenn
1. Samantha Leshnak Murphy
Öryggið uppmálað í búrinu. Varði það sem á markið kom og greip inn í mýmargar fyrirgjafir. Frábær leikur sem hún sýndi stoltri móður sinni sem er í heimsókn á landinu og sat í stúkunni og fylgdist með.
2. Elín Helena Karlsdóttir
Skórnir hennar Sveindísar skora alltaf í Keflavík en Gunnar þjálfari Keflavíkur talaði um það eftir leik að Elín hafi verið í skóm af henni. Annars átti Elín góðan leik og gerði markið sem réði úrslitum.
Atvikið
Ef ekki markið þá varslan eftir 72 mínútur þegar Samantha varði skalla úr teignum eftir horn af stuttu færi með viðbragsvörslu. Þegar hún er á sínum besta degi er illmögulegt að setja boltann í netið framhjá henni.
Hvað þýða úrslitin?
Keflavík hoppar uppfyrir Þór/KA í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig, Stjarnan fellur niður í það fjórða með 16 stig og missir ÍBV og Breiðablik uppfyrir sig í töflunni.
Vondur dagur
Sóknarlína Stjörnunar, verkefnið er að skora mörk en þegar fjölmörg ágæt marktækifæri fara forgörðum telst það vondur dagur.
Dómarinn - 7
Fínasti leikur, hélt sinni línu vel og dæmdi með ágætum. Eina sem ég set spurningamerki við er lengd uppbótartímans sem var farinn að telja á sjöundu mínútu þegar flautað var af. En ég minnist þess ekki að svo mikið hafi verið um tafir í seinni hálfleik.
Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('89)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('85)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('89)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
2. Sóley Guðmundsdóttir ('89)
4. Eyrún Embla Hjartardóttir
9. Alexa Kirton ('85)
14. Snædís María Jörundsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('89)
19. Birna Jóhannsdóttir
25. Rakel Lóa Brynjarsdóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:
Málfríður Erna Sigurðardóttir ('81)

Rauð spjöld: