Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Keflavík
0
3
Víkingur R.
0-1 Danijel Dejan Djuric '17
0-2 Helgi Guðjónsson '33 , víti
0-3 Ari Sigurpálsson '36
11.09.2022  -  14:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild karla - 21. umferð
Aðstæður: Svalt en sólskin. Blástur eins og svo oft á Reykjanesi.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Ari Sigurpálsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
9. Adam Árni Róbertsson ('79)
10. Kian Williams
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
11. Helgi Þór Jónsson
14. Guðjón Pétur Stefánsson
16. Sindri Þór Guðmundsson ('79)
18. Ernir Bjarnason
22. Ásgeir Páll Magnússon

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Óskar Rúnarsson
Luka Jagacic

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('15)
Nacho Heras ('68)
Dani Hatakka ('72)
Patrik Johannesen ('86)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Ætla Víkingar að setja pressu á Blika?
Hvað réði úrslitum?
Víkingar nýttu sín færi en Keflvíkingar ekki svo einfalt er það. Gestirnir úr Fossvogi voru ákveðnir fyrir framan markið í fyrri hálfleik og refsuðu Keflvíkingum fyrir þau mistök sem þeir gerðu. Seinni hálfleikurinn náði síðan aldrei flugi þegar Víkingar sátu til baka og lokuðu á flest allt það sem Keflvíkingar reyndu að framkvæma og úrslitin því sanngjörn.
Bestu leikmenn
1. Ari Sigurpálsson
Skoraði gott mark og var ógnandi þann tíma sem hann spilaði. Duglegur að finna sér svæði milli varnar og miðju og skilaði boltanum vel frá sér.
2. Júlíus Magnússon
Fyrirliðinn var öflugur á miðju Víkinga og fastur fyrir. Bandið fer honum vel á velli og er leiðtogahlutverkið honum í blóð borið.
Atvikið
Vítaspyrnudómurinn var augnablik leiksins eftir að að Keflvíkingar höfðu skorað mark sem dæmt var af beint úr hornspyrnu. Keflvíkingar höfðu mínúturnar á undan náð að setja Víkinga undir aukna pressu en þegar Helgi skilaði boltanum í netið úr spyrnunni færðist aukin ró í leik Víkinga sem virtust aldrei líklegir til að missa sigurinn úr greipum sér.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar minnka forskot Blika í toppsætinu niður í sex stig og minntu þar með á sig. Keflvíkingar misstu af gullnu tækifæri til að koma sér í topp sex og þurfa nú að treysta á sigur í síðustu umferðinni auk þess að treysta á að Stjarnan tapi sínum leik.
Vondur dagur
Miðja Keflavíkur réði illa við Víkinga framan af leik í dag sem léku af skynsemi í dag. Gekk betur í síðari hálfleik en skaðinn var skeður og tókst gestunum að núlla út flest það sem Keflavík hafði fram að færa.
Dómarinn - 7
Var mark Keflavíkur beint úr horni löglegt? Ég hef ekki séð endursýningar en horfandi inn á völlinn fannst mér leikmenn Keflavíkur ekki mótmæla dómnum af neinni sannfæringu. Vafaatriði þó sem þarf að taka tillit til og skoða betur áður en dómur fellur hvað það varðar. Vítaspyrnudómurinn þegar Helgi er tekinn niður er réttur frá mér séð og fátt sem ég get bætt við um hann. Keflvíkingar gerðu svo tilkall til og báðu um vítaspyrnu þegar boltinn á að hafa farið í hönd Víkings innan teigs. Sá ekki atvikið sem slíkt enda erfitt að horfa í gegnum leikmenn en tríóið virtist visst í sinni sök þar. Með þessi atvik frá fannst mér Jóhann hafa ágæt tök á leiknum og skila sínu nokkuð vel frá sér. Set þó þann fyrirvara á einkunn hans að þau tvö atvik sem ég get ekki dæmt um séu rétt. Séu þau það ekki lækkar einkunn að sjálfsögðu í samræmi við það.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan ('59)
7. Erlingur Agnarsson ('70)
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed (f)
17. Ari Sigurpálsson ('81)
19. Danijel Dejan Djuric
20. Júlíus Magnússon (f)

Varamenn:
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('59)
14. Sigurður Steinar Björnsson ('81)
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('70)
18. Birnir Snær Ingason
30. Tómas Þórisson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('69)

Rauð spjöld: