Valsvöllur
föstudagur 23. júní 2017  kl. 19:15
Borgunarbikar kvenna
Dómari: Gunnar Helgason
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Valur 5 - 0 HK/Víkingur
1-0 Elín Metta Jensen ('30)
2-0 Anisa Raquel Guajardo ('56)
3-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('66)
4-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('80)
5-0 Stefanía Ragnarsdóttir ('83)
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir (f)
5. Ariana Calderon
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen ('60)
13. Anisa Raquel Guajardo ('75)
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('67)
26. Stefanía Ragnarsdóttir
28. Arna Sif Ásgrímsdóttir

Varamenn:
2. Þorgerður Einarsdóttir (m)
5. Hrafnhildur Hauksdóttir ('67)
11. Vesna Elísa Smiljkovic
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
20. Hlíf Hauksdóttir
25. Nína Kolbrún Gylfadóttir ('75)
30. Katrín Gylfadóttir ('60)

Liðstjórn:
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Elfa Scheving Sigurðardóttir
Úlfur Blandon (Þ)
Jón Stefán Jónsson
Þórdís Ólafsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:

@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir


90. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið. Valsarar sigla sannfærandi inn í undanúrslitin eftir 5-0 sigur á baráttuglöðu HK/Víkingsliði.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér síðar í kvöld.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Stefanía Ragnarsdóttir (Valur), Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
STEFANÍA!

5-0 og allar flóðgáttir hafa opnast hér í lokin.

Hlín kemst upp hægra megin og finnur bekkjarsystur sína, Stefaníu, úti í teignum. Stefanía nær góðu skoti að marki og Björk kemur engum vörnum við.
Eyða Breyta
80. mín MARK! Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur), Stoðsending: Stefanía Ragnarsdóttir
ARNA SIF!

Aftur skorar Arna Sif og aftur með hörkuskalla eftir góða hornspyrnu frá Stefaníu.

Valur er að klára þetta örugglega.
Eyða Breyta
78. mín
HLÍN!

Flott skot frá Hlín og hörkuvarsla hjá Björk!
Eyða Breyta
75. mín Nína Kolbrún Gylfadóttir (Valur) Anisa Raquel Guajardo (Valur)

Eyða Breyta
73. mín Stefanía Ásta Tryggvadóttir (HK/Víkingur) Margrét Sif Magnúsdóttir (HK/Víkingur)

Eyða Breyta
72. mín
Besta færi gestanna. Eftir ágæta sókn dettur boltinn heldur óvænt fyrir Margréti Sif sem nær ekki nógu góðu skoti undir pressu. Fín sókn.
Eyða Breyta
67. mín Hrafnhildur Hauksdóttir (Valur) Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
67. mín Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (HK/Víkingur) María Soffía Júlíusdóttir (HK/Víkingur)

Eyða Breyta
66. mín MARK! Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur), Stoðsending: Stefanía Ragnarsdóttir
Landsliðskonan Arna Sif skorar með þrumuskalla eftir hornspyrnu Stefaníu.

Ótrúlega sterk í loftinu hún Arna Sif!
Eyða Breyta
64. mín
Aftur færi!

Thelma Björk fær boltann vinstra megin í teignum og hleður í þrumuskot sem er á leiðinni í markið en Maggý er hugrökk og hendir sér fyrir.

Valur fær horn.
Eyða Breyta
64. mín
FÆRI!

Katrín Gylfa á frábæra sendingu inn á Anisu sem kemst gegn Björk. Björk kemur vel út á móti og nær að hægja á Anisu sem fer aðeins úr jafnvægi og nær ekki skoti á mark.
Eyða Breyta
60. mín Katrín Gylfadóttir (Valur) Elín Metta Jensen (Valur)
Elín Metta búin að vera mjög góð í kvöld en landsliðskonan fær hvíld eftir mikið álag að undanförnu.
Eyða Breyta
60. mín Brynhildur Vala Björnsdóttir (HK/Víkingur) Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur)

Eyða Breyta
56. mín MARK! Anisa Raquel Guajardo (Valur)
Valsarar tvöfalda forystuna eftir horn!

Arna Sif á skalla af fjærsvæðinu sem að Gígja Valgerður bjargar á marklínu. Boltinn dettur fyrir Anisu Raquel sem er búin að vera sjóðheit að undanförnu og skorar í fjórða leiknum í röð!
Eyða Breyta
54. mín
BJÖRK!

Frábært úthlaup hjá Björk sem lokar á skot Anisu sem er komin ein í gegn.

Valur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
48. mín
Seinni hálfleikur byrjar svipað og sá seinni spilaðist. Valsarar sækja.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Þetta er byrjað aftur. Liðin eru óbreytt.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Valsarar eru höfðingjar heima að sækja. ÖLLUM áhorfendum er boðið inn í kaffi og kruðerí í hálfleik. Vel gert.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Kominn hálfleikur hér. Staðan 1-0 fyrir Val. Valsarar búnar að stjórna umferðinni algjörlega en HK/Víkingar varist vel á síðasta þriðjungi og ekki gefið á sér opin færi.

Ekki slæmt fyrir þær að fara bara einu marki undir inn í leikhlé miðað við gang leiksins. Eitt mark er lítil forysta.
Eyða Breyta
41. mín
Leikurinn hefur nánast eingöngu farið fram á vallarhelmingi HK/Víkings en Laufey Elísa var að eiga fyrsta markskot gestanna. Það flaug þó vel framhjá.
Eyða Breyta
34. mín
Áfram sækja Valskonur!

Stefanía var að setja boltann á kollinn á Ariönu sem beið í teignum en náði ekki að stýra honum á markið.
Eyða Breyta
30. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Thelma Björk Einarsdóttir
MAAAARK!

Valskonur eru búnar að brjóta ísinn! Markið kom eftir fallega sókn sem hófst hjá Málfríði Ernu í öftustu línu.

Málfríður fann Thelmu út til vinstri og Thelma setti boltann svo í fæturnar á Elínu Mettu sem lék í átt að marki, fór framhjá Margréti Evu og lét vaða af vítateigslínunni. Smellhitti boltann sem söng í netinu.

1-0 og alveg í takt við gang mála.
Eyða Breyta
26. mín
Áfram sækja Valskonur. Nú var Thelma Björk réttsvo að missa af fyrirgjöf Adriönu á fjær.

Stuttu síðar fá Valskonur dæmda aukaspyrnu af 30 metra færi. Thelma reynir skot en setur boltann vel framhjá.
Eyða Breyta
22. mín
Stórhætta eftir hornspyrnu Vals. Boltinn gengur á milli manna í loftinu áður en að HK/Víkingar ná að hreinsa frá.

Valur fær aðra hornspyrnu. Stefanía smellir fínum bolta fyrir en aftur hreinsa gestirnir. Liggur þungt á þeim um þessar mundir.
Eyða Breyta
20. mín
Valsarar halda áfram að sækja en gestirnir eru að spila þéttan varnarleik og ætla ekki að gefa neitt eftir.
Eyða Breyta
17. mín
Liðið hjá HK/Víking lítur svona út:

Björk
Þórhanna - Margrét Eva - Maggý - Gígja
Isabella - Laufey
Karólína - Margrét Sif - María Soffía
Linda Líf
Eyða Breyta
16. mín
Valur stillir upp líkt og að undanförnu.

Sandra
Pála - Málfríður Erna - Arna Sif
Hlín - Laufey - Ariana - Thelma Björk
Stefanía - Elín Metta
Anisa
Eyða Breyta
12. mín
Frábær sókn. Boltinn gengur hratt á milli leikmanna Vals í teignum hjá HK/Víking og sóknin endar á því að Ariana setur boltann framhjá.
Eyða Breyta
9. mín
Hættuleg sókn hjá Val. Elín Metta leggur boltann út í teig á Stefaníu sem nær ágætu skoti en varnarmenn HK/Víkings komast fyrir.
Eyða Breyta
5. mín
Heimakonur byrja betur en við höfum ekki fengið nein opin færi í leikinn ennþá. Pála er búin að eiga tvö "trademark" innköst, löng og inná teig og Valskonur búnar að fá tvær hornspyrnur án þess þó að skapa mikla hættu.
Eyða Breyta
1. mín
Áhugavert. Ekki mínúta liðin af leiknum en Björk markvörður þarf að stoppa til að reima. Ekki oft sem maður sér þetta.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Gestnirnir, sem leika í hvítu, hefja leik og spila í átt að Landspítalanum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er stutt í leik. Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Valsarar gera tvær breytingar frá síðasta deildarleik en þær Stefanía Ragnarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir koma inn í liðið fyrir Vesnu og Málfríði Önnu. Arna mætir eflaust vel peppuð til leiks eftir að hafa verið valin í EM-hópinn í gær.

Hjá gestunum eru Eyvör Halla og reynsluboltinn Milena Pesic fjarri góðu gamni en þær Linda Líf Boama og Þórhanna Inga Ómarsdóttir koma inn í liðið í þeirra stað. Þórhanna mun þar með spila sinn fyrsta leik fyrir HK/Víking í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það verður gaman að sjá hvort að tvíburasysturnar Björk og Laufey Björnsdætur verði á sínum stað í liðunum í kvöld. Laufey hefur leikið alla leiki Vals í sumar og Björk hefur staðið á milli stanganna hjá HK/Víking. Björk missti af nokkrum leikjum eftir að hafa fengið heilahristing en ætti að vera klár gegn systur sinni og félögum í Val í kvöld.

Þá eru nokkrar í liði HK/Víkings að mæta sínum gömlu félögum en þær Gígja Valgerður Harðardóttir, María Rós Arngrímsdóttir og María Soffía Júlíusdóttir hafa allar leikið með Val.

Þjálfarar Vals, þau Úlfur Blandon og Kristín Ýr Bjarnadóttir, þekkja svo vel til andstæðinganna en Kristín Ýr skoraði 5 mörk í 6 leikjum fyrir HK/Víking sumarið 2015 og Úlfur Blandon þjálfaði 2.flokk kvenna hjá liðinu sama sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þátttaka Vals í bikarnum hefur verið styttri en gestanna en úrvalsdeildarliðið kom inn í keppnina í 16-liða úrslitum og vann FH 4-0 til að tryggja þátttöku sína í 8-liða úrslitunum.

Leið HK/Víkinga hefur verið þónokkuð lengri. Liðið lagði Álftanes 6-0 í fyrstu umferð og sigraði ÍR 2-0 í þeirri næstu. Í 16-liða úrslitum unnu þær svo dramatískan 2-1 sigur á 2. deildar liði Fjölnis þar sem úrslitamarkið kom í blálokin.
Eyða Breyta
Fyrir leik
HK/Víkingur er eitt tveggja liða úr 1. deild sem spilar í 8-liða úrslitum. Það er mikill styrkleikamunur á deildunum og Valur því töluvert sigurstranglegra liðið fyrir fram. Það bætir svo ekki útlitið fyrir HK/Víking að í öllum 17 viðureignum liðanna frá upphafi hafa Valskonur haft betur. Með markatöluna 121-10.

Hitt bikarliðið úr 1. deild, Tindastóll, sýndi þó að bikarævintýrin gerast enn en liðið vann ótrúlegan og óvæntan sigur á Fylki í 16-liða úrslitum. Við skulum því ekki útiloka neitt eða bóka sigurinn á Hlíðarenda fyrirfram.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan bikardag öllsömul!

Hér kl.19:15 verður fylgst með grannaslag Vals og HK/Víkings í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

8-liða úrslitum eru öll spiluð í dag en aðrir leikir eru eftirfarandi:

ÍBV - Haukar (kl.17:30)
Stjarnan - Þór/KA (Kl.18:00)
Grindavík - Tindastóll (kl.19:15)

Veisla framundan!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
21. Björk Björnsdóttir (m)
0. Maggý Lárentsínusdóttir
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('73)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('60)
11. Laufey Elísa Hlynsdóttir
13. Linda Líf Boama
18. Karólína Jack
19. Þórhanna Inga Ómarsdóttir
24. María Soffía Júlíusdóttir ('67)

Varamenn:
3. Anna María Pálsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir ('60)
7. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir
8. Stefanía Ásta Tryggvadóttir ('73)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('67)
21. Edda Mjöll Karlsdóttir

Liðstjórn:
Milena Pesic
Anna María Guðmundsdóttir
Ástrós Silja Luckas
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Andri Helgason
Ögmundur Viðar Rúnarsson
Egill Atlason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: