Kaplakrikavöllur - Fyrri leikur
fimmtudagur 16. júlí 2015  kl. 19:15
Undankeppni Evrópudeildarinnar
Dómari: Michael Lerjeus (Svíþjóð)
FH 1 - 2 Inter Baku
1-0 Atli Guðnason ('39, víti)
Róbert Örn Óskarsson, FH ('51)
1-1 Nika Kvekveskiri ('54, víti)
1-2 Dhiego De Souza Martin ('61)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
0. Bjarni Þór Viðarsson ('71)
4. Pétur Viðarsson
8. Emil Pálsson ('52)
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
11. Atli Guðnason
15. Guðmann Þórisson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('83)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m) ('52) ('71)
4. Sam Tillen
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('83)
18. Kristján Flóki Finnbogason
22. Jeremy Serwy
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Böðvar Böðvarsson ('20)
Jonathan Hendrickx ('48)
Davíð Þór Viðarsson ('69)
Kassim Doumbia ('79)
Kristján Flóki Finnbogason ('90)

Rauð spjöld:
Róbert Örn Óskarsson ('51)
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
96. mín Leik lokið!
Inter Baku sækir ansi góð úrslit hingað í Hafnarfjörðinn. Grátleg þróun á þessum leik fyrir FH! Rauð spjöld og mörk breyta leikjum. Það eru gömul sannindi og ný. Liðin eigast við í Aserbaidsjan eftir viku og það þarf allt að ganga upp ef FH á að fara áfram.
Eyða Breyta
92. mín
Uppbótartími í fullum gangi. FH í stífri sókn.
Eyða Breyta
91. mín
PÉTUR VIÐARSSON SKALLAÐI BOLTANN INN! Ohhh... dæmdur rangstæður. Réttur dómur.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Var að atast í Baku mönnum.
Eyða Breyta
89. mín
FH GERIR TILKALL TIL VÍTASPYRNU! ÁREKSTUR Í TEIGNUM! Var Atli Viðar ekki keyrður niður þarna? Dómarinn dæmir bara hornspyrnu.
Eyða Breyta
88. mín
Rauf Aliyev nálægt því að skora fyrir Baku! Sleikti stöngina.
Eyða Breyta
84. mín
Kristján Flóki fékk boltann í teignum, góð móttaka en skotið framhjá.
Eyða Breyta
83. mín Atli Viðar Björnsson (FH) Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Jæja Atli! Skoraðu fyrir okkur í kvöld!
Eyða Breyta
80. mín Stjepan Poljak (Inter Baku) Nizami Hajiyev (Inter Baku)

Eyða Breyta
79. mín Gult spjald: Kassim Doumbia (FH)

Eyða Breyta
76. mín
Sænski dómarinn hefur algjörlega breytt um línu og er búinn að breyta leiknum í flautukonsert. Flautar á allt.
Eyða Breyta
75. mín
Þetta Inter Baku lið hefur alls ekki verið sérstakt í kvöld... ef FH nær að jafna í 2-2 þá gef ég þeim enn möguleika fyrir seinni leikinn!
Eyða Breyta
74. mín
Atli Guðna með fyrirgjöf sem breyttist í skot bara! Boltinn ofan á markþakið.
Eyða Breyta
73. mín
Það var víst Emil Pálsson sem missti boltann í aðdragandanum að vítinu og rauða spjaldinu. Svo segir sagan.
Eyða Breyta
71. mín Kristján Finnbogi Finnbogason (FH) Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Tveir Kristjánar Finnbogasynir inni á vellinum... Viðarssonum fækkar hinsvegar.
Eyða Breyta
70. mín Denis Silva (Inter Baku) Fuad Bayramov (Inter Baku)

Eyða Breyta
69. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Gríðarleg barátta í teignum!!! FH-ingar að reyna að koma inn marki. Endaði með spjaldi á Davíð.
Eyða Breyta
68. mín
Þvílíkt svekkelsi fyrir FH-inga. Voru í svo flottri stöðu í hálfleik... marki yfir og einfaldlega talsvert betri.
Eyða Breyta
64. mín
Pétur Viðarsson í hörkufæri! Baku bjargaði á síðustu stundu í horn.
Eyða Breyta
61. mín MARK! Dhiego De Souza Martin (Inter Baku), Stoðsending: Abbas Huseynov
MAAAARK!!! Fyrirgjöf frá hægri og Dhiego skallar boltann inn. Evrópudraumar FH að fuðra upp. Skallinn af mjög stuttu færi.
Eyða Breyta
60. mín

Eyða Breyta
58. mín
FH komið í leikkerfið 4-4-1... Róbert verður náttúrulega í banni í seinni leiknum í Aserbaidsjan. Kristján Finnbogason að fara að taka tvo leiki.
Eyða Breyta
54. mín Mark - víti Nika Kvekveskiri (Inter Baku)
VÓÓÓ!! Kristján Finnbogason var í boltanum en inn fór hann! Þetta var rosalegt. Hann var svo nálægt því að verja.
Eyða Breyta
52. mín Kristján Finnbogi Finnbogason (FH) Emil Pálsson (FH)
Hinn 44 ára Kristján Finnbogason í markið! Fyrsta verkefni hans að reyna að verja vítið!
Eyða Breyta
51. mín Rautt spjald: Róbert Örn Óskarsson (FH)
VÍTI!!! Inter Baku fær víti og markvörður FH rekinn af velli! Stungusending og leikmaður Baku slapp í gegn. Róbert Örn fór út úr marki sínu og brýtur! Víti og rautt... mér sýndist brotið reyndar vera fyrir utan!
Eyða Breyta
49. mín Gult spjald: Zurab Khizanishvili (Inter Baku)
Sá ekki annan kost en að brjóta á Atla sem virtist líklegur til að brjóta sér leið í gegn.
Eyða Breyta
48. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (FH)
Dhiego strax búinn að fiska spjald. Hendrickx tosaði í treyju hans á miðjum vellinum þegar Baku var á leiðinni í hraða sókn.
Eyða Breyta
46. mín Dhiego De Souza Martin (Inter Baku) Mirsayib Abbasov (Inter Baku)
Seinni hálfleikur er hafinn - Ein skipting í hálfleiknum.
Eyða Breyta
45. mín
Hafliði Breiðfjörð, stuðningsmaður FH og sparkspekingur:
Það kemur mér á óvart hversu slakir gestirnir eru. Ég ætla að vera það bjartsýnn að vonast til þess að FH bæti við mörkum í seinni hálfleik og geti farið að einbeita sér að leiknum gegn KR á sunnudag.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Inter Baku ekki gert mikið! Enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir. FH-ingar verið flottir.
Eyða Breyta
43. mín
Kassim Doumbia með skalla á mark eftir aukaspyrnu. Erfitt færi en hann náði skallanum á markið. Markvörður Baku ekki í neinum vandræðum!
Eyða Breyta
42. mín
Þetta mark hressir bæti og kætir og er bara einfaldlega sanngjarnt þó þetta hafi verið fyrsta skot FH á markið! Hafnfirðingar verið betri.
Eyða Breyta
39. mín Gult spjald: Fuad Bayramov (Inter Baku)
Gult spjald fyrir brotið í teignum!
Eyða Breyta
39. mín Mark - víti Atli Guðnason (FH)
MAAAARK!!! Atli Guðna nær að skora úr vítinu af miklu öryggi. Sendi markvörð Baku í rangt horn!
Eyða Breyta
39. mín
VÍTI!!! FH FÆR VÍTI! Pétur Viðarsson var togaður niður í teignum eftir hornspyrnu! Sænski dómarinn benti á punktinn!
Eyða Breyta
37. mín
Guðmann með sjaldgæf mistök, Baku-maður fór fremur auðveldlega framhjá honum. Guðmann er ekki alveg 100%, var tæpur fyrir leikinn. Baku vann hornspyrnu sem ekkert kom úr.
Eyða Breyta
31. mín
Bjarni Þór Viðarsson gríðarlega öflugur, gaf á Emil Pálsson sem átti að gera betur! Var nálægt því að koma sér í hörkufæri. Fékk þó allavega horn.
Eyða Breyta
30. mín
Það er komið meira líf í þennan leik! FH-ingar voru að valda usla í teig Baku en fundu ekki skotstöðuna.
Eyða Breyta
25. mín
Úfff... Hendrickx slapp með skrekkinn. Virkaði mjög kærulaus og boltinn var hirtur af honum rétt við hornfánann. Vörn FH var úr stöðu en sem betur fer rann þetta í sandinn og Baku náði ekki að skapa sér skotfæri.
Eyða Breyta
23. mín
Ákaflega tíðindalítill leikur. FH meira með boltann þó.
Eyða Breyta
20. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Óþarfi hjá Bödda löpp. Klaufalegt brot.
Eyða Breyta
19. mín
Það sést á leik Inter að menn eru ekki í sínu besta spilformi enda liðið ekki á tímabili, menn eru hikstandi. Tímabilið hjá þeim ku byrja í ágúst. Menn eru nokkuð óöruggir í sendingum og öðrum. Vonandi nær FH að nýta sér það.
Eyða Breyta
9. mín
STÓRHÆTTA!!! Juanfran með hörmulega sendingu út úr vörninni sem FH komst inn í. Bjarni Þór náði boltanum og gaf út til hægri á Atla Guðnason sem átti fasta fyrirgjöf sem Agayaev náði að kýla í burtu! Langhættulegasta augnablikið hér í upphafi.
Eyða Breyta
7. mín
Baku fékk aukaspyrnu með fyrirgjafamöguleika úti vinstra megin, spyrnan slök og Hendrickx skallaði frá.
Eyða Breyta
5. mín
Róleg byrjun. Mjög róleg. Rosalega mjög róleg.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn er hafinn - FH byrjaði með knöttinn og sækir í átt að Keflavík.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hafliði Breiðfjörð, stuðningsmaður FH og sparkspekingur:
Þetta er sama hugmyndafræði og verið hefur í Evrópuleikjunum. Mjög varnarsinnað og Pétur Viðars á miðjunni eins og verið hefur. Ég hef mikla trú á því að FH reyni að halda mjög lágu tempói leiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
"Ég ætla að skella mér í sólina," segir Gummi Hilmars, fyrrum leikmaður FH og núverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, sem er hér meðal áhorfenda. Smellti sér samt í kaffi til kollegana í fréttamannaboxinu og gaf af sér.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Upphitun í fullum gangi. Bjarni Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson skullu saman í upphitun og lágu eftir í smá stund. Eru samt báðir komnir á fætur og í fullu fjöri.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þekktasti leikmaður Inter Baku er Zurab Khizanishvili. 33 ára varnarmaður. Lék á sínum tíma með Rangers, Blackburn, Newcastle og fleiri rosa fín lið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Spámenn fréttamannastúkunnar:
Pétur Hreinsson, mbl.is: 1-0 fyrir FH.
Ingvi Þór Sæmunds, Vísi: (Eftir langa umhugsun) 0-1.
Alexander Freyr, Viðskiptablaðinu: 1-2.
Hafliði Breiðfjörð, ljósmyndari: 2-0.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Miðjan hjá FH er ansi varnarsinnuð með Pétur Viðarsson og bræðurna Davíð og Bjarna Viðarssyni. Líklega uppstillingu FH má sjá hér að neðan. Vörn er besta sóknin er það ekki?:

Róbert
Hendrickx - Doumbia - Guðmann - Böddi
Pétur - Bjarni - Davíð
Emil - Atli - Þórarinn
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið FH er komið inn. Sóknarmaðurinn Steven Lennon er meiddur og ekki með FH í kvöld. Guðmann Þórisson er hinsvegar í hjarta varnarinnar en hann var tæpur fyrir leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sjáum hvað veðmálafenið hefur um leikinn að segja (Bet 365):

FH: 2,30
Jafntefli: 3,25
Inter Baku: 2,87
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vertu með okkur gegnum kassamerkið #fotboltinet á Twitter:


Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH:
Það er alveg ljóst að það hefur ekkert hentað okkur vel að spila við lið frá Austur-Evrópu. Þetta eru léttleikandi lið og góðir í stutta spilinu. Eins og staðan er í dag þá held ég að möguleikarnir séu góðir. Það hafa verið mannabreytingar hjá þeim og það tekur alltaf tíma að slípa saman nýtt lið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH:
Það er mikilvægt fyrir okkur að spila vel í kvöld og við verðum að reyna ná góðum úrslitum, svo þetta verði alvöru leikur ytra. Svo lengi sem við höldum okkar skipulagi og vinnum fyrir hvern annan þá eru lið ekki að skapa mikið af færum á okkur, hvort sem það er á heimavelli eða úti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er 29. Evrópuleikur FH undir Stjórn Heimis Guðjónssonar, en Heimir hefur stýrt liðinu til sigurs í 12 leikjum af þessum 28 og tapað 11. Það er því óhætt að segja að vinningshlutfall FH sé nokkuð gott undir stjórn Heimis í Evrópukeppni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag! Í Kaplakrika er komið að næsta skrefi FH í Evrópuþátttöku sinni. Eftir að hafa lagt SJK frá Finnlandi í síðustu umferð er komið að fyrri leiknum gegn Inter Baku frá Aserbaidsjan. Erfitt verkefni fyrir FH-inga en ljóst er að það er afar mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum í kvöld!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
25. Salahat Agayev (m)
3. Juanfran
4. Lasha Kasradze
7. Nika Kvekveskiri
8. Nizami Hajiyev ('80)
11. Rauf Aliyev
13. Mirsayib Abbasov ('46)
14. Zurab Khizanishvili
19. Mirhuseyin Seyidov
24. Fuad Bayramov ('70)
30. Abbas Huseynov

Varamenn:
1. Georgi Lomaia (m)
5. Denis Silva ('70)
15. Stjepan Poljak ('80)
18. Mansur Nahavandi
20. Yuri Fomenko
22. Ilkin Qirtimov
23. Dhiego De Souza Martin ('46)

Liðstjórn:

Gul spjöld:
Fuad Bayramov ('39)
Zurab Khizanishvili ('49)

Rauð spjöld: