Kaplakrikavöllur
mánudagur 19. júní 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Rennisléttur grænn völlur, sól og 14°hiti!
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Maður leiksins: Arnþór Ingi Kristinsson
FH 2 - 2 Víkingur R.
1-0 Steven Lennon ('20)
1-0 Vladimir Tufegdzic ('62, misnotað víti)
1-1 Arnþór Ingi Kristinsson ('62)
2-1 Steven Lennon ('66, víti)
2-2 Ívar Örn Jónsson ('69)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson ('86)
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
11. Atli Guðnason
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson ('51)
26. Jonathan Hendrickx
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('70)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
6. Robbie Crawford
8. Emil Pálsson
17. Atli Viðar Björnsson ('86)
22. Halldór Orri Björnsson ('70)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('51)
23. Veigar Páll Gunnarsson

Liðstjórn:
Ólafur Páll Snorrason
Heimir Guðjónsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Jonathan Hendrickx ('52)
Pétur Viðarsson ('83)
Bergsveinn Ólafsson ('87)

Rauð spjöld:

@DanelGeirMoritz Daníel Geir Moritz


96. mín Leik lokið!
Víkingar sækja stig í Krikann!!! Logi taplaus og FH í verri málum en við höfum séð síðustu ár! Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
Eyða Breyta
96. mín
Lennon reynir skotið en yfir!
Eyða Breyta
95. mín
Atli Guðna fiskar auka á hættulegum stað! Séns á fyrirgjöf og gullskalla!
Eyða Breyta
94. mín
Erlingur fær sendingu inn fyrir en nær ekki að gera sér mat úr fínum séns! Laust skot.
Eyða Breyta
93. mín
Fáum við flautumark???
Eyða Breyta
93. mín Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Ivica Jovanovic (Víkingur R.)

Eyða Breyta
91. mín
LENNON!!! Fær langa sendingu og nær að snúa en dúndrar framhjá!
Eyða Breyta
90. mín
Lennon með skalla en Róbert ver!
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Ivica Jovanovic (Víkingur R.)
Tók Hendrickx út úr skyndisókn
Eyða Breyta
90. mín
5 í uppbót!
Eyða Breyta
90. mín
Halldór Orri er búinn að vera eins og fiskur á þurru landi síðan hann kom inn á.
Eyða Breyta
87. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (FH)
Peysutog. Einn fyrir liðið, eins og sagt er.
Eyða Breyta
86. mín Atli Viðar Björnsson (FH) Pétur Viðarsson (FH)
Gömul spóla sett í tækið. Ætli sé búið að taka yfir besta kaflann?
Eyða Breyta
84. mín
Halldór Orri fær sendingu og nær að koma boltanum fyrir áður en hann fer út af. Beint í hendurnar á Róberti.
Eyða Breyta
83. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)

Eyða Breyta
82. mín
HÆTTA!!! Fyrirgjöf hjá Þórarni Inga sem lendir á slánni!!! Róbert virtist koma við boltann en Gunnar dæmdi markspyrnu við lítinn fögnuð Hafnfirðinga.
Eyða Breyta
81. mín
Það er kominn smá hiti í þetta en Gunnar Jarl heldur þessu í góðu jafnvægi.
Eyða Breyta
80. mín
Erlingur átti frábæra innkomu í síðasta leik. Leikur hann það eftir?
Eyða Breyta
79. mín Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)

Eyða Breyta
76. mín
TUFA!!! Góð sókn Víkinga og er boltinn sendur út á Tufa sem bara hittir hann ekki! Góð sókn en afleitt slútt!
Eyða Breyta
76. mín


Eyða Breyta
75. mín


Eyða Breyta
74. mín Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Þessi skipting lá í loftinu í smá tíma.
Eyða Breyta
72. mín
Lennon með langskot sem Róbert greip auðveldlega.
Eyða Breyta
70. mín Halldór Orri Björnsson (FH) Guðmundur Karl Guðmundsson (FH)

Eyða Breyta
69. mín MARK! Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.), Stoðsending: Ragnar Bragi Sveinsson
Hvað er í gangi í þessum leik!!! Frábær sókn Víkinga sem endar með því að Ívar Örn Jónsson smyr boltann upp í vinkilinn!!! 2-2 og veisla í gangi!!!
Eyða Breyta
66. mín Mark - víti Steven Lennon (FH), Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
Vítið hjá Lennon afar öruggt. Setti boltann til hægri og Gunnar fór í hitt hornið!
Eyða Breyta
65. mín
Víti, Dofri brýtur á Flóka!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Hendrickx átti fyrirgjöf og braut Dofri á Kristjáni Flóka. Gunnar Jarl tók sér smá umhugsun og benti svo á punktinn!
Eyða Breyta
65. mín
Dofri er kominn aftur inn á
Eyða Breyta
62. mín MARK! Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.), Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
Hörmulegt víti sem Gunnar Nielsen varði vel. Það er eins og enginn FH-ingur hafi búist við að Gunnar myndi verja og var Arnþór Ingi lang fyrstur að ná boltanum og skoraði!!! 1-1 í Krikanum!!!
Eyða Breyta
62. mín Misnotað víti Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)

Eyða Breyta
61. mín
Víííííííííti!!!! Ragnar Bragi með frábæran sprett og Doumbia tæklar og Gunnar Jarl bendir á punktinn! Virkaði hárréttur dómur. Klaufaleg tækling frá Kassim þarna.
Eyða Breyta
60. mín
Dofri liggur hér og er borin út af! Aldrei gaman að sjá börurnar taka þátt í leiknum en Víkingar undirbúa skiptingu.
Eyða Breyta
58. mín
Víkingar með stórsókn! Tufa, Dofri og Ragnar Bragi búnir að sýna meira hér í síðari hálfleik en á löngum köflum í þeim fyrri.
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Fær hér spjald fyrir brot á eigin vallarhelmingi. Davíð sendir inn í úr aukaspyrnunni en Róbert grípur.
Eyða Breyta
55. mín
Maaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaark!!! En nei! Flóki með fyrirgjöf á Lennon sem skallaði að marki en frábær markvarsla frá Róbert! Alvöru dæmi! Atli Guðna fylgdi svo á eftir en var dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
52. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (FH)
Ekki gróft en alltaf spjald. Klaufaleg tækling á eigin vallarhelmingi. Ekkert kom úr aukaspyrnunni.
Eyða Breyta
52. mín
Víkingar bjarga.
Eyða Breyta
51. mín
FH fær hér þriðju hornspyrnu sína í röð
Eyða Breyta
51. mín Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Böðvar Böðvarsson (FH)
Böddi meiddist aðeins í fyrri hálfleik og er greinilega ekki í toppstandi.
Eyða Breyta
49. mín
Arnþór Ingi með þrumuskot sem Gunnar varði vel. Víkingar byrja af smá krafti hérna en FH vinnur horn.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Víkingar byrja síðari hálfleik!
Eyða Breyta
45. mín
Liðin ganga út á völlinn. Hvað gerist hérna í síðari hálfleik? Það ætla ég að segja ykkur á næstu 45 mínútum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
1-0 eftir ágætis fyrri hálfleik! FH verið skrefi framar og staðan eftir því.
Eyða Breyta
45. mín
Dofri og Atli Guðna skella hér saman og liggur Dofri eftir. Hann er staðinn upp núna en þetta hefur verið óþægilegt.
Eyða Breyta
45. mín
Leikurinn farinn aftur af stað og er Arnþór Ingi kominn inn á.
Eyða Breyta
44. mín
Arnþór Ingi liggur og kemur sjúkraþjálfari að kíkja á bágtið. Vonandi er þetta nú ekki alvarlegt.
Eyða Breyta
43. mín
Ívar sendir beint í lúkurnar á Gunnari. Ívar er vanur að taka betri horn en þetta.
Eyða Breyta
43. mín
Víkingur fær horn hægra megin!
Eyða Breyta
42. mín
Ragnar Bragi klobbar Davíð og tæklar Davíð hann niður og reynir Gunnar Jarl að beita hagnaði. Hann varð enginn og aukaspyrna á fínum stað fyrir Víking
Eyða Breyta
40. mín
Jovanovic með sendingu á Tofa sem gefur fyrir og þarna hefði sénsinn átt að vera ansi mikill en nei nei. Sendingin á Tufa kom allt of seint og var Tufa dæmdur rangstæður.
Eyða Breyta
38. mín
Ragnar Bragi með mjög góðan sprett en sendi boltann síðan út í burskan. Illa farið með góðan sprett.
Eyða Breyta
36. mín
Jovanovic tók þarna þríhyrning við andstæðing áður en Bergsveinn braut svo á honum. Þetta var ekki grófasta brotið hér í kvöld, langt því frá, en Ívar tók aukaspyrnuna inn á teiginn og FH bægði hættunni frá.
Eyða Breyta
33. mín
Ívar með fast skot í vegginn. Hann náði boltanum og sendi á Alex sem var mjög lengi að athafna sig og náði því ekki góðu skoti. FH bjargar.
Eyða Breyta
31. mín
Tufa liggur hér eftir groddaralega tæklingu frá Doumbia. Þarna hefði fyrsta spjald leiksins átt að fara á loft en aðeins aukaspyrna dæmd. Á fínum stað fyrir Ívar.
Eyða Breyta
31. mín
Alex Freyr og Tufa reyndu samleik en FH vörnin var ekki í neinum vandræðum með að takast á við hann.
Eyða Breyta
29. mín
Gummi Kalli með skemmtilega sendingu sem Atli Guðna var rétt búinn að ná en Halldór Smári með góða björgun hjá Víkingum
Eyða Breyta
27. mín
Ekkert varð úr horninu
Eyða Breyta
26. mín
Þetta mark gaf FH heldur betur byr í seglin og hafa þeir verið mjög sterkir! Sterkir? Víkingar geysast upp og vinna horn.
Eyða Breyta
24. mín
Vávává!!! Hendrickx með sendingu á Lennon sem tekur boltann niður en Víkingar bjarga í horn sem varð næstum að sjálfsmarki, og á einhvern óskiljanlegan hátt ekki dæmt horn. Það er líf í tuskunum þessar mínútur!
Eyða Breyta
20. mín MARK! Steven Lennon (FH), Stoðsending: Atli Guðnason
MAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRKKKK!!! Atli með góða sendingu inn fyrir á Lennon sem vippaði yfir Róló áður en hann setti boltann í autt markið! 1-0!!!
Eyða Breyta
17. mín
FH fær horn. Hendrickx tekur og Pétur Viðars skallar framhjá!!! Hættulegasti sénsinn hingað til. Skrifað í skýin að Pétur skori?
Eyða Breyta
16. mín
Tufa með fyrirgjöf en hún fer í lúkurnar á Gunnari. Var m.a.s. komin aftur fyrir áður en Færeyingurinn greip boltann.
Eyða Breyta
14. mín
Böddi liggur eftir þessa sókn Víkinga. Fær aðhlynningu og kemur vafalaust inn á aftur.
Eyða Breyta
13. mín
Tufa með stórhættulegan sprett upp hægri kantinn en FH bjargaði á ögurstundu! Alex Freyr nálægt því að skora þarna.
Eyða Breyta
10. mín
FH er að spila 4-4-2 þessa stundina. Atli og Gummi Kalli á köntunum.
Eyða Breyta
8. mín
Lennon með skemmtilega sendingu inn fyrir á Atla G sem náði ekki í hann.
Eyða Breyta
7. mín
Fyrsta marktilraun leiksins leit hér dagsins ljós. Atli Guðna með langskot yfir markið og víðs fjærri.
Eyða Breyta
6. mín
Dálítið jafnræði svona í byrjun. FH aðeins meira með boltann.
Eyða Breyta
2. mín
Svarið við stóru spurningunni er: Pétur Viðars leikur á miðjunni í 4-3-3.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingar byrja á móti sól og á móti smá golu. Varla til að tala um.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn! Það er færra í stúkunni en ætti að vera m.v. aðstæður.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Enn er Víkingur án Castillion. Hann lofaði virkilega góðu í upphafi móts en varð frá að hverfa vegna meiðsla.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bekkurinn hjá FH er virkilega sterkur: Emil Páls, Þórarinn Ingi, Atli Viðar, Halldór Orri, Veigar Páll, Robbie Crawford og Vignir Jó, markmaður.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það fer nú heldur betur að styttast í þetta!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Helmings líkur eru á því að FH mæti Víkingi frá Götu í Færeyjum í Evrópukeppninni síðar í júlí. Í Götu er árlega haldin tónlistarhátíðin G-Festival en í ár er hún 13. - 15. júlí og gæti það e.t.v. hentað sem frábær ferð, fótbolti og músík - og Færeyjar!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ef einhver er að gera það upp við sig hvort hann eigi að fara á völlinn er svarið, já! Frábært sumarveður í Krikanum og hafa afar fáir leikir í sumar verið slakir. Líf og fjör!
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Bjarni Guðjóns er ekki á skýrslu hjá Víkingum í dag þar sem hann var sendur upp í stúku í sigurleik Víkings gegn Stjörnunni. Fyrir þau sem ekki vita að þá er Bjarni aðstoðarþjálfari Loga Ólafs.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Færlsan hér á undan er áhugaverð fyrir þær sakir að lið FH kom seint inn á skýrsluna á ksi.is. En það getur vel verið að ástæðan fyrir því sé óspennandi.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Myndir með Skítamóral ómar um Krikann. Þvílík negla það lag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Markahæsti leikmaðurinn fyrir þennan leik er Steven Lennon en hann hefur skorað 6 mörk, marki meira en Kristján Flóki. Enginn leikmanna Víkinga hefur skorað 3 mörk eða meira.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Lið Víkinga er óbreytt og verður forvitnilegt að sjá hvort Alex Freyr ætli sér að eiga enn einn stórleikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Pétur Viðars kemur inn í lið FH og verður forvitnilegt að sjá hvort hann komi inn á miðjuna eða hvort FH ætli sér aftur í 3-4-3.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er ansi langt síðan Víkingar náðu síðast að vinna í Kaplakrika í efstu deild.

Það var árið 1991, árið sem Víkingur varð Íslandsmeistari undir stjórn Loga Ólafssonar, en Guðmundur Steinsson skoraði þá tvö mörk í 4-2 útisigri í Kaplakrika. Hörður Magnússon, nú stjórnandi Pepsi-markanna, skoraði fyrra mark FH.

Eins og lesendur vita er Logi nú tekinn við Víkingum á ný og hefur farið frábærlega af stað í starfinu. Víkingar hafa landað sjö stigum í fyrstu þremur leikjum undir stjórn hans.

Síðan umræddur leikur fór fram hafa liðin mæst 36 sinnum í leikjum á vegum KSÍ. FH hefur unnið 20, Víkingar 5 og 11 hafa endað með jafntefli.

Í fyrra gerðu FH og Víkingur 2-2 jafntefli í Kaplakrika. Kristján Flóki Finnbogason og Atli Viðar Björnsson skoruðu fyrir FH en Gary Martin og Óttar Magnús Karlsson fyrir Víkinga. Víkingur vann 1-0 sigur á FH í Víkinni þar sem Alex Freyr Hilmarsson skoraði.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Gunnar Jarl mun flauta leikinn í dag og gæti hann fengið krefjandi verkefni. Til gamans má geta að Gunnar Jarl er lærður kennari og fékk 10 fyrir lokaverkefni sitt í Kennó.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru jöfn að stigum og með góðum kafla gætu þau komið sér í toppbaráttu. 10 stig eftir 7 leiki þykir ansi rýr uppskera hjá heimamönnum og er eflaust minna en gestirnir höfðu vonað eftir að hafa unnið KR í fyrstu umferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH var í pottinum þegar dregið var í Evrópukeppninni í dag. FH mun mæta sigurvegaranum úr viðureign Víkings frá Færeyjum og Trepça '89 frá Kosóvó. Það mun þó ekki ráðast fyrr en í júlí hvoru liðinu FH mun mæta. Persónulega væri ég til í að sjá Gunnar Nielsen mæta til heimalandsins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimir Guðjóns hefur gagnrýnt lið sitt í viðtölum í sumar og sagði í viðtali við Elvar Geir í dag að liðið færi að dragast aftur úr ef það fengi ekki þrjú stig hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Logi Ólafs sagði byrjun sína með Víkinga vera sólid 9. Logi þjálfaði FH á sínum tíma með góðum árangri.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn góðir hálsar. Hér mun leik FH og Víkings verða textalýst og getur þú tekið þátt með því að nota myllumerkið #fotboltinet á Twitter. Endilega ef þið eruð að taka myndir eða sjáið eitthvað áhugavert að negla því inn.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
9. Ragnar Bragi Sveinsson
11. Dofri Snorrason ('74)
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
23. Ivica Jovanovic ('93)
25. Vladimir Tufegdzic ('79)

Varamenn:
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Erlingur Agnarsson ('79)
10. Muhammed Mert
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson ('93)
24. Davíð Örn Atlason ('74)

Liðstjórn:
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Logi Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Milos Ozegovic ('57)
Ivica Jovanovic ('90)

Rauð spjöld: