Stjarnan
2
0
Þróttur R.
Betsy Doon Hassett '17 1-0
Gyða Kristín Gunnarsdóttir '68 , víti 2-0
19.09.2022  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Flottar aðstæður undir flóðljósunum!
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 189
Maður leiksins: Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('87)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('55)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('46)

Varamenn:
2. Sóley Guðmundsdóttir
4. Eyrún Embla Hjartardóttir ('55)
9. Alexa Kirton
15. Alma Mathiesen ('87)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:
Betsy Doon Hassett ('86)
Eyrún Embla Hjartardóttir ('88)

Rauð spjöld:
@alexandrabia95 Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Skýrslan: Stjarnan setur pressu á Blika
Hvað réði úrslitum?
Eftir öfluga byrjun Þróttara þá snérist leikurinn þegar Stjarnan komst yfir á 17. mínútu leiksins. Stjörnukonur pressuðu hátt á Þróttara og komu þeim oft í vandræði. Þróttarar voru kannski smá heppnar að hafa ekki fengið á sig mörk eftir að hafa misst boltann klaufalega í öftustu línu. Seinni hálfleikurinn var jafnari heilt yfir og áttu bæði lið fína kafla. Hefðum getað fengið fleiri mörk frá báðum liðum en Stjarnan kom boltanum tvisvar í netið og þar við sat.
Bestu leikmenn
1. Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
Braut ísinn fyrir Stjörnuna með frábæru marki. Spilaði í bakverði í dag í fjarveru Örnu Dísar og stóð sig mjög vel. Tók mikinn þátt í sóknarleiknum og varðist vel.
2. Chante Sherese Sandiford (Stjarnan)
Kom í veg fyrir að Stjarnan lenti undir í upphafi leiks. Var örugg í öllum sínum aðgerðum, hirti allt sem kom inn á teiginn og varði það sem kom á markið. Heiða Ragney var líka algjör vél á miðjunni og sóknarmenn Stjörnunnar voru allar líflegar en hefðu átt að skora.
Atvikið
Okkur fannst skemmtilegt í blaðamannastúkunni að Jasmín Erla fiskar víti og Gyða tekur vítið og skorar. Jasmín er markahæst í deildinni með 10 mörk og nú er Gyða komin í 9 mörk.
Hvað þýða úrslitin?
Stjarnan setur alvöru pressu á Breiðablik í 2. sæti deildarinnar. Stjörnukonur eru komnar í 31 stig, tveimur stigum frá Blikum þegar tvær umferðir eru eftir. Þróttarar eru áfram í 4. sæti með 25 stig, eins og Selfyssingar.
Vondur dagur
Erfitt að segja að einhver hafi átt vondan dag. Þróttarar pottþétt svekktar að hafa ekki nýtt færin sín, sérstaklega í byrjun leiks. Íris Dögg var nokkrum sinnum heppin í fyrri hálfleik þegar hún átti slaka sendingu beint á Jasmín og var tvisvar nálægt því að missa boltann aftast. En svo átti hún aftur á móti góðar vörslur og þá sérstaklega þegar hún varði glæsilega frá Gyðu Kristínu í seinni hálfleiknum.
Dómarinn - 5.5
Þetta var svona þokkalegt en ekki frábært. Eins og oft áður virðist vera ósamræmi og verið að spara gulu spjöldin. Vítaspyrnan sem Stjarnan fékk virtist rétt úr stúkunni séð en á eftir að sjá þetta aftur.
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
10. Danielle Julia Marcano
12. Murphy Alexandra Agnew ('59)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
21. Lorena Yvonne Baumann
23. Sæunn Björnsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('76)
77. Gema Ann Joyce Simon ('55)

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('76)
14. Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir ('59)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('55)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Angelos Barmpas

Gul spjöld:
Lorena Yvonne Baumann ('51)

Rauð spjöld: