Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Stjarnan
2
2
Víkingur R.
0-1 Nikolaj Hansen '49
0-1 Erlingur Agnarsson '55 , misnotað víti
1-1 Oliver Ekroth '66 , sjálfsmark
1-2 Birnir Snær Ingason '71
Emil Atlason '86 , víti 2-2
30.07.2022  -  14:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Þrusuflottar, bjart yfir og tólf gráður
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 526
Maður leiksins: Viktor Örlygur Andrason (Víkingur)
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
7. Einar Karl Ingvarsson ('81)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('61)
9. Daníel Laxdal
11. Adolf Daði Birgisson ('81)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
17. Ólafur Karl Finsen ('61)
22. Emil Atlason

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
10. Hilmar Árni Halldórsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('61)
19. Daníel Finns Matthíasson ('81)
21. Elís Rafn Björnsson
23. Óskar Örn Hauksson ('61)
32. Örvar Logi Örvarsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Friðrik Ellert Jónsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('43)
Adolf Daði Birgisson ('62)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Ekki dagur markvarðanna í blíðunni í Garðabæ
Hvað réði úrslitum?
Þetta voru tvö hörkulið að mætast. Víkingar stjórnuðu ferðinni og fengu fleiri færi, en Stjarnan sýndi karakter og gafst ekki upp. Stjörnumenn nýttu þau færi sem þeir fengu vel og réði það því að þeir fengu eitt stig úr þessum leik. Víkingar voru heilt yfir betri en þeim var refsað fyrir að vera klaufar.
Bestu leikmenn
1. Viktor Örlygur Andrason (Víkingur)
Skilaði sínu á miðsvæðinu. Lagði líka upp bæði mörkin með flottum hornspyrnum. Var óheppinn að skora ekki.
2. Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Var að spila í stöðu hægri bakvarðar en það er staða sem hann hefur ekki leyst oft. Gerði virkilega vel í dag, bæði varnarlega og sóknarlega.
Atvikið
Vítaspyrnan sem Stjarnan fékk. Klaufalegt hjá Ingvari og úr því kemur jöfnunarmarkið. Víkingar fengu líka vítaspyrnu í leiknum og má færa sterk rök fyrir því að það hafi verið stærsta atvik leiksins. Erlingur Agnarsson fékk tækifæri til að koma Víkingum í 2-0 en skaut hátt yfir.
Hvað þýða úrslitin?
Bæði lið eru svekkt með að fá einungis eitt stig. Víkingar eru sex stigum frá toppliði Breiðabliks og Stjarnan er þremur stigum á eftir KA sem er í þriðja sæti.
Vondur dagur
Markverðirnir báðir áttu ekki sinn besta dag. Þeir gáfu báðir vítaspyrnu. Haraldur átti þá mögulega að gera betur í báðum mörkunum sem Víkingar skoruðu. Nikolaj Hansen átti ekki sinn besta dag þrátt fyrir að skora og var hann mjög klaufskur oft á tíðum. Þá fær Erlingur Agnarsson 'shout' hérna þar sem hann fékk gult fyrir dýfu og klúðraði víti.
Dómarinn - 8,5
Mér fannst Vilhjálmur dæma leikinn vel. Hann var með góða stjórn og frá mínu sjónarhorni í fréttamannastúkunni voru hann og hans teymi með stóru atriðin á hreinu.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson ('72)
17. Ari Sigurpálsson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen ('50)

Varamenn:
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
18. Birnir Snær Ingason ('50)
19. Danijel Dejan Djuric ('72)
24. Davíð Örn Atlason
26. Jóhannes Dagur Geirdal

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('20)

Rauð spjöld: