Alvogenvöllurinn
þriðjudagur 20. júní 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Maður leiksins: Anisa Raquel Guajardo
KR 0 - 5 Valur
0-1 Anisa Raquel Guajardo ('4)
0-2 Anisa Raquel Guajardo ('33)
0-3 Ariana Calderon ('39)
Edda Garðarsdóttir , KR ('53)
0-4 Ariana Calderon ('54)
0-5 Vesna Elísa Smiljkovic ('92)
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
0. Sigríður María S Sigurðardóttir ('63)
0. Anna Birna Þorvarðardóttir
0. Ingunn Haraldsdóttir ('59)
0. Harpa Karen Antonsdóttir ('67)
0. Hólmfríður Magnúsdóttir
5. Hugrún Lilja Ólafsdóttir
7. Elísabet Guðmundsdóttir
10. Ásdís Karen Halldórsdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Varamenn:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
4. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('63)
7. Katrín Ómarsdóttir
8. Sara Lissy Chontosh ('59)
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir ('67)
18. Guðrún Gyða Haralz
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir
24. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir

Liðstjórn:
Guðlaug Jónsdóttir
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Sædís Magnúsdóttir
Henrik Bödker

Gul spjöld:
Elísabet Guðmundsdóttir ('35)
Jóhanna K Sigurþórsdóttir ('74)

Rauð spjöld:
Edda Garðarsdóttir ('53)

@valastella Valgerður Stella Kristjánsdóttir


93. mín Leik lokið!
Leik er lokið með 5-0 sigri Vals. Sigurinn er síst of stór, það var eiginlega bara eitt lið á vellinum og KR liðið hafði einfaldlega engin svör.

Minnum á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
Eyða Breyta
92. mín MARK! Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Mistök í vörn KR, boltinn lekur í gegnum vörnina frá hægri kantinum og Vesna mætir ein á fjær og rennir honum af öryggi í netið.
Eyða Breyta
89. mín
KR stelpur eru farnar að bíða eftir flautinu, Valsstelpurnar sækja enn en lítið af alvöru færum.
Eyða Breyta
86. mín
KR stelpur komast í ágætis sókn en eru bara of lengi að gera hlutina. Valsstelpur eru strax orðnar mun fleiri fyrir aftan boltann og þær loka auðveldlega á slaka sóknartilburði.
Eyða Breyta
81. mín
Guðrún Karitas fær boltann á hægri kantinum. Hún hefur komið með kraft inn í KR leikinn. Það er bara ekki nóg. Þetta fjarar út í sandinn hjá KR.
Eyða Breyta
79. mín
Efnileg sending hjá Hugrúnu Lilju á vinstri kantinum inn í teig. Guðrún Karitas hinsvegar of sein í boltann á fjærstönginni.
Eyða Breyta
77. mín
Vesna tekur hornspyrnu. Ingibjörg er fyrst í boltann og brotið á henni, aukaspyrna dæmd.
Eyða Breyta
76. mín
Hornið rennur út í sandinn en Valsstelpur fá horn hinum megin.
Eyða Breyta
76. mín
Anisa kemst upp hægra megin og stingur inn á Hlín sem vinnur horn.
Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Jóhanna K Sigurþórsdóttir (KR)
Jóhanna er hvergi nálægt boltanum en fær gult spjald, það er pirringur í KR liðinu.
Eyða Breyta
74. mín Hlíf Hauksdóttir (Valur) Laufey Björnsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
71. mín
Dómarinn stöðvar hér leikinn þar sem Anna Birna liggur eftir og heldur um höfuðið á sér. Hún harkar þó fljótt af sér og er staðin upp.
Eyða Breyta
70. mín Stefanía Ragnarsdóttir (Valur) Ariana Calderon (Valur)

Eyða Breyta
69. mín
Lífið er frekar mikið dottið úr þessum leik. Hvorugt liðið er að ná að skapa sér einhver færi.
Eyða Breyta
67. mín Jóhanna K Sigurþórsdóttir (KR) Harpa Karen Antonsdóttir (KR)

Eyða Breyta
63. mín Guðrún Karítas Sigurðardóttir (KR) Sigríður María S Sigurðardóttir (KR)
Guðrún Karítas kemur inn í stöðu Sigríðar Maríu.
Eyða Breyta
63. mín Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Valskonur gera breytingu Thelma Björk fer út af á vinstri kantinum og inn kemur Arna Sif kemur inn. Málfríður Anna fer úr vörninni í vinstri vængbakvörð.
Eyða Breyta
59. mín Sara Lissy Chontosh (KR) Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Sara Lissy kemur inn fyrir Ingunni. Sara Lissy tekur sér stöðu á miðjunni og Þórunn Helga dettur niður í miðvörð fyrir Ingunni.
Eyða Breyta
56. mín
Það er brotið á Vesnu rétt fyrir utan teig. Hún fer sjálf á punktinn, tekur skot sem Ingibjörg ver vel.
Eyða Breyta
54. mín MARK! Ariana Calderon (Valur)
Ariana tekur skot langt utan af velli sem fór einhvernveginn í boga yfir markmann KR og dettur niður í markinu. Ingibjörg hefði mátt gera betur.
Eyða Breyta
53. mín Rautt spjald: Edda Garðarsdóttir (KR)
Þjálfari KR-inga fær rautt spjald! Dómarinn hafði víst átt eitthvað orð við hana í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
53. mín
Valskonur eru enn og aftur að komast upp vinstra megin en í þetta skiptið er Vesna rangstæð.
Eyða Breyta
49. mín
Eitthvað hefur verið sagt við KR-stelpur í hálfleik. Þær koma mun grimmari til leiks og láta strax finna fyrir sér. Eiga fína sókn sem þær ná þó ekki að slútta.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Liðin gera engar breytingar í hálfleik en það er þó líklegt að það styttist í breytingar.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
KR verður að finna upp einhverjum leiðum til að halda boltanum betur þegar þær vinna hann. Valsliðið er einfaldlega alltaf mætt strax í pressu og vinna boltann um leið aftur. Miklu sterkari og miklu grimmari í alla bolta, þetta verður úr þessu langur dagur fyrir KR ef þær koma ekki sterkari til leiks í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Valsstelpur leiða 3-0 í hálfleik og hafa einfaldlega verið mun betri aðilinn í þessum leik á öllum sviðum og eiga þessa forrystu fyllilega skilið.
Eyða Breyta
42. mín
Thelma Björk kemur með enn eina fyrirgjöfina frá vinstri. Vesna nær til boltans og skýtur á markið en Ingibjörg í marki KR ver frábærlega.
Eyða Breyta
39. mín MARK! Ariana Calderon (Valur), Stoðsending: Vesna Elísa Smiljkovic
Vesna á flotta hornspyrnu frá vinstri og Ariana stekkur hæst í teignum og skallar boltann algjörlega óverjandi fyrir Ingibjörgu uppi á fjærstöng.
Eyða Breyta
38. mín
Valskonur sækja enn stíft og enn og aftur kemst Anisa í færi en skýtur í þetta skiptið langt yfir.
Eyða Breyta
35. mín Gult spjald: Elísabet Guðmundsdóttir (KR)

Eyða Breyta
33. mín MARK! Anisa Raquel Guajardo (Valur), Stoðsending: Elín Metta Jensen
Thelma Björk tekur þríhyrningsspil með Elínu Mettu á vinstri kantinum. Elín nær fyrirgjöf og Anisa er enn og aftur óvölduð í teignum og í þetta skiptið á hún ekki í vandræðum með að leggja boltann snyrtilega í netið.
Eyða Breyta
29. mín
Þvílík sókn hjá Valsstelpum!

Spila sig upp allan völlinn, fallegt einnar snertingar spil og boltinn endar hjá Thelmu Björk á vinstri kantinum. Hún á frábæra skiptingu yfir á Hlín sem sendir fyrir á Anisu sem er óvölduð í teignum en Ingibjörg í marki KR gerir vel og ver skotið.
Eyða Breyta
27. mín
Valsstelpur ná fínni sókn. Hlín kemst ein upp í hornið og reynir fyrirgjöf en KR hreinsa beint í fæturnar á Laufey sem reynir skot, aftur tekur vörn KR boltann.
Eyða Breyta
24. mín
Pála Marie misreiknar háa sendingu innfyrir vörn Vals og missir Ásdísi Kareni innfyrir sig. Hún tekur tvær á og nær svo fínni stungusendingu á Hólmfríði en skotið frá henni fór í varnarmann og aftur fyrir.
Eyða Breyta
21. mín
Það er kominn smá pirringur í sóknarmenn KR. Ásdís Karen er dæmd rangstæð og spyrnir boltanum frá sér í pirring og fær tiltal frá dómaranum í kjölfarið.
Eyða Breyta
20. mín
KR-ingar reyna stungusendingu á Sigríði Maríu en hún er langt fyrir innan og aðstoðardómarinn flaggar.
Eyða Breyta
19. mín
KR-stelpur eru eitthvað að vakna til lífsins og eiga ágætis sókn en boltinn endar út af og Valskonur eiga innkast.
Eyða Breyta
17. mín
Hlín kemst upp í hornið hægra megin og á fína sendingu fyrir mark KR. Þar eru Valsstelpur fleiri en KR-ingarnir en ná ekki til boltans.
Eyða Breyta
14. mín
KR-ingar vinna aukaspyrnu sem Þórunn Helga fyrirliði þeirra tekur. Fín sending inná teiginn en enginn mætir og boltinn fer framhjá.
Eyða Breyta
14. mín
Málfríður Anna á hættulega sendingu til baka á Söndru sem kemur út á móti. Sandra er komin langt út úr stöðu og sendir boltann út af.
Eyða Breyta
11. mín
Valsstelpur taka stutt horn, Vesna fær boltann aftur og sendir fyrir. KR-ingar freista þess að hreinsa en boltinn fellur fyrir Thelmu Björk sem reynir skot en framhjá.
Eyða Breyta
10. mín
KR stelpur eiga á brattann að sækja og komust í sína fyrstu sókn eftir 10 mínútur en hún fjaraði hratt út.
Eyða Breyta
7. mín
Valsstelpur vinna horn sem Vesna tekur. KR-ingar ná ekki að hreinsa almennilega og Elín Metta nær skoti á markið sem fer yfir.
Eyða Breyta
4. mín MARK! Anisa Raquel Guajardo (Valur), Stoðsending: Thelma Björk Einarsdóttir
Valsstelpur eru ekki lengi að þessu. Þær spila sig auðveldlega upp vinstri kantinn þar sem Thelma Björk kemst auðveldlega framhjá Hörpu Karen og sendir fyrir. Anisa Raquel var alein í teignum og skallaði boltann sannfærandi í netið.
Eyða Breyta
4. mín
Valskonur byrja þennan leik betur og halda boltanum vel sín á milli og vinna aukaspyrnu á vallarhelming KR-inga.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn með lukkukrökkum.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er mættur á völlinn, spurning hvort hann sé með augastað á einhverjum leikmanni á vellinum fyrir EM verkefnið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið gera breytingar á liðum sínum.

KR gerir þrjár breytingar, inn koma Elísabet Guðmundsdóttir, Sigríður María og Anna Birna og út fara Guðrún Karítas, Sara Lissy og Guðrún Gyða.

Valskonur gera tvær breytingar, inn koma Pála Marie og Thelma Björk fyrir Stefaníu Ragnarsdóttur og Örnu Sif.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið hafa lent í stórum meiðslum varðandi lykilleikmenn en Sif Atladóttir landsliðskona spáir leiknum 0-1 Valskonum í vil og segir að dagsformið muni ráða úrslitum.

Spá Sifjar fyrir alla leiki 9.umf. má sjá hér
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valskonur sitja fyrir leikinn í 5.sæti deildarinnar með 15 stig. Liðið hefur verið á góðri siglingu upp á síðkastið og unnið síðustu 5 leiki sína.

KR-ingar eru í 7.sæti með aðeins 6 stig en liðið átti erfitt með að fóta sig í upphafi móts en hafa sigrað síðustu tvo leiki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá Alvogen-vellinum.

Hér í kvöld eigast við KR og Valur, tvö Reykjavíkurstórveldi í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir (f)
5. Ariana Calderon ('70)
8. Laufey Björnsdóttir ('74)
10. Elín Metta Jensen
11. Vesna Elísa Smiljkovic
13. Anisa Raquel Guajardo
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('63)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
5. Hrafnhildur Hauksdóttir
15. Eva María Jónsdóttir
20. Hlíf Hauksdóttir ('74)
26. Stefanía Ragnarsdóttir ('70)
28. Arna Sif Ásgrímsdóttir ('63)
30. Katrín Gylfadóttir

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Elfa Scheving Sigurðardóttir
Úlfur Blandon (Þ)
Jón Stefán Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: