Grindavíkurvöllur
þriðjudagur 20. júní 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Sterkur suð-austan vindur og rigning
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Svava Rós Guðmundsdóttir
Grindavík 0 - 5 Breiðablik
0-1 Svava Rós Guðmundsdóttir ('14)
0-2 Fanndís Friðriksdóttir ('43)
0-3 Fanndís Friðriksdóttir ('45, víti)
0-4 Svava Rós Guðmundsdóttir ('78)
0-5 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Byrjunarlið:
1. Emma Mary Higgins (m)
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
10. Sara Hrund Helgadóttir (f)
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva ('65)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
19. Carolina Mendes
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('59)
23. Kristín Anítudóttir Mcmillan
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir
28. Lauren Brennan ('73)

Varamenn:
8. Guðný Eva Birgisdóttir ('65)
14. Ragnhildur Nína F Albertsdóttir
14. Margrét Fríða Hjálmarsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('59)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
21. Telma Lind Bjarkadóttir ('73)
24. Andra Björk Gunnarsdóttir

Liðstjórn:
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Nihad Hasecic
Tómas Orri Róbertsson
Sreten Karimanovic

Gul spjöld:
Anna Þórunn Guðmundsdóttir ('28)
Carolina Mendes ('38)

Rauð spjöld:

@BjarniThorarinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson


90. mín Leik lokið!
Bríet flautar til leiksloka og öruggur sigur Breiðabliks í höfn! Viðtöl og skýrsla koma inn á næstunni
Eyða Breyta
90. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Berglind Björg skorar fimmta mark Breiðabliks með frábæru skoti fyrir utan teig! Hefði viljað sjá Breiðablik gera meira af þessu í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
90. mín
Komnar 90 mínútur á klukkuna. Hefur lítið sem ekkert gerst síðustu mínúturnar
Eyða Breyta
84. mín
Gaman að segja frá því að af 25 þátttakendum leiksins þá er aðeins einn karlmaður. Það er Kristján Már Ólafs, aðstoðardómari 1. Gaman að sjá Bríeti og Eydísi í dómarateyminu. Hafa staðið sig ákaflega vel. Vonandi fjölgar konum í dómgæslunni á næstunni
Eyða Breyta
82. mín
Hildur með ágætis skalla en boltinn yfir markið

Eyða Breyta
81. mín
Svava með flottan sprett upp völlinn og lék á vörn Grindavíkur. Emma Higgins stóð hins vegar vaktina og varði örugglega
Eyða Breyta
78. mín MARK! Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Það kom há spyrna frá vinstri kanti Breiðabliks og vindurinn tók boltann töluverða vegalend með sér. Anna Þórunn fékk kjörið tækifæri til þess að skalla boltann fram en brást bogalistinn og fékk Svava boltann í lappirnar og kláraði örugglega
Eyða Breyta
76. mín
Boltinn fýkur smá þegar Samantha tók spyrnuna og hún rann auk þess í spyrnunni. Spyrnan varð eftir því
Eyða Breyta
75. mín
Aukaspyrna hjá Breiðablik á hægri kantinum. Það er hægt að gera eitthvað úr þessu
Eyða Breyta
73. mín Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Þriðja landsliðskonan útaf hjá Breiðablik
Eyða Breyta
73. mín Lauren Brennan (Grindavík) Telma Lind Bjarkadóttir (Grindavík)
Síðasta skipting Grindavíkur
Eyða Breyta
72. mín
Hildur með dauðafæri eftir hornspyrnu. Fær skalla á markteignum en skallinn framhjá
Eyða Breyta
71. mín
Svava tekur sprettinn upp miðjuna og lætur vaða á markið. Skotið hins vegar langt framhjá
Eyða Breyta
67. mín
Rakel komin ein í gegn en skot hennar framhjá
Eyða Breyta
65. mín Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik) Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)
Þreföld skipting. Rilany fer útaf hjá Grindavík og Guðný Eva kemur inn. Landsliðskonurnar Fanndís og Ingibjörg fara útaf hjá Breiðablik og Heiðdís og Arna Dís koma inn
Eyða Breyta
65. mín Heiðdís Sigurjónsdóttir (Breiðablik) Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
65. mín Guðný Eva Birgisdóttir (Grindavík) Rilany Aguiar Da Silva (Grindavík)

Eyða Breyta
63. mín
Rilany leggst niður og biður um skiptingu. Blóðtaka fyrir Grindavík ef hún er mikið meidd. Virðist hafa fengið í nárann. Hinn brasilíski leikmaður Grindavíkur, Thaisa er líka meidd og hefur misst af síðustu fimm leikjum
Eyða Breyta
61. mín
Breiðablik tekur spyrnuna stutt en ekkert verður úr henni
Eyða Breyta
60. mín
Rakel tekur skotið fyrir utan teig en María kemst fyrir skotið og boltinn afturfyrir, hornspyrna
Eyða Breyta
59. mín María Sól Jakobsdóttir (Grindavík) Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík)
Fyrsta skipting leiksins
Eyða Breyta
56. mín
Berglind fær flotta fyrirgjöf en dæmd rangstæð. Breiðablik hefur ekki náð að brjóta niður vörn Grindavíkur
Eyða Breyta
53. mín
Andrea Rán með skot en það fór langt framhjá
Eyða Breyta
49. mín
Eins og við var að búast er Breiðablik meira með boltann. Hafa ekki enn skapað sér færi það sem af er hálfleiknum. Vindurinn gæti reynst erfiður
Eyða Breyta
48. mín
Anna Þórunn kemur aftur inn á. Virðist hafa jafnað sig
Eyða Breyta
47. mín
Anna Þórunn liggur eftir hjá Grindavík. Getur ekki stigið í vinstri löppina, gæti verið á leið útaf
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Leikurinn byrjaður aftur. Grindavík byrjar með boltann og spyrna honum beint í innkast
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Bríet flautar til hálfleiks. Breiðablik með örugga forystu í hálfleik og þær verða með vindinn í bakið í þeim síðari
Eyða Breyta
45. mín
Berglind Björg með STURLAÐA stungusendingu á Svövu Rós! Svava var komin ein í gegn en Emma gerði hrikalega vel og varði í horn
Eyða Breyta
45. mín Mark - víti Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Fanndís skorar af miklu öryggi úr vítaspyrnunni! Föst spyrna niðri í vinstra hornið. Virkilega góð spyrna. Fanndís komin með tvö á örskömmum tíma!
Eyða Breyta
44. mín
VÍTI TIL BREIÐABLIKS! Helga Guðrún brýtur á Berglindi og Bríet bendir á punktinn! Réttilega dæmt að mér sýndist
Eyða Breyta
43. mín MARK! Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Annað mark Breiðabliks komið í hús! Fanndís fékk boltann nálægt miðjulínunni og tók á rás. Engin varnarmaður Grindavíkur tókst að stöðva hana og komst hún ein gegn markmanni. Skoraði örugglega
Eyða Breyta
40. mín
Andrea með skottilraun fyrir utan teig en skot hennar yfir mark Grindavíkur
Eyða Breyta
39. mín
Hildur með svakalegt skallafæri! Ein og óvölduð í markteignum en hitti ekki boltann!
Eyða Breyta
38. mín Gult spjald: Carolina Mendes (Grindavík)
Carolina fékk gult spjald fyrir tæklingu á miðjum velli
Eyða Breyta
37. mín
Ingibjörg með rosaleg mistök! Er eitthvað að leika sér á vítateigslínunni og Rilany stelur bara boltanum af henni. Skot hennar í stöngina! Ingibjörg ansi nálægt því að gefa uppeldisfélagi sínu mark!
Eyða Breyta
36. mín
Rakel með gott færi! Fær flotta fyrirgjöf af hægri kantinum en skot Rakelar rétt framhjá
Eyða Breyta
34. mín
Akkúrat þegar ég sleppti orðinu þá kom dauðafæri hjá Breiðablik! Fanndís með flotta stungusendingu á Berglindi sem gefur hann fyrir/skýtur og boltinn berst á Svövu sem skýtur í stöngina!
Eyða Breyta
34. mín
Lítið um færi þessa stundina
Eyða Breyta
28. mín Gult spjald: Anna Þórunn Guðmundsdóttir (Grindavík)
Anna Þórunn með fullorðinstæklingu. Hennar fyrsta brot í leiknum, kannski full snemmt fyrir spjald.
Eyða Breyta
27. mín
Þarna klikkaði Sara. Boltinn átt upp í loftið og aftur fyrir endamörk
Eyða Breyta
27. mín
Fjórða hornspyrna Grindavíkur. Nú getur Sara skrúfað boltann inn
Eyða Breyta
25. mín
Önnur flott hornspyrna hjá Söru Hrund. Fær annað horn skömmu síðar og aftur er það góð spyrna. Grindavík á að geta nýtt sér þetta mikið betur
Eyða Breyta
25. mín
Berglind reynir fyrirgjöf hjá Grindavík en Samantha skallar í horn
Eyða Breyta
23. mín
Sara Hrund með skot af löngu færi. Alls ekki vitlaus hugmynd með þennan vind í bakið. Skotið hins vegar yfir
Eyða Breyta
21. mín
Ekkert verður úr aukaspyrnunni og Rilany fær létt höfuðhögg að auki. Hún var hins vegar snögg að standa upp og virðist í fínu lagi
Eyða Breyta
20. mín
Sara Hrund með alvöru tæklingu aftanfrá. Aukaspyrna dæmd. Breiðablik fær svo skömmu síðar aukaspyrnu á vinstri kantinum
Eyða Breyta
18. mín
Lauren Brennan með frábæra stungusendingu á Dröfn! Dröfn var hins vegar í erfiðu skotfæri og ákvað því að gefa boltann fyrir. Þar var hins vegar enginn
Eyða Breyta
16. mín
Rakel með frábæra stungusendingu á Fanndísi sem reyndi að senda boltann inn á Berglindi. Sending Fanndísar heppnaðist ekki en góð hugsun hins vegar. Breiðablik að taka yfir leikinn
Eyða Breyta
15. mín
Strax hætta við mark Grindavíkur! Nú var það öfugt og í markinu. Svava átti góða sendingu á Berglindi en Kristín Anítudóttir komst í boltann og horn til Breiðabliks. Ekkert kom útúr hornspyrnunni
Eyða Breyta
14. mín MARK! Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
FYRSTA MARKIÐ KOMIÐ! Grindvíkingar sofnuðu algjörlega á verðinum þarna þegar Breiðablik fékk innkast á miðjum vallarhelmingi Grindavíkur. Berglind Björg fékk boltan ein og óvöldu og gaf fyrir á Svövu Rós, sem var einnig ein og óvölduð og átti auðvelt með að klára færið
Eyða Breyta
10. mín
Carolina reynir stungusendingu á Dröfn en sendingin aðeins og föst. Góð hugsun. Leikurinn byrjar nokkuð fjörlega hérna í Grindavík og bæði lið að spila flottan leik
Eyða Breyta
8. mín
DAUÐAFÆRI hjá Berglindi! Svava með flottan sprett upp hægri kantinn og rennur honum fyrir á Berglindi. Skot hennar hins vegar framhjá. Þarna átti hún að skora!
Eyða Breyta
7. mín
Frábær hornspyrna hjá Söru Hrund! Tekur nokkurskonar utanfótar spyrnu og boltinn dettur á slánna! Þarna skapaðist hætta í teig Breiðabliks
Eyða Breyta
7. mín
Grindavík fær hornspyrnu. Vindurinn reyndist Ástu erfiður þarna
Eyða Breyta
6. mín
Dröfn með ágætis sprett upp hægri kantinn og vinnur innkast fyrir Grindavík
Eyða Breyta
4. mín
Flott stungusending frá Svövu á Berglindi en Berglind var dæmd rangstæð
Eyða Breyta
3. mín
Kristín Anítudóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir eru í miðvarðarstöðunni í stað Bentínu og Lindu Eshun en þær eru báðar meiddar
Eyða Breyta
2. mín
Fanndís nálægt því að komast ein í gegn en Berglind var vel vakandi í bakverðinum og náði að hreinsa boltann í burtu
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Sara Hrund, fyrirliði Grindavíkur í dag vann uppkastið og kaus að byrja með vindinn í bakið. Breiðablik byrjar með boltann og sækir í átt að sjónum
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin rölta nú inn á völlinn og er þetta því að hefjast
Eyða Breyta
Fyrir leik
Markahrókurinn, Andri Rúnar Bjarnason er mættur á leikinn að styðja sínar stúlkur. Andri er markahæsti leikmaður Pepsi-deild karla með 9 mörk í 8 leikjum. Þess má einnig geta að fyrirliði Breiðabliks Rakel Hönnudóttir er kærasta Andra Rúnars
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mennirnir hér í blaðamannastúkunni segja að það muni aðeins bæta í vindinn og rigninguna þegar líður á kvöldið. Fagna því ekki. Viðurkenni
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er sterkur suð-austan vindur hérna en það er líklega vinsælasta vindáttin hérna í Grindavík. Til að toppa það er ágætis rigning. Ég verð að viðurkenna, að ég myndi ekki nenna að spila í þessu veðri. En stelpurnar fá allt mitt hrós fyrir að vera klárar í kvöld
Eyða Breyta
Fyrir leik
Veðrið er langt frá því að vera frábært hérna í Grindavík. Ekki í fyrsta skipti í sumar. Það er þó einn maður sem lætur veðrið ekki stoppa sig. Jú þið giskuðu rétt, það er að sjálfsögðu Beggi vallarstjóri. Hann er út á velli í þessum töluðu orðum og sér hvort ekki sé allt með felldu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Lið bikarmeistara Breiðabliks er óbreytt frá 1-0 sigrinum á Stjörnunni í síðustu umferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er nokkuð um breytingar hjá liði Grindavíkur í kvöld. Miðverðirnir tveir, Linda Eshun og fyrirliðinn Bentína Frímannsdóttir eru ekki með. Þá dettur Elena Brynjarsdóttir einnig útúr byrjunarliðinu frá því í síðasta leik. Í þeirra stað koma Ísabel, Helga Guðrújn og Berglind Ósk
Eyða Breyta
Fyrir leik
Landsliðskonan unga, Ingibjörg Sigurðardóttir er að snúa aftur á sínar heimaslóðir en hún er uppalinn í Grindavík og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Grindavík. Hún gekk svo til liðs við Breiðablik árið 2012. Síðan þá hefur ferill hennar verið á hraðri uppleið og lék hún sína fyrstu A-landsleiki á dögunum.

Þetta er að ég held fyrsta skiptið sem Ingibjörg keppir á móti Grindavík í mótsleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik hefur haft gríðarlega yfirburði á Grindavík í keppnisleikjum í kvennaleikjum. Liðin hafa mæst 16 sinnum og 14 sinnum hefur Breiðablik unnið. Einu sinni hefur farið jafntefli og Grindavík hefur aðeins unnið einn leik.

Eini sigurleikur Grindavíkur gegn Breiðablik kom einmitt þegar liðin mættust síðast. Það var árið 2011 þegar Grindavík var síðast í Pepsi-deildinni. Þá vann Grindavík 3-2.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavík hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og sitja þær í 8. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.

Breiðablik er hins vegar á hinum enda deildarinnar. Liðið situr í 2. sæti, 6 stigum á eftir toppliði Þór/KA
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindavík tapaði 5-0 gegn toppliði Þór/KA í síðustu umferð á meðan Breiðablik vann gríðarlega sterkan 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komið sæl og verið velkominn hingað til Grindavíkur þar sem heimakonur munu taka á móti bikarmeisturum Breiðabliks í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
0. Samantha Jane Lofton
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir (f) ('73)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('65)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('65)
28. Guðrún Arnardóttir
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('65)
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir ('65)
15. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('73)

Liðstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir
Sandra Sif Magnúsdóttir
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: