Samsung völlurinn
þriðjudagur 20. júní 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Viatcheslav Titov
Áhorfendur: 145
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir
Stjarnan 1 - 0 Fylkir
1-0 Agla María Albertsdóttir ('21)
Myndir: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir (m)
0. Sigrún Ella Einarsdóttir ('90)
4. Kim Dolstra
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Agla María Albertsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir
26. Harpa Þorsteinsdóttir ('74)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('87)

Varamenn:
12. Gemma Fay (m)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('74)
14. Donna Key Henry
18. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('90)
22. Nótt Jónsdóttir ('87)

Liðstjórn:
Helga Franklínsdóttir
Ana Victoria Cate
Þóra Björg Helgadóttir
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi

Gul spjöld:
Bryndís Björnsdóttir ('71)

Rauð spjöld:

@fotboltinet Guðrún Höskuldsdóttir


90. mín Leik lokið!
Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
Eyða Breyta
90. mín
Nótt Jónsdóttir snýr af sér varnarmann og nær skoti en það er framhjá.
Eyða Breyta
90. mín Rakel Leósdóttir (Fylkir) Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
90. mín Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan) Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
Sigrún búin að vera lífleg.
Eyða Breyta
90. mín
Stjarnan er búin að liggja í sókn síðustu mínútur.
Agla María var að enda við að eiga skot rétt yfir markið.
Eyða Breyta
87. mín Nótt Jónsdóttir (Stjarnan) Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
82. mín
Ragnheiður nær skoti inni í teig eftir fyrirgjöf frá Caragh en Stjarnan kemst beint í skyndisókn og vinnur horn.
Eyða Breyta
80. mín Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir) Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
79. mín
Dauðafæri!
Agla María með fyrirgjöf og Sigrún Ella nær skoti u.þ.b. 3 metrum frá markinu en Ásta ver glæsilega.
Eyða Breyta
78. mín
Ragnheiður Erla er lífleg á kantinum hjá Fylki og er búin að ná fullt af fyrirgjöfum.
Eyða Breyta
75. mín
Berglind Rós liggur eftir samstuð en harkar af sér.
Eyða Breyta
74. mín Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan) Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
71. mín Gult spjald: Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan)
Bryndís braut á Thelmu Lóu.
Eyða Breyta
69. mín
Mikið klafs í teignum hjá Fylki og Ísold liggur eftir en kemur inn á stuttu síðar.
Eyða Breyta
65. mín
Jesse Shugg var nálægt því að jafna metin!
Eftir laglegt þríhyrningsspil við Thelmu Lóu náði Ragnheiður góðri fyrirgjöf sem Jesse skallaði rétt yfir.
Eyða Breyta
62. mín
Dauðafæri!
Bryndís með sendingu inn á Sigrúnu sem nær fyrirgjöfinni en skotið frá Katrínu yfir.
Eyða Breyta
59. mín
Kristrún aftur með fína hornspyrnu en eftir mikið klafs í teignum ná Fylkisstelpur að hreinsa.
Eyða Breyta
56. mín
Fylkir er aðeins að sækja í sig veðrið. Ragnheiður kemst upp að endamörkum eftir sendingu frá Jasmín og nær fyrirgjöf en það verður þó ekkert úr því.
Eyða Breyta
53. mín
Sigrún Ella nálægt því að komast í gegn og Stjarnan fær hornspyrnu.

Kristrún með hættulega hornspyrnu en enginn kemst í boltann.
Eyða Breyta
49. mín
Harpa kemst inn fyrir en fyrirgjöf hennar fer í varnarmann og aftur fyrir.

Hornspyrnan nær ekki inn í teig vegna vinds.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Stjarnan hefur verið með öll völd á vellinum fyrstu 45 mínúturnar. Þær eru með sanngjarna 1-0 forystu.
Eyða Breyta
40. mín
Dauðafæri!
Harpa fær sendingu inn í teig og nær skotinu en Ásta Vigdís ver.
Eyða Breyta
37. mín
Stjarnan er með leikinn í höndunum en þegar Fylkisstelpur vinna boltann er Thelma Lóa oft ein frammi.
Eyða Breyta
28. mín
María nær skoti eftir hornið en það er langt yfir.
Eyða Breyta
28. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu og Sigrún Ella nær til boltans en skot hennar fer í varnarmann og aftur fyrir.
Eyða Breyta
26. mín
Thelma Lóa kemst inn í sendingu eftir hornið og brunar fram og nær í horn hinum megin en Fylkiskonur ná ekki að nýta sér það.
Eyða Breyta
25. mín
Stjarnan fær hornspyrnu eftir klafs í teignum.
Eyða Breyta
23. mín
Ásta Vigdís með slaka sendingu út úr markinu sem Sigrún Ella kemst í en skot hennar er yfir markið.
Eyða Breyta
21. mín MARK! Agla María Albertsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
Agla María með frábært skot fyrir utan teig í nærhornið eftir laglegt spil vinstra megin á vellinum.
Eyða Breyta
19. mín
Það er búið að bæta í vindinn en Stjarnan leikur á móti vindi.

Stjarnan er búin að vera töluvert meira með boltann en Fylkiskonur eru fastar fyrir.
Eyða Breyta
19. mín
Hún er komin upp og leikurinn farinn af stað.
Eyða Breyta
19. mín
Kristrún með hornspyrnuna en Fylkiskonur ná að hreinsa. Ísold liggur eftir og leikurinn er stöðvaður.
Eyða Breyta
18. mín
Katrín Ásbjörns með skot en það fer í varnarmann Fylkis og afturfyrir. Hornspyrna dæmd.
Eyða Breyta
13. mín
Katrín Ásbjörns tekur spyrnuna og nær frákastinu en skot hennar fer langt framhjá í vindinum.
Eyða Breyta
12. mín
Ísold brýtur aftur á Hörpu, núna aðeins fjær teignum en Stjarnan fær aukaspyrnu.
Eyða Breyta
7. mín
Stjarnan fær gott færi. Lára Kristín sendir inn á Hörpu sem rétt missir af boltanum.
Eyða Breyta
6. mín
Liðin stilla upp svona:

Stjarnan:

Berglind Hrund
Bryndís-Anna María-Kim-Kristrún
Sigrún Ella-Lára-María-Agla María
Katrín
Harpa

Fylkir:

Ásta Vigdís
Hulda-Tinna Björk-Tinna Bjarndís-Ísold-Caragh
Ragnheiður-Berglind-Jasmín-Jesse Shugg
Thelma Lóa
Eyða Breyta
5. mín
Katrín Ásbjörns tekur aukaspyrnuna en varnarmaður Fylkis hreinsar.
Eyða Breyta
4. mín
Ísold braut á Hörpu rétt við vítateig Fylkis.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Stjarnan byrjar með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Síðast þegar þessi lið mættust hér á Samsung vellinum endaði það með jafntefli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Veðrið er ekki upp á sitt besta í kvöld, það er þungskýjað og hvasst.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jón Aðalsteinn gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 5-0 tapi gegn ÍBV í síðustu umferð.

Hulda Sigurðardóttir, Thelma Lóa og Ísold Kristín koma inn í byrjunarliðið.

Lovísa Sólveig er ekki í hóp, Rakel Leósdóttir fer á bekkinn og Sigrún Salka gerir það einnig.
Eyða Breyta
Arnar Daði Arnarsson
Fyrir leik
Gemma Fay meiddist í upphitun í síðasta leik og heldur Berglind Hrund stöðu sinni í markinu. Þóra Björg Helgadóttir kemur á bekkinn.

María Eva og Harpa koma inn í byrjunarliðið fyrir þær Cate og Guðmundu Brynju.

Eyða Breyta
Arnar Daði Arnarsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og stærstu tíðindin hljóta að vera þau að Harpa Þorsteinsdóttir byrjar í liði Stjörnunnar í kvöld.
Eyða Breyta
Arnar Daði Arnarsson
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Samsung-vellinum í Garðabæ.

Hér í kvöld eigast við Stjarnan og Fylkir í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna.
Eyða Breyta
Arnar Daði Arnarsson
Byrjunarlið:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
0. Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
2. Jesse Shugg
6. Hulda Sigurðardóttir ('80)
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
10. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir
15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
20. Caragh Milligan
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f) ('90)
23. Tinna Björk Birgisdóttir

Varamenn:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
8. Ída Marín Hermannsdóttir
14. Rakel Leósdóttir ('90)
17. Birna Kristín Eiríksdóttir
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('80)
25. Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
27. Stella Þóra Jóhannesdóttir

Liðstjórn:
Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
Hulda Hrund Arnarsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Jón Aðalsteinn Kristjánsson (Þ)
Vésteinn Kári Árnason
Kolbrún Arnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: